Að kafna úr sköttum Ásta S. Fjeldsted skrifar 17. október 2019 08:00 Hvort kalla megi það sérstakt listform stjórnmálanna, að kreista sífellt fleiri krónur út úr atvinnulífinu án þess þó að gera alveg út af við fyrirtækin í landinu, skal látið liggja milli hluta, en ljóst er að samhliða vexti hagkerfisins undanfarna tvo áratugi hefur ríkið sótt sér hlutfallslega sífellt fleiri krónur úr vasa skattgreiðenda. Hið opinbera hefur verið afkastameira en heimili og fyrirtæki landsins við að auka tekjur sínar á þessu tímabili, en frá árinu 1997 hefur skattheimta sem hlutfall af landsframleiðslu hækkað um fimm prósentustig og farið úr því að vera sú áttunda hæsta meðal OECD-ríkjanna upp í að vera sú önnur hæsta. Fyrirtæki landsins hafa vissulega fundið fyrir þessu.Fyrirtækin mætt álögum með myndarbrag Á hverju ári gefur Viðskiptaráð út yfirlit yfir skattbreytingar. Í hverri einustu samantekt frá árinu 2008 hefur fjöldi skattahækkana verið meiri en lækkana – að jafnaði þrjár hækkanir fyrir hverja lækkun. Á uppgangstímum eru háir og síhækkandi skattar að sönnu íþyngjandi byrði í atvinnurekstri en ef til vill bærilegri fyrir þær sakir að efnahagsumsvif aukast, veltan eykst og auðveldara er að takast á við aukinn kostnað. Auk hærri skatta þykir jafnan sjálfsögð og eðlileg krafa að fyrirtæki geti sífellt hækkað laun án þess að velta þeim kostnaði út í verðlag, mætt nýrri reglubyrði og sinnt samfélagslegri ábyrgð. Undanfarin ár hafa íslensk fyrirtæki mætt þessari áskorun samfélagsins af myndarbrag. Ekki virðist sem samsvarandi pressa sé á rekstur hins opinbera. Fjölgun ríkisstofnana er yfirvofandi og umbætur eða tilraunir til aukinnar skilvirkni fara ekki hátt. Rafræn þjónusta hins opinbera er almennt langt undir þeim löndum sem við berum okkur saman við. Þegar harðnar á dalnum og hagvöxtur léttir ekki lengur undir með atvinnurekendum á móti kröfum hins opinbera um nýja eða hærri skattstofna, íþyngjandi regluverki eða kröfum um hærri laun verður byrðin óbærileg. Í slíkum aðstæðum verður eitthvað undan að láta, oftast verðlag eða atvinnustig. Því hefði það ekki átt að koma á óvart þegar fréttir bárust af uppsögnum fyrr á árinu.Hvað er til ráða þegar harðnar á dalnum? Í fyrsta lagi má horfa til fjármálakerfisins en í haust hefur á annað hundrað manns verið sagt upp í stóru bönkunum. Sú sársaukafulla aðgerð skilar 1,3 milljarða króna hagræðingu. Aftur á móti greiðir bankinn um 5 milljarða króna á ári í sértæka skatta og vegur þar bankaskattur þyngst. Það má því velta fyrir sér hvort framangreindar hagræðingaraðgerðir hefðu verið nauðsynlegar ef bankaskattsins nyti ekki við. Vissulega stendur til að lækka skattinn lítillega á næsta ári en það hefði þurft að byrja fyrr og lækka hann meira en stendur til. Í öðru lagi er hægt að horfa til tryggingagjaldsins sem hefur verið í hæstu hæðum alla uppsveifluna þrátt fyrir að atvinnuleysi væri í lægstu lægðum. Fyrst svo var þá hlýtur að vera hægt að draga þá ályktun að stjórnvöld telji tryggingagjaldið eiga að leggjast á móti hagsveiflunni. Í þessu tilviki hefur verið boðað í fjárlögum að gjaldið skuli lækkað lítillega, en aftur er það lítið og of seint. Gjaldið leggst þyngst á fyrirtæki í ferðaþjónustu og hugvitsdrifna starfsemi þar sem ein mestu tækifærin til aukins hagvaxtar er að finna. Með því að lækka hinn almenna hluta tryggingagjaldsins til samræmis við það sem það var á árunum 2007-2011 mætti draga úr álögum hins opinbera á fyrirtæki um 5,8 milljarða. Í þriðja lagi er hægt að líta til fasteignagjalda sveitarfélaganna sem eru hærri fyrir fyrirtæki en einstaklinga og opinberar stofnanir. Þar hafa litlar lækkanir á skatthlutföllum orðið á síðustu árum þrátt fyrir afar kröftuga uppsveiflu og nánast fordæmalausar húsnæðisverðshækkanir. Viðskiptaráð áætlaði í fyrra að árleg skattheimta sveitarfélaga hefði aukist um 6,1 milljarð króna vegna húsnæðisverðshækkana. Þetta verður að teljast hvort tveggja óábyrgt og óásættanlegt enda afar ólíklegt að vænta megi lækkana á fasteignagjöldum í niðursveiflunni. Framangreindir skattar hafa ekki úrslitaáhrif á framgang hagsveiflunnar. Lækkun skatta á borð við þá þrjá sem hér eru nefndir getur hins vegar aukið viðnámsþrótt fyrirtækja þegar harðnar á dalnum. Stjórnvöld virðast hins vegar ekki hafa áhuga á að skapa almennilegt andrými fyrir atvinnulífið í landinu, heldur þrengja að því með einni hæstu skattlagningu í heimi. Það eru einfaldlega mikil vonbrigði og ekki til farsældar fallið fyrir land og þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta S. Fjeldsted Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvort kalla megi það sérstakt listform stjórnmálanna, að kreista sífellt fleiri krónur út úr atvinnulífinu án þess þó að gera alveg út af við fyrirtækin í landinu, skal látið liggja milli hluta, en ljóst er að samhliða vexti hagkerfisins undanfarna tvo áratugi hefur ríkið sótt sér hlutfallslega sífellt fleiri krónur úr vasa skattgreiðenda. Hið opinbera hefur verið afkastameira en heimili og fyrirtæki landsins við að auka tekjur sínar á þessu tímabili, en frá árinu 1997 hefur skattheimta sem hlutfall af landsframleiðslu hækkað um fimm prósentustig og farið úr því að vera sú áttunda hæsta meðal OECD-ríkjanna upp í að vera sú önnur hæsta. Fyrirtæki landsins hafa vissulega fundið fyrir þessu.Fyrirtækin mætt álögum með myndarbrag Á hverju ári gefur Viðskiptaráð út yfirlit yfir skattbreytingar. Í hverri einustu samantekt frá árinu 2008 hefur fjöldi skattahækkana verið meiri en lækkana – að jafnaði þrjár hækkanir fyrir hverja lækkun. Á uppgangstímum eru háir og síhækkandi skattar að sönnu íþyngjandi byrði í atvinnurekstri en ef til vill bærilegri fyrir þær sakir að efnahagsumsvif aukast, veltan eykst og auðveldara er að takast á við aukinn kostnað. Auk hærri skatta þykir jafnan sjálfsögð og eðlileg krafa að fyrirtæki geti sífellt hækkað laun án þess að velta þeim kostnaði út í verðlag, mætt nýrri reglubyrði og sinnt samfélagslegri ábyrgð. Undanfarin ár hafa íslensk fyrirtæki mætt þessari áskorun samfélagsins af myndarbrag. Ekki virðist sem samsvarandi pressa sé á rekstur hins opinbera. Fjölgun ríkisstofnana er yfirvofandi og umbætur eða tilraunir til aukinnar skilvirkni fara ekki hátt. Rafræn þjónusta hins opinbera er almennt langt undir þeim löndum sem við berum okkur saman við. Þegar harðnar á dalnum og hagvöxtur léttir ekki lengur undir með atvinnurekendum á móti kröfum hins opinbera um nýja eða hærri skattstofna, íþyngjandi regluverki eða kröfum um hærri laun verður byrðin óbærileg. Í slíkum aðstæðum verður eitthvað undan að láta, oftast verðlag eða atvinnustig. Því hefði það ekki átt að koma á óvart þegar fréttir bárust af uppsögnum fyrr á árinu.Hvað er til ráða þegar harðnar á dalnum? Í fyrsta lagi má horfa til fjármálakerfisins en í haust hefur á annað hundrað manns verið sagt upp í stóru bönkunum. Sú sársaukafulla aðgerð skilar 1,3 milljarða króna hagræðingu. Aftur á móti greiðir bankinn um 5 milljarða króna á ári í sértæka skatta og vegur þar bankaskattur þyngst. Það má því velta fyrir sér hvort framangreindar hagræðingaraðgerðir hefðu verið nauðsynlegar ef bankaskattsins nyti ekki við. Vissulega stendur til að lækka skattinn lítillega á næsta ári en það hefði þurft að byrja fyrr og lækka hann meira en stendur til. Í öðru lagi er hægt að horfa til tryggingagjaldsins sem hefur verið í hæstu hæðum alla uppsveifluna þrátt fyrir að atvinnuleysi væri í lægstu lægðum. Fyrst svo var þá hlýtur að vera hægt að draga þá ályktun að stjórnvöld telji tryggingagjaldið eiga að leggjast á móti hagsveiflunni. Í þessu tilviki hefur verið boðað í fjárlögum að gjaldið skuli lækkað lítillega, en aftur er það lítið og of seint. Gjaldið leggst þyngst á fyrirtæki í ferðaþjónustu og hugvitsdrifna starfsemi þar sem ein mestu tækifærin til aukins hagvaxtar er að finna. Með því að lækka hinn almenna hluta tryggingagjaldsins til samræmis við það sem það var á árunum 2007-2011 mætti draga úr álögum hins opinbera á fyrirtæki um 5,8 milljarða. Í þriðja lagi er hægt að líta til fasteignagjalda sveitarfélaganna sem eru hærri fyrir fyrirtæki en einstaklinga og opinberar stofnanir. Þar hafa litlar lækkanir á skatthlutföllum orðið á síðustu árum þrátt fyrir afar kröftuga uppsveiflu og nánast fordæmalausar húsnæðisverðshækkanir. Viðskiptaráð áætlaði í fyrra að árleg skattheimta sveitarfélaga hefði aukist um 6,1 milljarð króna vegna húsnæðisverðshækkana. Þetta verður að teljast hvort tveggja óábyrgt og óásættanlegt enda afar ólíklegt að vænta megi lækkana á fasteignagjöldum í niðursveiflunni. Framangreindir skattar hafa ekki úrslitaáhrif á framgang hagsveiflunnar. Lækkun skatta á borð við þá þrjá sem hér eru nefndir getur hins vegar aukið viðnámsþrótt fyrirtækja þegar harðnar á dalnum. Stjórnvöld virðast hins vegar ekki hafa áhuga á að skapa almennilegt andrými fyrir atvinnulífið í landinu, heldur þrengja að því með einni hæstu skattlagningu í heimi. Það eru einfaldlega mikil vonbrigði og ekki til farsældar fallið fyrir land og þjóð.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun