Að kafna úr sköttum Ásta S. Fjeldsted skrifar 17. október 2019 08:00 Hvort kalla megi það sérstakt listform stjórnmálanna, að kreista sífellt fleiri krónur út úr atvinnulífinu án þess þó að gera alveg út af við fyrirtækin í landinu, skal látið liggja milli hluta, en ljóst er að samhliða vexti hagkerfisins undanfarna tvo áratugi hefur ríkið sótt sér hlutfallslega sífellt fleiri krónur úr vasa skattgreiðenda. Hið opinbera hefur verið afkastameira en heimili og fyrirtæki landsins við að auka tekjur sínar á þessu tímabili, en frá árinu 1997 hefur skattheimta sem hlutfall af landsframleiðslu hækkað um fimm prósentustig og farið úr því að vera sú áttunda hæsta meðal OECD-ríkjanna upp í að vera sú önnur hæsta. Fyrirtæki landsins hafa vissulega fundið fyrir þessu.Fyrirtækin mætt álögum með myndarbrag Á hverju ári gefur Viðskiptaráð út yfirlit yfir skattbreytingar. Í hverri einustu samantekt frá árinu 2008 hefur fjöldi skattahækkana verið meiri en lækkana – að jafnaði þrjár hækkanir fyrir hverja lækkun. Á uppgangstímum eru háir og síhækkandi skattar að sönnu íþyngjandi byrði í atvinnurekstri en ef til vill bærilegri fyrir þær sakir að efnahagsumsvif aukast, veltan eykst og auðveldara er að takast á við aukinn kostnað. Auk hærri skatta þykir jafnan sjálfsögð og eðlileg krafa að fyrirtæki geti sífellt hækkað laun án þess að velta þeim kostnaði út í verðlag, mætt nýrri reglubyrði og sinnt samfélagslegri ábyrgð. Undanfarin ár hafa íslensk fyrirtæki mætt þessari áskorun samfélagsins af myndarbrag. Ekki virðist sem samsvarandi pressa sé á rekstur hins opinbera. Fjölgun ríkisstofnana er yfirvofandi og umbætur eða tilraunir til aukinnar skilvirkni fara ekki hátt. Rafræn þjónusta hins opinbera er almennt langt undir þeim löndum sem við berum okkur saman við. Þegar harðnar á dalnum og hagvöxtur léttir ekki lengur undir með atvinnurekendum á móti kröfum hins opinbera um nýja eða hærri skattstofna, íþyngjandi regluverki eða kröfum um hærri laun verður byrðin óbærileg. Í slíkum aðstæðum verður eitthvað undan að láta, oftast verðlag eða atvinnustig. Því hefði það ekki átt að koma á óvart þegar fréttir bárust af uppsögnum fyrr á árinu.Hvað er til ráða þegar harðnar á dalnum? Í fyrsta lagi má horfa til fjármálakerfisins en í haust hefur á annað hundrað manns verið sagt upp í stóru bönkunum. Sú sársaukafulla aðgerð skilar 1,3 milljarða króna hagræðingu. Aftur á móti greiðir bankinn um 5 milljarða króna á ári í sértæka skatta og vegur þar bankaskattur þyngst. Það má því velta fyrir sér hvort framangreindar hagræðingaraðgerðir hefðu verið nauðsynlegar ef bankaskattsins nyti ekki við. Vissulega stendur til að lækka skattinn lítillega á næsta ári en það hefði þurft að byrja fyrr og lækka hann meira en stendur til. Í öðru lagi er hægt að horfa til tryggingagjaldsins sem hefur verið í hæstu hæðum alla uppsveifluna þrátt fyrir að atvinnuleysi væri í lægstu lægðum. Fyrst svo var þá hlýtur að vera hægt að draga þá ályktun að stjórnvöld telji tryggingagjaldið eiga að leggjast á móti hagsveiflunni. Í þessu tilviki hefur verið boðað í fjárlögum að gjaldið skuli lækkað lítillega, en aftur er það lítið og of seint. Gjaldið leggst þyngst á fyrirtæki í ferðaþjónustu og hugvitsdrifna starfsemi þar sem ein mestu tækifærin til aukins hagvaxtar er að finna. Með því að lækka hinn almenna hluta tryggingagjaldsins til samræmis við það sem það var á árunum 2007-2011 mætti draga úr álögum hins opinbera á fyrirtæki um 5,8 milljarða. Í þriðja lagi er hægt að líta til fasteignagjalda sveitarfélaganna sem eru hærri fyrir fyrirtæki en einstaklinga og opinberar stofnanir. Þar hafa litlar lækkanir á skatthlutföllum orðið á síðustu árum þrátt fyrir afar kröftuga uppsveiflu og nánast fordæmalausar húsnæðisverðshækkanir. Viðskiptaráð áætlaði í fyrra að árleg skattheimta sveitarfélaga hefði aukist um 6,1 milljarð króna vegna húsnæðisverðshækkana. Þetta verður að teljast hvort tveggja óábyrgt og óásættanlegt enda afar ólíklegt að vænta megi lækkana á fasteignagjöldum í niðursveiflunni. Framangreindir skattar hafa ekki úrslitaáhrif á framgang hagsveiflunnar. Lækkun skatta á borð við þá þrjá sem hér eru nefndir getur hins vegar aukið viðnámsþrótt fyrirtækja þegar harðnar á dalnum. Stjórnvöld virðast hins vegar ekki hafa áhuga á að skapa almennilegt andrými fyrir atvinnulífið í landinu, heldur þrengja að því með einni hæstu skattlagningu í heimi. Það eru einfaldlega mikil vonbrigði og ekki til farsældar fallið fyrir land og þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta S. Fjeldsted Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvort kalla megi það sérstakt listform stjórnmálanna, að kreista sífellt fleiri krónur út úr atvinnulífinu án þess þó að gera alveg út af við fyrirtækin í landinu, skal látið liggja milli hluta, en ljóst er að samhliða vexti hagkerfisins undanfarna tvo áratugi hefur ríkið sótt sér hlutfallslega sífellt fleiri krónur úr vasa skattgreiðenda. Hið opinbera hefur verið afkastameira en heimili og fyrirtæki landsins við að auka tekjur sínar á þessu tímabili, en frá árinu 1997 hefur skattheimta sem hlutfall af landsframleiðslu hækkað um fimm prósentustig og farið úr því að vera sú áttunda hæsta meðal OECD-ríkjanna upp í að vera sú önnur hæsta. Fyrirtæki landsins hafa vissulega fundið fyrir þessu.Fyrirtækin mætt álögum með myndarbrag Á hverju ári gefur Viðskiptaráð út yfirlit yfir skattbreytingar. Í hverri einustu samantekt frá árinu 2008 hefur fjöldi skattahækkana verið meiri en lækkana – að jafnaði þrjár hækkanir fyrir hverja lækkun. Á uppgangstímum eru háir og síhækkandi skattar að sönnu íþyngjandi byrði í atvinnurekstri en ef til vill bærilegri fyrir þær sakir að efnahagsumsvif aukast, veltan eykst og auðveldara er að takast á við aukinn kostnað. Auk hærri skatta þykir jafnan sjálfsögð og eðlileg krafa að fyrirtæki geti sífellt hækkað laun án þess að velta þeim kostnaði út í verðlag, mætt nýrri reglubyrði og sinnt samfélagslegri ábyrgð. Undanfarin ár hafa íslensk fyrirtæki mætt þessari áskorun samfélagsins af myndarbrag. Ekki virðist sem samsvarandi pressa sé á rekstur hins opinbera. Fjölgun ríkisstofnana er yfirvofandi og umbætur eða tilraunir til aukinnar skilvirkni fara ekki hátt. Rafræn þjónusta hins opinbera er almennt langt undir þeim löndum sem við berum okkur saman við. Þegar harðnar á dalnum og hagvöxtur léttir ekki lengur undir með atvinnurekendum á móti kröfum hins opinbera um nýja eða hærri skattstofna, íþyngjandi regluverki eða kröfum um hærri laun verður byrðin óbærileg. Í slíkum aðstæðum verður eitthvað undan að láta, oftast verðlag eða atvinnustig. Því hefði það ekki átt að koma á óvart þegar fréttir bárust af uppsögnum fyrr á árinu.Hvað er til ráða þegar harðnar á dalnum? Í fyrsta lagi má horfa til fjármálakerfisins en í haust hefur á annað hundrað manns verið sagt upp í stóru bönkunum. Sú sársaukafulla aðgerð skilar 1,3 milljarða króna hagræðingu. Aftur á móti greiðir bankinn um 5 milljarða króna á ári í sértæka skatta og vegur þar bankaskattur þyngst. Það má því velta fyrir sér hvort framangreindar hagræðingaraðgerðir hefðu verið nauðsynlegar ef bankaskattsins nyti ekki við. Vissulega stendur til að lækka skattinn lítillega á næsta ári en það hefði þurft að byrja fyrr og lækka hann meira en stendur til. Í öðru lagi er hægt að horfa til tryggingagjaldsins sem hefur verið í hæstu hæðum alla uppsveifluna þrátt fyrir að atvinnuleysi væri í lægstu lægðum. Fyrst svo var þá hlýtur að vera hægt að draga þá ályktun að stjórnvöld telji tryggingagjaldið eiga að leggjast á móti hagsveiflunni. Í þessu tilviki hefur verið boðað í fjárlögum að gjaldið skuli lækkað lítillega, en aftur er það lítið og of seint. Gjaldið leggst þyngst á fyrirtæki í ferðaþjónustu og hugvitsdrifna starfsemi þar sem ein mestu tækifærin til aukins hagvaxtar er að finna. Með því að lækka hinn almenna hluta tryggingagjaldsins til samræmis við það sem það var á árunum 2007-2011 mætti draga úr álögum hins opinbera á fyrirtæki um 5,8 milljarða. Í þriðja lagi er hægt að líta til fasteignagjalda sveitarfélaganna sem eru hærri fyrir fyrirtæki en einstaklinga og opinberar stofnanir. Þar hafa litlar lækkanir á skatthlutföllum orðið á síðustu árum þrátt fyrir afar kröftuga uppsveiflu og nánast fordæmalausar húsnæðisverðshækkanir. Viðskiptaráð áætlaði í fyrra að árleg skattheimta sveitarfélaga hefði aukist um 6,1 milljarð króna vegna húsnæðisverðshækkana. Þetta verður að teljast hvort tveggja óábyrgt og óásættanlegt enda afar ólíklegt að vænta megi lækkana á fasteignagjöldum í niðursveiflunni. Framangreindir skattar hafa ekki úrslitaáhrif á framgang hagsveiflunnar. Lækkun skatta á borð við þá þrjá sem hér eru nefndir getur hins vegar aukið viðnámsþrótt fyrirtækja þegar harðnar á dalnum. Stjórnvöld virðast hins vegar ekki hafa áhuga á að skapa almennilegt andrými fyrir atvinnulífið í landinu, heldur þrengja að því með einni hæstu skattlagningu í heimi. Það eru einfaldlega mikil vonbrigði og ekki til farsældar fallið fyrir land og þjóð.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun