Bandaríkin vilja Ísland á gráan lista Björn Þorfinnsson skrifar 17. október 2019 07:30 Heimildir Fréttablaðsins herma að Ísland njóti fulls stuðnings Evrópusambandsins á fundinum. Vísir/getty Margt bendir til þess að í lok vikunnar muni Ísland lenda á gráum lista þjóða sem ekki hafi gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Listinn er á vegum alþjóðlega framkvæmdahópsins FATF en í þessari viku hefur staðið yfir mikilvægur fundur samtakanna í París. Fulltrúar 205 þjóða auk fulltrúa mikilvægra alþjóðasamtaka sækja fundinn og mun draga til tíðinda um stöðu Íslands á föstudaginn. Þá verður meðal annars rætt um stöðu þjóða sem skapa áhættu í fjármálakerfi heimsins, landa á borð við Íran, Pakistan og Ísland. Ef Ísland lendir á gráa listanum yrði það á sama stalli og lönd eins og Afganistan, Jemen, Írak og Úganda. Enn neðar, á svörtum lista, er til dæmis Norður-Kórea. Heimildir Fréttablaðsins herma að Ísland njóti fulls stuðnings Evrópusambandsins á fundinum og flestra ríkja þess. Sambandið vilji ekki að EES-land lendi á listanum. Það skapi víðtæk vandamál og verði engum til gagns. Bandaríkin og Bretland eru hins vegar í hópi þjóða sem vilja að Ísland verði sett á listann. Þessi lönd telji að mikilvægt sé að skapa fordæmi um að tekið sé hart á þessari alvarlegu vá sem peningaþvætti er. Aðgerðir íslenskra stjórnvalda hafi gengið hægt fyrir sig og því gefist kjörið tækifæri til þess skapa sterkt fordæmi, eins konar víti til varnaðar, með því að setja Ísland á listann. Landið sé lítið og kostnaðurinn því, í stóru alþjóðlegu samhengi, lítill. Heimildarmenn Fréttablaðsins segja að staðan sem komin er upp sé áfellisdómur yfir íslenskri stjórnsýslu. Ítrekað haf i verið varað við í hvað stefndi en viðbrögðin hafi verið allt of hæg til þessa. Of snemmt er að fullyrða hver skaðinn verður ef Ísland endar á listanum. Ljóst er að um orðsporshnekki verður að ræða en síðan má reikna með því að erfiðara verði fyrir ný íslensk fyrirtæki, sem og einstaklinga, að stofna til viðskipta erlendis. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Fljótum sofandi á gráan lista yfir lönd hvar peningaþvætti er stundað í stórum stíl Haldlítil fróm fyrirheit um baráttu gegn skattaskjólum í stjórnarsáttmála. 10. október 2019 10:45 Yrðu mikil vonbrigði að lenda á gráum lista Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir ekki gott að lenda á gráum lista FATF. Erfitt sé að leggja mat á áhrifin sem það geti haft. Fulltrúar funduðu með FATF í síðustu viku til að reyna að beina málinu í betri farveg. 10. október 2019 08:00 Orðspor landsins gæti skaðast Ef Ísland fer á gráan lista FATF er mikilvægt að stjórnvöld bregðist rétt við að sögn sérfræðinga í vörnum gegn peningaþvætti. Erfiðara að stofna til nýrra viðskipta erlendis. Orðsporið gæti beðið hnekki. 16. október 2019 07:30 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Margt bendir til þess að í lok vikunnar muni Ísland lenda á gráum lista þjóða sem ekki hafi gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Listinn er á vegum alþjóðlega framkvæmdahópsins FATF en í þessari viku hefur staðið yfir mikilvægur fundur samtakanna í París. Fulltrúar 205 þjóða auk fulltrúa mikilvægra alþjóðasamtaka sækja fundinn og mun draga til tíðinda um stöðu Íslands á föstudaginn. Þá verður meðal annars rætt um stöðu þjóða sem skapa áhættu í fjármálakerfi heimsins, landa á borð við Íran, Pakistan og Ísland. Ef Ísland lendir á gráa listanum yrði það á sama stalli og lönd eins og Afganistan, Jemen, Írak og Úganda. Enn neðar, á svörtum lista, er til dæmis Norður-Kórea. Heimildir Fréttablaðsins herma að Ísland njóti fulls stuðnings Evrópusambandsins á fundinum og flestra ríkja þess. Sambandið vilji ekki að EES-land lendi á listanum. Það skapi víðtæk vandamál og verði engum til gagns. Bandaríkin og Bretland eru hins vegar í hópi þjóða sem vilja að Ísland verði sett á listann. Þessi lönd telji að mikilvægt sé að skapa fordæmi um að tekið sé hart á þessari alvarlegu vá sem peningaþvætti er. Aðgerðir íslenskra stjórnvalda hafi gengið hægt fyrir sig og því gefist kjörið tækifæri til þess skapa sterkt fordæmi, eins konar víti til varnaðar, með því að setja Ísland á listann. Landið sé lítið og kostnaðurinn því, í stóru alþjóðlegu samhengi, lítill. Heimildarmenn Fréttablaðsins segja að staðan sem komin er upp sé áfellisdómur yfir íslenskri stjórnsýslu. Ítrekað haf i verið varað við í hvað stefndi en viðbrögðin hafi verið allt of hæg til þessa. Of snemmt er að fullyrða hver skaðinn verður ef Ísland endar á listanum. Ljóst er að um orðsporshnekki verður að ræða en síðan má reikna með því að erfiðara verði fyrir ný íslensk fyrirtæki, sem og einstaklinga, að stofna til viðskipta erlendis.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Fljótum sofandi á gráan lista yfir lönd hvar peningaþvætti er stundað í stórum stíl Haldlítil fróm fyrirheit um baráttu gegn skattaskjólum í stjórnarsáttmála. 10. október 2019 10:45 Yrðu mikil vonbrigði að lenda á gráum lista Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir ekki gott að lenda á gráum lista FATF. Erfitt sé að leggja mat á áhrifin sem það geti haft. Fulltrúar funduðu með FATF í síðustu viku til að reyna að beina málinu í betri farveg. 10. október 2019 08:00 Orðspor landsins gæti skaðast Ef Ísland fer á gráan lista FATF er mikilvægt að stjórnvöld bregðist rétt við að sögn sérfræðinga í vörnum gegn peningaþvætti. Erfiðara að stofna til nýrra viðskipta erlendis. Orðsporið gæti beðið hnekki. 16. október 2019 07:30 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Fljótum sofandi á gráan lista yfir lönd hvar peningaþvætti er stundað í stórum stíl Haldlítil fróm fyrirheit um baráttu gegn skattaskjólum í stjórnarsáttmála. 10. október 2019 10:45
Yrðu mikil vonbrigði að lenda á gráum lista Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir ekki gott að lenda á gráum lista FATF. Erfitt sé að leggja mat á áhrifin sem það geti haft. Fulltrúar funduðu með FATF í síðustu viku til að reyna að beina málinu í betri farveg. 10. október 2019 08:00
Orðspor landsins gæti skaðast Ef Ísland fer á gráan lista FATF er mikilvægt að stjórnvöld bregðist rétt við að sögn sérfræðinga í vörnum gegn peningaþvætti. Erfiðara að stofna til nýrra viðskipta erlendis. Orðsporið gæti beðið hnekki. 16. október 2019 07:30