Áfellisdómur yfir stjórnvöldum: Ísland á gráum lista Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. október 2019 18:20 Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir það áfellisdóm yfir ríkisstjórninni að Ísland skuli í dag hafa verið sett á gráan lista þjóða sem ekki hafi gripið til nægjanlegra varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Dómsmálaráðherra segir þetta vonbrigði en unnið sé að úrbótum þannig að Ísland fari af listanum á næsta ári. Íslensk stjórnvöld mótmæltu því að vera sett á listann á fundi aðildarríkja FAFT í vikunni. FAFT eða Financial Action Task Force er aðgerðahópur ríkja gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Hópurinn gefur jafnframt út svartan lista sem er öllu verri en sá grái sem Ísland er nú á en á gráa listanum eru ríki sem eru samvinnufús og aðgerðaráætlanir í farvegi. „Þetta er áfellisdómur yfir stjórnvöldum. Þetta getur valdið mjög miklu tjóni og ég hef áhyggjur af því að ráðherrar í ríkisstjórninni hafi ekki gert sér grein fyrir hvað þetta er alvarlegt. Bæði fyrir íslensk fjármálafyrirtæki en ekki síður fyrir íslensk fyrirtæki sem eru að hasla sér völl á erlendri grundu, eru í viðvarandi viðskiptasambandi ytra og þetta getur bara skaðað okkar hagsmuni verulega,“ segir Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar. „Maður bindur auðvitað vonir við það að þetta hafi ekki mikil áhrif þar sem skilaboðin frá FATF eru skýr að við erum að vinna að þessum atriðum sem að út af standa. Stjórnvöld og erlendir sérfræðingar hafa síðan reynt að leggja mat á hvaða áhrif þetta getur haft á stöðugleika og fyrirtæki og það mat virðist vera að það þurfi ekki að hafa mikil áhrif og við bindum vonir við að svo sé,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra segir það vonbrigði að Ísland sé komið á listann þar en mikið hafi þegar verið gert til að bæta úr þessum málum. „Við höfum unnið verulega hart síðan að allar þær athugasemdir komu í byrjun 2018 og unnið verulega mikið og þarft starf til að koma þessum reglum í lag og það eru auðvitað þannig að við viljum hafa þetta í lagi. En athugasemdir sem út af standa eru örfáar og afar veigalitlar að því leyti að þær eru allar komnar í farveg eins og segir í kynningu frá FATF og við munum auðvitað einhenda okkur í það að losna af þessum lista á fundum á næsta ári,“ segir Áslaug Arna. Vera Íslands á gráa listanum verður rædd á nefndafundum Alþingis eftir helgi. Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir það áfellisdóm yfir ríkisstjórninni að Ísland skuli í dag hafa verið sett á gráan lista þjóða sem ekki hafi gripið til nægjanlegra varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Dómsmálaráðherra segir þetta vonbrigði en unnið sé að úrbótum þannig að Ísland fari af listanum á næsta ári. Íslensk stjórnvöld mótmæltu því að vera sett á listann á fundi aðildarríkja FAFT í vikunni. FAFT eða Financial Action Task Force er aðgerðahópur ríkja gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Hópurinn gefur jafnframt út svartan lista sem er öllu verri en sá grái sem Ísland er nú á en á gráa listanum eru ríki sem eru samvinnufús og aðgerðaráætlanir í farvegi. „Þetta er áfellisdómur yfir stjórnvöldum. Þetta getur valdið mjög miklu tjóni og ég hef áhyggjur af því að ráðherrar í ríkisstjórninni hafi ekki gert sér grein fyrir hvað þetta er alvarlegt. Bæði fyrir íslensk fjármálafyrirtæki en ekki síður fyrir íslensk fyrirtæki sem eru að hasla sér völl á erlendri grundu, eru í viðvarandi viðskiptasambandi ytra og þetta getur bara skaðað okkar hagsmuni verulega,“ segir Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar. „Maður bindur auðvitað vonir við það að þetta hafi ekki mikil áhrif þar sem skilaboðin frá FATF eru skýr að við erum að vinna að þessum atriðum sem að út af standa. Stjórnvöld og erlendir sérfræðingar hafa síðan reynt að leggja mat á hvaða áhrif þetta getur haft á stöðugleika og fyrirtæki og það mat virðist vera að það þurfi ekki að hafa mikil áhrif og við bindum vonir við að svo sé,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra segir það vonbrigði að Ísland sé komið á listann þar en mikið hafi þegar verið gert til að bæta úr þessum málum. „Við höfum unnið verulega hart síðan að allar þær athugasemdir komu í byrjun 2018 og unnið verulega mikið og þarft starf til að koma þessum reglum í lag og það eru auðvitað þannig að við viljum hafa þetta í lagi. En athugasemdir sem út af standa eru örfáar og afar veigalitlar að því leyti að þær eru allar komnar í farveg eins og segir í kynningu frá FATF og við munum auðvitað einhenda okkur í það að losna af þessum lista á fundum á næsta ári,“ segir Áslaug Arna. Vera Íslands á gráa listanum verður rædd á nefndafundum Alþingis eftir helgi.
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira