Gefur orðum Klausturdólganna nýja vídd Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. október 2019 20:30 Forsætisráðherra segir sláandi hversu margar þingkonur hafi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi líkt og ný rannsókn sýnir. Ráðherrann ætlar að beita sér fyrir því að Alþingi taki málið til skoðunar. Stjórnsýslufræðingur sem vann rannsóknina segir hana gefa orðum Klausturdólganna alveg nýja vídd og sýni að konur hafi virkilega veikari stöðu en karlar í þinginu. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í nýrri bók sem gefin var út í dag og heitir Um Alþingi - Hver kennir kennaranum en höfundur hennar er Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Rannsóknin var gerð meðal starfandi þingkvenna og þeirra sem nýlega hafa hætt störfum á Alþingi. Um 80% þingkvenna sögðust hafa hafa orðið fyrir sálfræðilegu ofbeldi, 28% fyrir kynferðislegu ofbeldi, 24% fyrir líkamlegu ofbeldi og 21% sögðust hafa orðið fyrir efnahagslegu ofbeldi. „Það sem slær mig náttúrulega er að líkamlegt ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi og efnahagslegt skuli vera ívið meira en í Evrópu og það setur orð Klaustursdólgana, um að þeir veiti málum kvenna ekki framgöngu nema þeir fái þetta og þetta í staðin, það gefur þeim alveg nýja vídd. Vegna þess að mál kvenna verða síður að lögum en mál karla og þetta setur konur í það ljós að þær hafi virkilega veikari stöðu í þinginu en karlarnir,“ segir Haukur.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum í dag.Vísir/EinarKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að beita sér fyrir því að málið verði tekið upp á Alþingi. „Þetta eru auðvitað sláandi tölur og háar tölur. Ég held að það sé náttúrulega algjörlega nauðsynlegt að taka þetta til umræðu á vettvangi Alþingis,“ segir Katrín. Aðspurð um sína reynslu og annarra kvenna í kringum hana á þinginu segir Katrín kynbundna orðræðu vart fara fram hjá neinum. „Ég held að allar konur á Alþingi hafi upplifað þessa kynbundu orðræðu sem er svo áberandi. Að það er öðruvísi talað um karla og konur. Mjög margar hafi upplifað áreitni og síðan þessi háa tala um ofbeldi. Að sjálfsögðu hef ég orðið vör við þetta en eigi að síður finnst mér þessar tölur mjög háar,“ segir Katrín. Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Forsætisráðherra segir sláandi hversu margar þingkonur hafi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi líkt og ný rannsókn sýnir. Ráðherrann ætlar að beita sér fyrir því að Alþingi taki málið til skoðunar. Stjórnsýslufræðingur sem vann rannsóknina segir hana gefa orðum Klausturdólganna alveg nýja vídd og sýni að konur hafi virkilega veikari stöðu en karlar í þinginu. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í nýrri bók sem gefin var út í dag og heitir Um Alþingi - Hver kennir kennaranum en höfundur hennar er Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Rannsóknin var gerð meðal starfandi þingkvenna og þeirra sem nýlega hafa hætt störfum á Alþingi. Um 80% þingkvenna sögðust hafa hafa orðið fyrir sálfræðilegu ofbeldi, 28% fyrir kynferðislegu ofbeldi, 24% fyrir líkamlegu ofbeldi og 21% sögðust hafa orðið fyrir efnahagslegu ofbeldi. „Það sem slær mig náttúrulega er að líkamlegt ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi og efnahagslegt skuli vera ívið meira en í Evrópu og það setur orð Klaustursdólgana, um að þeir veiti málum kvenna ekki framgöngu nema þeir fái þetta og þetta í staðin, það gefur þeim alveg nýja vídd. Vegna þess að mál kvenna verða síður að lögum en mál karla og þetta setur konur í það ljós að þær hafi virkilega veikari stöðu í þinginu en karlarnir,“ segir Haukur.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum í dag.Vísir/EinarKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að beita sér fyrir því að málið verði tekið upp á Alþingi. „Þetta eru auðvitað sláandi tölur og háar tölur. Ég held að það sé náttúrulega algjörlega nauðsynlegt að taka þetta til umræðu á vettvangi Alþingis,“ segir Katrín. Aðspurð um sína reynslu og annarra kvenna í kringum hana á þinginu segir Katrín kynbundna orðræðu vart fara fram hjá neinum. „Ég held að allar konur á Alþingi hafi upplifað þessa kynbundu orðræðu sem er svo áberandi. Að það er öðruvísi talað um karla og konur. Mjög margar hafi upplifað áreitni og síðan þessi háa tala um ofbeldi. Að sjálfsögðu hef ég orðið vör við þetta en eigi að síður finnst mér þessar tölur mjög háar,“ segir Katrín.
Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira