Greiðslur úr ábyrgðasjóði launa til fyrrverandi WOW starfsmanna hafnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. október 2019 19:30 Greiðslur úr ábyrgðasjóði launa til fyrrverandi starfsmanna WOW-air hófust á dögunum. Búið er að greiða starfsmönnum BHM og er unnið að því að greiða flugstjórum og flugmönnum. Gert er ráð fyrir að greiðslur úr sjóðnum nemi 2,3 milljörðum í ár. Afgreiðsla krafnanna er háð því hvenær umsögn skiptastjóra berst Ábyrgðasjóðnum. Hver krafa er einstaklingsbundinn réttur og þarf því að reikna og meta hverja kröfu fyrir sig. „Við erum búin að fá frá BHM og afgreiða þær en þær voru bara sautján og næsti bunki eru flugstjórarnir og flugmennirnir og það er í kring um tvö hundruð,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Þegar hafi einhverjir úr þeim hópi fengið greitt. Hámarksgreiðslur úr ábyrgðasjóðnum eru 633 þúsund krónur á mánuði. Unnur segir að staða sjóðsins sé góð eftir góðæri síðustu ára en vegna þessara greiðslna breytist staðan hratt. Gert sé ráð fyrir að greiðslur úr sjóðnum nemi 2,3 milljörðum í ár. „Það er mun meira en við gerðum ráð fyrir. Í fyrra voru greiddar um 850 milljónir úr sjóðnum þannig þetta er allt önnur fjárhæð en spár okkar gerðu ráð fyrir,“ segir Unnur. Allir sem eigi rétt á greiðslum, fái greitt. „Þetta er náttúrulega ríkisstyrkt af tryggingagjaldi og ríkissjóði.“ Þá segir Unnur misjafnt eftir stéttarfélögum hvenær starfsmenn fái greitt. Hægt sé að fylgjast með á heimasíðu stofnunarinnar. „Ég býst ekki við að öllum málum verði lokð fyrr en síðs sumar á næsta ári,“ segir Unnur. Fréttir af flugi Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Launakröfur WOW starfsmanna á fjórða milljarð Fyrrverandi starfsmenn WOW air hafa gert launakröfur í þrotabú flugfélagsins fyrir á þriðja milljarð króna. Kröfulýsingafrestur rennur út á miðnætti en ljóst er að heildarupphæð krafna í þrotabúið mun hlaupa á tugum milljarða króna. 3. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Greiðslur úr ábyrgðasjóði launa til fyrrverandi starfsmanna WOW-air hófust á dögunum. Búið er að greiða starfsmönnum BHM og er unnið að því að greiða flugstjórum og flugmönnum. Gert er ráð fyrir að greiðslur úr sjóðnum nemi 2,3 milljörðum í ár. Afgreiðsla krafnanna er háð því hvenær umsögn skiptastjóra berst Ábyrgðasjóðnum. Hver krafa er einstaklingsbundinn réttur og þarf því að reikna og meta hverja kröfu fyrir sig. „Við erum búin að fá frá BHM og afgreiða þær en þær voru bara sautján og næsti bunki eru flugstjórarnir og flugmennirnir og það er í kring um tvö hundruð,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Þegar hafi einhverjir úr þeim hópi fengið greitt. Hámarksgreiðslur úr ábyrgðasjóðnum eru 633 þúsund krónur á mánuði. Unnur segir að staða sjóðsins sé góð eftir góðæri síðustu ára en vegna þessara greiðslna breytist staðan hratt. Gert sé ráð fyrir að greiðslur úr sjóðnum nemi 2,3 milljörðum í ár. „Það er mun meira en við gerðum ráð fyrir. Í fyrra voru greiddar um 850 milljónir úr sjóðnum þannig þetta er allt önnur fjárhæð en spár okkar gerðu ráð fyrir,“ segir Unnur. Allir sem eigi rétt á greiðslum, fái greitt. „Þetta er náttúrulega ríkisstyrkt af tryggingagjaldi og ríkissjóði.“ Þá segir Unnur misjafnt eftir stéttarfélögum hvenær starfsmenn fái greitt. Hægt sé að fylgjast með á heimasíðu stofnunarinnar. „Ég býst ekki við að öllum málum verði lokð fyrr en síðs sumar á næsta ári,“ segir Unnur.
Fréttir af flugi Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Launakröfur WOW starfsmanna á fjórða milljarð Fyrrverandi starfsmenn WOW air hafa gert launakröfur í þrotabú flugfélagsins fyrir á þriðja milljarð króna. Kröfulýsingafrestur rennur út á miðnætti en ljóst er að heildarupphæð krafna í þrotabúið mun hlaupa á tugum milljarða króna. 3. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Launakröfur WOW starfsmanna á fjórða milljarð Fyrrverandi starfsmenn WOW air hafa gert launakröfur í þrotabú flugfélagsins fyrir á þriðja milljarð króna. Kröfulýsingafrestur rennur út á miðnætti en ljóst er að heildarupphæð krafna í þrotabúið mun hlaupa á tugum milljarða króna. 3. ágúst 2019 21:00