Myndin með Katrínu Tönju og heimsmeistaranum frumsýnd á kvikmyndahátíð í nóvember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2019 09:30 Veggspjald myndarinnar með þær Katrínu Tönju Davíðsdóttur, Tiu-Clair Toomey og Brooke Wells. Mynd/Instagram Það vakti talsverða athygli í Crossfit heiminum í sumar þegar tvær af stærstu Crossfit konum heimsins, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Tia-Clair Toomey, hættu hjá Reebok og færðu sig yfir til NOBULL. Katrín Tanja fór fyrst yfir en Tia-Clair Toomey fylgdi síðan í kjölfarið. Fyrir hjá NOBULL var Brooke Wells sem er líka hjá Ben Bergeron eins og Katrín Tanja. Þessar þrjár eru síðan í aðalhlutverki í nýrri heimildarmynd á vegum NOBULL sem leggur mikið upp úr að kynna vel nýju risastjörnurnar sínar. Katrín Tanja varð fyrsta konan í sögu CrossFit til að vinna heimsleikana tvö ár í röð en í bæði skiptin lenti Tia-Clair Toomey í öðru sæti. Tia-Clair Toomey vann loksins 2017 og hefur haldið titlinum síðan. Toomey varð fyrsta konan til að vinna þrjú ár í röð fyrr á þessu ári. Þær Katrín og Toomey eru því einu konurnar sem hafa getað kallað sig þá hraustustu í CrossFit heiminum undanfarin fimm ár. Katrín Tanja lét vita af frumsýningardeginum á Instagram en þessi athyglisverða heimildarmynd um þær Katrínu, Toomey og Wells verður frumsýnd á Fitness Film Festival í Brooklyn í New York 23. nóvember næstkomandi. View this post on Instagram11.23.19 We were working on something pretty special in Austria! Can’t wait to share it with you at the NY Fitness Film festival in Nov! // @fitnessfilmfestival #FitnessFilmFestival A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Oct 13, 2019 at 5:16pm PDT Myndin ber nafnið „Who I’ve Always Been“ eða „Sú sem ég hef alltaf verið“ og fjallar um ferðalag þeirra þriggja í CrossFit og hvernig þeim tókst að ná svo langt í íþróttinni sinni. Í kynningu á myndinni tala þær þrjár um að ferðalag þeirra hafi hafist löngu áður en aðdáendur þeirra fóru að fylgjast með þeim. Það þurfti stífar æfingar og miklar fórnir til að komast í hóp þeirra bestu og fá tækifæri til að keppa á heimsleikunum í fyrsta sinn. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr myndinni en þar má sjá þær Katrínu, Toomey og Wells í fjallgöngu í Ölpunum. CrossFit Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Einkunnir strákanna á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Sjá meira
Það vakti talsverða athygli í Crossfit heiminum í sumar þegar tvær af stærstu Crossfit konum heimsins, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Tia-Clair Toomey, hættu hjá Reebok og færðu sig yfir til NOBULL. Katrín Tanja fór fyrst yfir en Tia-Clair Toomey fylgdi síðan í kjölfarið. Fyrir hjá NOBULL var Brooke Wells sem er líka hjá Ben Bergeron eins og Katrín Tanja. Þessar þrjár eru síðan í aðalhlutverki í nýrri heimildarmynd á vegum NOBULL sem leggur mikið upp úr að kynna vel nýju risastjörnurnar sínar. Katrín Tanja varð fyrsta konan í sögu CrossFit til að vinna heimsleikana tvö ár í röð en í bæði skiptin lenti Tia-Clair Toomey í öðru sæti. Tia-Clair Toomey vann loksins 2017 og hefur haldið titlinum síðan. Toomey varð fyrsta konan til að vinna þrjú ár í röð fyrr á þessu ári. Þær Katrín og Toomey eru því einu konurnar sem hafa getað kallað sig þá hraustustu í CrossFit heiminum undanfarin fimm ár. Katrín Tanja lét vita af frumsýningardeginum á Instagram en þessi athyglisverða heimildarmynd um þær Katrínu, Toomey og Wells verður frumsýnd á Fitness Film Festival í Brooklyn í New York 23. nóvember næstkomandi. View this post on Instagram11.23.19 We were working on something pretty special in Austria! Can’t wait to share it with you at the NY Fitness Film festival in Nov! // @fitnessfilmfestival #FitnessFilmFestival A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Oct 13, 2019 at 5:16pm PDT Myndin ber nafnið „Who I’ve Always Been“ eða „Sú sem ég hef alltaf verið“ og fjallar um ferðalag þeirra þriggja í CrossFit og hvernig þeim tókst að ná svo langt í íþróttinni sinni. Í kynningu á myndinni tala þær þrjár um að ferðalag þeirra hafi hafist löngu áður en aðdáendur þeirra fóru að fylgjast með þeim. Það þurfti stífar æfingar og miklar fórnir til að komast í hóp þeirra bestu og fá tækifæri til að keppa á heimsleikunum í fyrsta sinn. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr myndinni en þar má sjá þær Katrínu, Toomey og Wells í fjallgöngu í Ölpunum.
CrossFit Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Einkunnir strákanna á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Sjá meira