Hreyfing lengir lífið Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 18. október 2019 08:00 Það er mikilvægt að hreyfa sig reglulega á efri árum. NORDICPHOTOS/GETTY Ávinningur eldra fólks af hreyfingu er margs konar. Hreyfing eykur styrk og stuðlar að því að fólk haldi sjálfstæði sínu lengur. Hreyfing bætir jafnvægið og kemur þannig í veg fyrir að fólk detti og beinbrotni. Hreyfing gefur fólki aukna orku, hún léttir lundina og hjálpar gegn þunglyndi og kvíða. Hreyfing getur seinkað eða komið í veg fyrir sjúkdóma eins og hjartasjúkdóma, sykursýki og beinþynningu. Hreyfing getur einnig bætt heilastarfsemina. Hreyfing er í góðu lagi fyrir langflest eldra fólk. Jafnvel fólk með langvinna sjúkdóma eins og hjartasjúkdóma, háan blóðþrýsting, sykursýki og gigt getur stundað æfingar svo lengi sem þær eru miðaðar við getu hvers og eins. Æfingar geta í raun bætt marga þessara sjúkdóma. Fólk ætti þó alltaf að leita ráða hjá lækni sé það óöruggt með að fara af stað. Æfingar geta verið þolæfingar, styrktaræfingar, jafnvægisæfingar og teygjuæfingar. Það er mikilvægt að þjálfa alla þessa þætti. Þolæfingar eru til dæmis göngutúrar, skokk, dans, sund, hjólatúrar, boltaíþróttir, að ganga upp tröppur eða bara garðvinna eins og að slá grasið. Styrktaræfingar geta til dæmis verið að lyfta lóðum, eða nota æfingateygjur til að þjálfa vöðvana. Þá er líka hægt að nota eigin líkamsþyngd við styrktaræfingar eins og þegar gerðar eru armbeygjur og kviðæfingar. Góðar jafnvægisæfingar geta verið að standa á öðrum fæti, ganga eftir línu, eða jóga. Jóga er líka gott til að þjálfa liðleikann en einnig er til ógrynni af góðum teygjuæfingum. Flestar þessar æfingar er hægt að gera heima hjá sér eða úti við í nærumhverfinu svo fólk sem ekki vill stunda líkamsræktarstöðvar ætti ekki að láta það stoppa sig í að stunda reglulega æfingar. Eldra fólk ætti að miða við að stunda miðlungserfiða hreyfingu í að minnsta kosti 30 mínútur á dag. Hægt er að skipta tímanum upp í tvær til þrjár 10-15 mínútna æfingar yfir daginn. Með því að hreyfa sig lengur eða bæta við erfiðari hreyfingu má bæta heilsuna enn meira, því er ráðlagt að stunda einnig erfiða hreyfingu um það bil tvisvar í viku í tuttugu mínútur til hálftíma í senn. Þó er mikilvægt að ofreyna sig ekki. Þegar fólk er hætt að vinna skapast aukinn tími til líkamsræktar og það er um að gera að nýta hann. Nokkur einföld ráð til að bæta hreyfingu inn í daglega rútínu eru að fara upp tröppurnar í stað þess að nota lyftu. Leggja lengra frá áfangastað en vanalega og ganga. Labba eða hjóla styttri vegalengdir í stað þess að keyra. Ef fólk á hund er kjörið að fara með hann í göngutúra. Svo er hægt að gera léttar æfingar á sama tíma og horft er á sjónvarpið. Æfingar skila aðeins árangri ef þær láta þeim sem stunda þær líða vel. Eldra fólk sem er óvant hreyfingu ætti að byrja rólega og halda sig við hreyfingu sem það er öruggt með. Að byrja hægt kemur í veg fyrir meiðsli. Áður en farið er af stað í mikla reglulega hreyfingu er best að ráðfæra sig við lækni. Birtist í Fréttablaðinu Eldri borgarar Heilsa Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Fleiri fréttir „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda Sjá meira
Ávinningur eldra fólks af hreyfingu er margs konar. Hreyfing eykur styrk og stuðlar að því að fólk haldi sjálfstæði sínu lengur. Hreyfing bætir jafnvægið og kemur þannig í veg fyrir að fólk detti og beinbrotni. Hreyfing gefur fólki aukna orku, hún léttir lundina og hjálpar gegn þunglyndi og kvíða. Hreyfing getur seinkað eða komið í veg fyrir sjúkdóma eins og hjartasjúkdóma, sykursýki og beinþynningu. Hreyfing getur einnig bætt heilastarfsemina. Hreyfing er í góðu lagi fyrir langflest eldra fólk. Jafnvel fólk með langvinna sjúkdóma eins og hjartasjúkdóma, háan blóðþrýsting, sykursýki og gigt getur stundað æfingar svo lengi sem þær eru miðaðar við getu hvers og eins. Æfingar geta í raun bætt marga þessara sjúkdóma. Fólk ætti þó alltaf að leita ráða hjá lækni sé það óöruggt með að fara af stað. Æfingar geta verið þolæfingar, styrktaræfingar, jafnvægisæfingar og teygjuæfingar. Það er mikilvægt að þjálfa alla þessa þætti. Þolæfingar eru til dæmis göngutúrar, skokk, dans, sund, hjólatúrar, boltaíþróttir, að ganga upp tröppur eða bara garðvinna eins og að slá grasið. Styrktaræfingar geta til dæmis verið að lyfta lóðum, eða nota æfingateygjur til að þjálfa vöðvana. Þá er líka hægt að nota eigin líkamsþyngd við styrktaræfingar eins og þegar gerðar eru armbeygjur og kviðæfingar. Góðar jafnvægisæfingar geta verið að standa á öðrum fæti, ganga eftir línu, eða jóga. Jóga er líka gott til að þjálfa liðleikann en einnig er til ógrynni af góðum teygjuæfingum. Flestar þessar æfingar er hægt að gera heima hjá sér eða úti við í nærumhverfinu svo fólk sem ekki vill stunda líkamsræktarstöðvar ætti ekki að láta það stoppa sig í að stunda reglulega æfingar. Eldra fólk ætti að miða við að stunda miðlungserfiða hreyfingu í að minnsta kosti 30 mínútur á dag. Hægt er að skipta tímanum upp í tvær til þrjár 10-15 mínútna æfingar yfir daginn. Með því að hreyfa sig lengur eða bæta við erfiðari hreyfingu má bæta heilsuna enn meira, því er ráðlagt að stunda einnig erfiða hreyfingu um það bil tvisvar í viku í tuttugu mínútur til hálftíma í senn. Þó er mikilvægt að ofreyna sig ekki. Þegar fólk er hætt að vinna skapast aukinn tími til líkamsræktar og það er um að gera að nýta hann. Nokkur einföld ráð til að bæta hreyfingu inn í daglega rútínu eru að fara upp tröppurnar í stað þess að nota lyftu. Leggja lengra frá áfangastað en vanalega og ganga. Labba eða hjóla styttri vegalengdir í stað þess að keyra. Ef fólk á hund er kjörið að fara með hann í göngutúra. Svo er hægt að gera léttar æfingar á sama tíma og horft er á sjónvarpið. Æfingar skila aðeins árangri ef þær láta þeim sem stunda þær líða vel. Eldra fólk sem er óvant hreyfingu ætti að byrja rólega og halda sig við hreyfingu sem það er öruggt með. Að byrja hægt kemur í veg fyrir meiðsli. Áður en farið er af stað í mikla reglulega hreyfingu er best að ráðfæra sig við lækni.
Birtist í Fréttablaðinu Eldri borgarar Heilsa Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Fleiri fréttir „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning