Sigmar kaupir hálfan Hlölla Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. október 2019 16:15 Sigmar Vilhjálmsson segir ekkert að því að kaupa samlokustað á ketótímum. Hlöllabátar hafi staðið af sér önnur mataræði. Fréttablaðið/Anton Brink Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður og talsmaður Félags svína-, eggja- og kjúklingabænda, hefur keypt helmingshlut í skyndabitakeðjunni Hlöllabátum. DV setur kaupin í samhengi við deilur Sigmars við Skúla Gunnar Sigfússon, sem oftar en ekki er kenndur við Subway. Þeir Skúli og Sigmar voru lengi viðskiptafélagar en hafa undanfarin misseri átt í málaferlum vegna lóðaréttinda á Hvolsvelli og er von á úrskurði Landsréttar í þeim málum á morgun. Hlöllabátar, rétt eins og Subway, sérhæfa sig í samlokugerð og þykir miðlinum þetta því til marks um „skáldlega viðskiptaákvörðun.“ Sigmar segir þó sjálfur í samtali við Vísi að kaup hans í Hlöllabátum hafi ekkert með þessar deilur hans við Skúla eða Subway að gera. Staðirnir selji vissulega sambærilegar vörur, en aðrir þættir hafi ráðið fjárfestingarákvörðun hans en þessar útistöður. Hann útskýrir að í kaupunum felist aðkoma að rekstri Hlöllaútibúanna á Höfða og í Smáralind, auk Hlöllavagnanna. Önnur útibú, eins og í miðborg Reykjavíkur, Selfossi og í Svíþjóð, eru rekin með sérleyfi þar sem greitt er fyrir afnot vörumerkisins.Skuldlaus og sterkur „Það sem kom mér á óvart er hvað rekstur Hlölla er í raun góður,“ segir Sigmar og nefnir í því samhengi hátt eiginfjárhlutfall og skuldleysi. Það skemmi ekki fyrir á tímum þar sem veitingarekstur eigi víða undir högg að sækja. Hlöllabátar séu jafnframt þekktir fyrir að hafa staðið af sér hinar ýmsu sveiflur í matarmenningu þjóðarinnar. „Það koma reglulega tískusveiflur og aðrir matarvalkostir en Hlöllabátar eru alltaf samir við sig. Það að vörumerkið hafi verið til í næstum 40 ár gerir þetta mjög spennandi,“ segir Sigmar. „Eins og ég lýsti fyrir félaga mínum: Það eru ekki stælar í Hlölla.“ Þrátt fyrir áratugasögu segist Sigmar sjá sóknarfæri fyrir Hlölla, þó svo að engin heimsyfirráð séu í kortunum. Aðspurður um hvað hann hafi í huga segir Sigmar að nú þegar ýmsir veitingastaðir þurfi að draga saman seglin þurfi að horfa til „annarra þátta í veitingarekstri.“ Það sé mikilvægt að vera með eitthvað í bakhöndinni (e. backup) á slíkum tímum, til að mynda að horfa til einhvers konar samstarfs, en Sigmar vill þó ekki fara nánar út í þá sálma á þessari stundu. Talandi um samstarf; eins og Mosfellingur greindi frá í liðinni viku vinnur Sigmar nú að því að breyta húsnæði Arion banka í Mosfellsbæ í veitingastað og bar - sem mun bera nafnið Barion. Þar fyrir framan stendur einmitt veitingavagn frá Hlöllabátum og segir Sigmar hugmyndina að þegar framkvæmdum ljúki muni Hlöllabátar fá sitt horn í húsnæðinu - „án þess þó að þetta verði einhvers konar mathöll,“ segir Sigmar. Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Sigmar og Vilhelm breyta banka í veitingastað og bar Viðskiptafélagarnir Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson breyta Arion banka húsnæði í Barion. 3. október 2019 22:50 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður og talsmaður Félags svína-, eggja- og kjúklingabænda, hefur keypt helmingshlut í skyndabitakeðjunni Hlöllabátum. DV setur kaupin í samhengi við deilur Sigmars við Skúla Gunnar Sigfússon, sem oftar en ekki er kenndur við Subway. Þeir Skúli og Sigmar voru lengi viðskiptafélagar en hafa undanfarin misseri átt í málaferlum vegna lóðaréttinda á Hvolsvelli og er von á úrskurði Landsréttar í þeim málum á morgun. Hlöllabátar, rétt eins og Subway, sérhæfa sig í samlokugerð og þykir miðlinum þetta því til marks um „skáldlega viðskiptaákvörðun.“ Sigmar segir þó sjálfur í samtali við Vísi að kaup hans í Hlöllabátum hafi ekkert með þessar deilur hans við Skúla eða Subway að gera. Staðirnir selji vissulega sambærilegar vörur, en aðrir þættir hafi ráðið fjárfestingarákvörðun hans en þessar útistöður. Hann útskýrir að í kaupunum felist aðkoma að rekstri Hlöllaútibúanna á Höfða og í Smáralind, auk Hlöllavagnanna. Önnur útibú, eins og í miðborg Reykjavíkur, Selfossi og í Svíþjóð, eru rekin með sérleyfi þar sem greitt er fyrir afnot vörumerkisins.Skuldlaus og sterkur „Það sem kom mér á óvart er hvað rekstur Hlölla er í raun góður,“ segir Sigmar og nefnir í því samhengi hátt eiginfjárhlutfall og skuldleysi. Það skemmi ekki fyrir á tímum þar sem veitingarekstur eigi víða undir högg að sækja. Hlöllabátar séu jafnframt þekktir fyrir að hafa staðið af sér hinar ýmsu sveiflur í matarmenningu þjóðarinnar. „Það koma reglulega tískusveiflur og aðrir matarvalkostir en Hlöllabátar eru alltaf samir við sig. Það að vörumerkið hafi verið til í næstum 40 ár gerir þetta mjög spennandi,“ segir Sigmar. „Eins og ég lýsti fyrir félaga mínum: Það eru ekki stælar í Hlölla.“ Þrátt fyrir áratugasögu segist Sigmar sjá sóknarfæri fyrir Hlölla, þó svo að engin heimsyfirráð séu í kortunum. Aðspurður um hvað hann hafi í huga segir Sigmar að nú þegar ýmsir veitingastaðir þurfi að draga saman seglin þurfi að horfa til „annarra þátta í veitingarekstri.“ Það sé mikilvægt að vera með eitthvað í bakhöndinni (e. backup) á slíkum tímum, til að mynda að horfa til einhvers konar samstarfs, en Sigmar vill þó ekki fara nánar út í þá sálma á þessari stundu. Talandi um samstarf; eins og Mosfellingur greindi frá í liðinni viku vinnur Sigmar nú að því að breyta húsnæði Arion banka í Mosfellsbæ í veitingastað og bar - sem mun bera nafnið Barion. Þar fyrir framan stendur einmitt veitingavagn frá Hlöllabátum og segir Sigmar hugmyndina að þegar framkvæmdum ljúki muni Hlöllabátar fá sitt horn í húsnæðinu - „án þess þó að þetta verði einhvers konar mathöll,“ segir Sigmar.
Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Sigmar og Vilhelm breyta banka í veitingastað og bar Viðskiptafélagarnir Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson breyta Arion banka húsnæði í Barion. 3. október 2019 22:50 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Sigmar og Vilhelm breyta banka í veitingastað og bar Viðskiptafélagarnir Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson breyta Arion banka húsnæði í Barion. 3. október 2019 22:50