Óttast að Tyrkir fái sínu framgengt líkt og Rússar á Krímskaga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. október 2019 12:30 Framganga Tyrkja í Norðurhluta Sýrlands var fyrirferðarmikið umfjöllunarefni á ársfundi Atlantshafsbandalagsins sem fór fram í Lundúnum um helgina. Aðildaríki Atlantshafsbandalagsins sóttu hart að Tyrkjum vegna innrásarinnar í Sýrland á ársfundi bandalagsins í Lundúnum um helgina. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar sótti fundinn. Þrátt fyrir að reiðialda sé risin í alþjóðasamfélaginu með tilheyrandi viðskiptaþvingunum óttast hún að þegar uppi er staðið muni Tyrkir fá sínu framgengt líkt og Rússar á Krímskaga.Fengu á sig harða gagnrýni Framganga Tyrkja í Norðurhluta Sýrlands var fyrirferðarmikið umfjöllunarefni á ársfundi hernaðarbandalagsins og ljóst var að ákvarðanir bæði forseta Bandaríkjanna og Tyrklands hvíldu mjög þungt á fólki. „Fulltrúar velflestra landa voru mjög afdráttarlausir. Hvort sem við tölum um Hollendinga Breta, Belga, Norðmenn, Frakka, Þjóðverja. Þeir voru mjög afdráttarlausir þar sem verið var að lýsa yfir fordæmingu á þessu atferli Tyrkja. Tyrkir, sjálfir, fjölmenntu á fundinn eins og þeir gera iðulega og eðlilega héldu uppi sínum vörnum en þeir fengu á sig verulega gagnrýni.“ Þorgerður Katrín segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki ótvírætt fordæmt hernaðaraðgerðir Tyrkja. „Ég hef lýst því yfir að ég hefði kosið að sjá þau ganga lengra. Mér finnst þau ekki hafa ótvírætt fordæmt þetta. Hins vegar greinir maður líka að það er ekki algjör samhljómur hjá stjórnarflokkunum,“ segir Þorgerður. Vinstri græn vilji ganga mun lengra en hinir stjórnarflokkarnir.Fregnir af borist af því að fjöldi ISIS-liða hafi flúið úr fangelsum þar sem þeir voru í haldi sýrlenskra Kúrda. Þá hafa fregnir einnig borist af miklu mannfalli meðal almennra borgara og því að vopnaðar sveitir uppreisnarmanna, sem Tyrkir styðja, hafi framið ýmiss ódæði á sókn þeirra. Þeir hafi til dæmis birt myndiefni af grimmilegum aftökum.EPA/ERDEM SAHINVinur er sá er til vamms segir „Við verðum líka að horfa til þess að Bandaríkjamenn eru búnir að vera okkar mikilvægasta bandalagsþjóð á sviði öryggis- og varnarmála í gegnum tíðina en það er líka þannig að vinur er sá er til vamms segir.“ Stjórnvöld og Íslendingar í heild, megi ekki gefa neina afslætti af grundvallarhugsjónum og mikilvægt er að tala hispurslaust. „Íslendingar verðum að hafa það hugfast að þrátt fyrir að vera lítil þjóð þá skiptir hver rödd sem talar fyrir mannréttindum og friði máli. […] Það þarf að tala hreint út og það þarf að hafa hátt. Við eigum að vera ófeimin að tala yfir þeim gildum sem íslenskt samfélag fram til þessa hefur viljað standa vörð um.“ Hvernig metur þú stöðuna?„Staðan er mjög alvarleg. Þetta er svolítið snúið fyrir NATO-þjóðirnar, Evrópuþjóðirnar, ásamt Bandaríkjunum að hreyfa sig í þessu að því leytinu til að ef við horfum til Úkraínu, þá fordæmdum við þá [Rússa vegna innlimunar Krímskaga], við vorum reið, við vorum með alls konar yfirlýsingar en eftir stendur að Rússar eru með Krímskagann. Það hefur ekkert gerst. Ég er svolítið hrædd um að það sama gerist með Tyrki. Þeir fá yfir sig reiðiöldu, hugsanlega einhverjar viðskiptaþvinganir en þegar upp er staðið hafa þeir fengið sitt fram. Og það er það sem er sorglegt í þessu.“ Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Tyrkland Tengdar fréttir Segir innrás Tyrkja beint gegn hryðjuverkamönnum Kúrda Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, sendi Fréttablaðinu grein sem birt var á frettabladid.is í gær. Þar rekur hann ástæður Tyrklandsstjórnar fyrir innrásinni í Kúrdahéröð Sýrlands. 16. október 2019 06:30 Erdogan hafnar kröfum Bandaríkjamanna Donald Trump Bandaríkjaforseti krafðist þess af Tyrklandsforseta að hann hætti samstundis stríðsrekstri sínum í norðausturhluta Sýrlands. 16. október 2019 07:00 Átökin í norðurhluta Sýrlands að flækjast Sýrlandsher berst með Kúrdum á einum stað en gegn þeim á öðrum. Tyrkir og málaliðar þeirra segjast hafa náð tveimur borgum. Á meðan sleppa Kúrdar fjölskyldum ISIS og Bandaríkjamenn færa herafla frá Sýrlandi til Sádi-Arabíu. 15. október 2019 06:45 Erdogan skiptir um skoðun og ætlar að hitta Mike Pence Hann segir að hann muni eingöngu ræða við Donald Trump, forseta, um mögulegt vopnahlé í norðausturhluta Sýrlands. 16. október 2019 11:29 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Aðildaríki Atlantshafsbandalagsins sóttu hart að Tyrkjum vegna innrásarinnar í Sýrland á ársfundi bandalagsins í Lundúnum um helgina. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar sótti fundinn. Þrátt fyrir að reiðialda sé risin í alþjóðasamfélaginu með tilheyrandi viðskiptaþvingunum óttast hún að þegar uppi er staðið muni Tyrkir fá sínu framgengt líkt og Rússar á Krímskaga.Fengu á sig harða gagnrýni Framganga Tyrkja í Norðurhluta Sýrlands var fyrirferðarmikið umfjöllunarefni á ársfundi hernaðarbandalagsins og ljóst var að ákvarðanir bæði forseta Bandaríkjanna og Tyrklands hvíldu mjög þungt á fólki. „Fulltrúar velflestra landa voru mjög afdráttarlausir. Hvort sem við tölum um Hollendinga Breta, Belga, Norðmenn, Frakka, Þjóðverja. Þeir voru mjög afdráttarlausir þar sem verið var að lýsa yfir fordæmingu á þessu atferli Tyrkja. Tyrkir, sjálfir, fjölmenntu á fundinn eins og þeir gera iðulega og eðlilega héldu uppi sínum vörnum en þeir fengu á sig verulega gagnrýni.“ Þorgerður Katrín segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki ótvírætt fordæmt hernaðaraðgerðir Tyrkja. „Ég hef lýst því yfir að ég hefði kosið að sjá þau ganga lengra. Mér finnst þau ekki hafa ótvírætt fordæmt þetta. Hins vegar greinir maður líka að það er ekki algjör samhljómur hjá stjórnarflokkunum,“ segir Þorgerður. Vinstri græn vilji ganga mun lengra en hinir stjórnarflokkarnir.Fregnir af borist af því að fjöldi ISIS-liða hafi flúið úr fangelsum þar sem þeir voru í haldi sýrlenskra Kúrda. Þá hafa fregnir einnig borist af miklu mannfalli meðal almennra borgara og því að vopnaðar sveitir uppreisnarmanna, sem Tyrkir styðja, hafi framið ýmiss ódæði á sókn þeirra. Þeir hafi til dæmis birt myndiefni af grimmilegum aftökum.EPA/ERDEM SAHINVinur er sá er til vamms segir „Við verðum líka að horfa til þess að Bandaríkjamenn eru búnir að vera okkar mikilvægasta bandalagsþjóð á sviði öryggis- og varnarmála í gegnum tíðina en það er líka þannig að vinur er sá er til vamms segir.“ Stjórnvöld og Íslendingar í heild, megi ekki gefa neina afslætti af grundvallarhugsjónum og mikilvægt er að tala hispurslaust. „Íslendingar verðum að hafa það hugfast að þrátt fyrir að vera lítil þjóð þá skiptir hver rödd sem talar fyrir mannréttindum og friði máli. […] Það þarf að tala hreint út og það þarf að hafa hátt. Við eigum að vera ófeimin að tala yfir þeim gildum sem íslenskt samfélag fram til þessa hefur viljað standa vörð um.“ Hvernig metur þú stöðuna?„Staðan er mjög alvarleg. Þetta er svolítið snúið fyrir NATO-þjóðirnar, Evrópuþjóðirnar, ásamt Bandaríkjunum að hreyfa sig í þessu að því leytinu til að ef við horfum til Úkraínu, þá fordæmdum við þá [Rússa vegna innlimunar Krímskaga], við vorum reið, við vorum með alls konar yfirlýsingar en eftir stendur að Rússar eru með Krímskagann. Það hefur ekkert gerst. Ég er svolítið hrædd um að það sama gerist með Tyrki. Þeir fá yfir sig reiðiöldu, hugsanlega einhverjar viðskiptaþvinganir en þegar upp er staðið hafa þeir fengið sitt fram. Og það er það sem er sorglegt í þessu.“
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Tyrkland Tengdar fréttir Segir innrás Tyrkja beint gegn hryðjuverkamönnum Kúrda Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, sendi Fréttablaðinu grein sem birt var á frettabladid.is í gær. Þar rekur hann ástæður Tyrklandsstjórnar fyrir innrásinni í Kúrdahéröð Sýrlands. 16. október 2019 06:30 Erdogan hafnar kröfum Bandaríkjamanna Donald Trump Bandaríkjaforseti krafðist þess af Tyrklandsforseta að hann hætti samstundis stríðsrekstri sínum í norðausturhluta Sýrlands. 16. október 2019 07:00 Átökin í norðurhluta Sýrlands að flækjast Sýrlandsher berst með Kúrdum á einum stað en gegn þeim á öðrum. Tyrkir og málaliðar þeirra segjast hafa náð tveimur borgum. Á meðan sleppa Kúrdar fjölskyldum ISIS og Bandaríkjamenn færa herafla frá Sýrlandi til Sádi-Arabíu. 15. október 2019 06:45 Erdogan skiptir um skoðun og ætlar að hitta Mike Pence Hann segir að hann muni eingöngu ræða við Donald Trump, forseta, um mögulegt vopnahlé í norðausturhluta Sýrlands. 16. október 2019 11:29 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Segir innrás Tyrkja beint gegn hryðjuverkamönnum Kúrda Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, sendi Fréttablaðinu grein sem birt var á frettabladid.is í gær. Þar rekur hann ástæður Tyrklandsstjórnar fyrir innrásinni í Kúrdahéröð Sýrlands. 16. október 2019 06:30
Erdogan hafnar kröfum Bandaríkjamanna Donald Trump Bandaríkjaforseti krafðist þess af Tyrklandsforseta að hann hætti samstundis stríðsrekstri sínum í norðausturhluta Sýrlands. 16. október 2019 07:00
Átökin í norðurhluta Sýrlands að flækjast Sýrlandsher berst með Kúrdum á einum stað en gegn þeim á öðrum. Tyrkir og málaliðar þeirra segjast hafa náð tveimur borgum. Á meðan sleppa Kúrdar fjölskyldum ISIS og Bandaríkjamenn færa herafla frá Sýrlandi til Sádi-Arabíu. 15. október 2019 06:45
Erdogan skiptir um skoðun og ætlar að hitta Mike Pence Hann segir að hann muni eingöngu ræða við Donald Trump, forseta, um mögulegt vopnahlé í norðausturhluta Sýrlands. 16. október 2019 11:29