„Að sjálfsögðu á ég fyrir því“ Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2019 15:37 Sveinn Andri hlær að gagnrýni Skúla Gunnars og segir hana galna. Og hefur ekki þungar áhyggjur af dómi sé féll hvar honum var gert að endurgreiða 100 milljónir króna. „Það er ekkert vandamál. Þá gerir maður það bara,“ segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður í samtali við Vísi spurður um nýjustu tíðindi, þau að honum hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923, um 100 milljónir króna.Og áttu fyrir því?„Að sjálfsögðu á ég fyrir því.“ En, þetta er ekki svo eins einfalt að Sveinn Andri seilist í veski sitt og telji fram hundrað kúlur í beinhörðum seðlum, borgi og búið bless. „Þetta er ekki þannig að dómari sé að hafna því að ég fái borgað. Það eina sem dómarinn er að segja með þessari ákvörðun er að ég hefði sem skiptastjóri átt að bóka það skýrar í fundagerð skiptafundar að ég væri að taka þóknun af eignum búsins jafn harðan. Þar sem það var ekki gert þarf ég að endurgreiða þetta. Svo auðvitað greiði ég mér þóknun. Það blasir við. Það er ekki verið að hafna því að ég fái þóknun heldur að ég geri hitt fyrst,“ segir Sveinn. Hann vill meina að þetta sé einfaldlega svo að dómari telji ekki formsatriði fullnægt.Segir gagnrýni Skúla galna Störf Sveins Andra fyrir þrotabúið hafa verið fjölmiðlamatur ekki síst vegna greinaskrifa Skúla Gunnars Sigfússonar, sem fór fyrir EK1923 en félagið var birgir fyrir Subway um tíma. Skúli Gunnar hefur ekki vandað Sveini kveðjurnar og meðal annars sakað um að hafa blóðmjólkað búið og farið ránshendi um þrotabú félagsins. „Þetta er eins galið og hugsast getur. Í fyrsta lagi er það gagnaðili sem orsakar umtalsverðan kostnað við rekstur búsins. Sjötíu og fimm prósent kröfuhafa hafa staðfest það fyrir sitt leyti að þeir gera engar athugasemdir við kostnað búsins. Þetta eru fyrst og fremst aðilar sem tengjast Skúla, sem er gagnaðili búsins sem svo fara fram.“ Heiðar Ásberg aftan og framan og allt um kring Sveinn Andri segir eitt og annað rannsóknarefni varðandi þetta mál sem flutt verður í Landsrétti í næsta mánuði. Þar mun ráðast hvernig málið; annað hvort fái allir kröfuhafar sínar kröfur uppgreiddar „eða Skúli þarf ekki að borga neitt. Og það er sami lögmaðurinn, Heiðar Ásberg Atlason hjá Logos, sem gætir hagsmuna gagnaðila þrotabúsins og svo þessara kröfuhafa. Það virðist ekki vera vandamál?“ segir Sveinn Andri. Þetta telur lögmaðurinn umhugsunarefni. Jafnvel kómískt og vitnar hendingu eftir Flosa heitinn Ólafsson: „aftan og framan og allt um kring“. Dómsmál Gjaldþrot Tengdar fréttir Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira
„Það er ekkert vandamál. Þá gerir maður það bara,“ segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður í samtali við Vísi spurður um nýjustu tíðindi, þau að honum hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923, um 100 milljónir króna.Og áttu fyrir því?„Að sjálfsögðu á ég fyrir því.“ En, þetta er ekki svo eins einfalt að Sveinn Andri seilist í veski sitt og telji fram hundrað kúlur í beinhörðum seðlum, borgi og búið bless. „Þetta er ekki þannig að dómari sé að hafna því að ég fái borgað. Það eina sem dómarinn er að segja með þessari ákvörðun er að ég hefði sem skiptastjóri átt að bóka það skýrar í fundagerð skiptafundar að ég væri að taka þóknun af eignum búsins jafn harðan. Þar sem það var ekki gert þarf ég að endurgreiða þetta. Svo auðvitað greiði ég mér þóknun. Það blasir við. Það er ekki verið að hafna því að ég fái þóknun heldur að ég geri hitt fyrst,“ segir Sveinn. Hann vill meina að þetta sé einfaldlega svo að dómari telji ekki formsatriði fullnægt.Segir gagnrýni Skúla galna Störf Sveins Andra fyrir þrotabúið hafa verið fjölmiðlamatur ekki síst vegna greinaskrifa Skúla Gunnars Sigfússonar, sem fór fyrir EK1923 en félagið var birgir fyrir Subway um tíma. Skúli Gunnar hefur ekki vandað Sveini kveðjurnar og meðal annars sakað um að hafa blóðmjólkað búið og farið ránshendi um þrotabú félagsins. „Þetta er eins galið og hugsast getur. Í fyrsta lagi er það gagnaðili sem orsakar umtalsverðan kostnað við rekstur búsins. Sjötíu og fimm prósent kröfuhafa hafa staðfest það fyrir sitt leyti að þeir gera engar athugasemdir við kostnað búsins. Þetta eru fyrst og fremst aðilar sem tengjast Skúla, sem er gagnaðili búsins sem svo fara fram.“ Heiðar Ásberg aftan og framan og allt um kring Sveinn Andri segir eitt og annað rannsóknarefni varðandi þetta mál sem flutt verður í Landsrétti í næsta mánuði. Þar mun ráðast hvernig málið; annað hvort fái allir kröfuhafar sínar kröfur uppgreiddar „eða Skúli þarf ekki að borga neitt. Og það er sami lögmaðurinn, Heiðar Ásberg Atlason hjá Logos, sem gætir hagsmuna gagnaðila þrotabúsins og svo þessara kröfuhafa. Það virðist ekki vera vandamál?“ segir Sveinn Andri. Þetta telur lögmaðurinn umhugsunarefni. Jafnvel kómískt og vitnar hendingu eftir Flosa heitinn Ólafsson: „aftan og framan og allt um kring“.
Dómsmál Gjaldþrot Tengdar fréttir Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira
Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37