Forsetaembætti Tyrklands hefur nú gefið út að Erdogan muni funda með Pence. Þvert á það sem forsetinn sagði í morgun.
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, ætlar ekki að hitta Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, sem er á leið til Tyrklands. Erdogan segir að hann muni eingöngu ræða við Donald Trump, forseta, um mögulegt vopnahlé í norðausturhluta Sýrlands.
Í samtali við blaðamann Sky News sagði Erdogan að Pence myndi tala við varaforseta Tyrklands og Erdogan myndi bara tala við Trump.
Auk Pence eru þeir Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi, á leið til Tyrklands. Markmið þeirra er að reyna að binda enda á átökin í norðausturhluta Sýrlands.
Erdogan sagði í gærkvöldi að ekki kæmi til greina að gera vopnahlé við hryðjuverkamenn og gaf hann sömuleiðis lítið fyrir þær refsiaðgerðir sem beit hefur verið gegn Tyrkjum. Hann sagði að innrásinni yrði haldið áfram þar til sýrlenskir Kúrdar hefðu verið reknir frá landamærum Sýrlands og Tyrklands.
Sjá einnig: Erdogan hafnar kröfum Bandaríkjamanna
Innrás Tyrkja hefur reynt verulega á samband ríkisins við bandamenn þeirra í Atlantshafsbandalaginu og hafa mörg þeirra ákveðið að hætta að selja Tyrkjum vopn.
Turkey's president @RTErdogan tells @AlexCrawfordSky he will not speak with the US Vice President about a ceasefire in Syria during his visit - adding that he will only talk to President @realDonaldTrump.
— Sky News (@SkyNews) October 16, 2019
Follow the latest world news here: https://t.co/l50mLoSc4w pic.twitter.com/o5NjsNzt2r