„Þetta er ekki vopnahlé“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. október 2019 22:00 Íslenskur Kúrdi segir hérlend stjórnvöld geta gert miklu betur í að vekja athygli á bágri stöðu Kúrda í Sýrlandi eftir innrás Tyrkja. Vopnahlé sé virt að vettugi og það sé þyngra en tárum taki að fylgjast með framvindunni úr fjarska. Samtökin Ísland-Kúrdistan stóðu fyrir mótmælum í miðborg Reykjavíkur í dag til að sýna samstöðu með Kúrdum í Sýrlandi. „Við erum að koma hingað til að vekja athygli á málinu í Rojava, við erum að vekja athygli á fasisma og við erum að fordæma aðgerðir Erdogan,“ segir Lenya Rún Anwar Faraj. Erdogan Tyrklandsforseti féllst á bón Bandaríkjastjórnar í fyrradag um að gera 120 klukkustunda vopnahlé í norðausturhluta Sýrlands. Ætlast var til þess að hersveitir Kúrda yfirgæfu í millitíðinni það svæði sem Tyrkir hafa skilgreint sem sérstakt öryggissvæði. Í dag hafa borist fréttir af því að vopnahléið sé ekki virt en það hefur fréttastofa CNN til að mynda eftir tveimur bandarískum embættismönnum. „Þetta er ekki vopnahlé. Það er ekki verið að virða vopnahléið og þetta er þannig að Kúrdar, þau hafa 120 klukkutíma til að hörfa frá svæðinu og Tyrkland má þá bara eiga það. Það eru kúrdískir borgarar ennþá þarna inni særðir, það er ennþá verið að ráðast á þá. Það er ekkert sérstakt við þetta vopnahlé,“ segir Lenya. Hvernig finnst þér að fylgjast með fréttum af svæðinu héðan frá Íslandi? „Mér líður eins og það væri svo miklu meira sem að ég gæti gert. Þetta náttúrlega bara brýtur í mér hjartað og annarra Kúrda líka. Við erum svo hjálplaus eitthvað og máttlaus, getum ekki gert neitt,“ segir Lenya. Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt innrás Tyrkja og lýst áhyggjum af stöðunni við Bandaríkjastjórn. „Þau gætu tekið það fram að við séum í NATO og notað það til einhvers góð. Það er svo mikið sem íslensk stjórnvöld gætu gert betur, gefið þessu meiri umfjöllun til dæmis,“ segir Lenya.Vísir/Elín Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Reykjavík Sýrland Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir SÞ ítreka ákall um vopnahlé í Sýrlandi Sameinuðu þjóðirnar ítrekuðu í dag ákall sitt um vopnahlé í Sýrlandi. Forseti Tyrklands vill ekki semja við Kúrda og krefst þess að þeir leggi niður vopn sín í kvöld. 16. október 2019 19:00 Neyðarsöfnun fyrir Sýrland hafin af hálfu Rauða krossins á Íslandi Talið er að 11,7 milljónir manna þurfi á mannúðaraðstoð að halda í Sýrlandi vegna harðnandi átaka. Rauði krossinn hefur hafið neyðarsöfnun. Almennir borgara líða mest fyrir átökin, helmingur íbúa hefur yfirgefið heimili sín og ýmist flúið innan Sýrlands eða til annarra landa í leit að öryggi. 17. október 2019 10:15 Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. 17. október 2019 16:09 Erdogan samþykkir að leggja niður vopnin tímabundið Forseti Tyrklands féllst á bón varaforseta og utanríkisráðherra Bandaríkjanna um að gera hlé á innrás sinni í norðausturhluta Sýrlands í kvöld. Vopnahlé verður í 120 klukkustundir og er ætlast til þess að hersveitir Kúrda yfirgefi það svæði við landamæri ríkjanna sem Tyrkir hafa útnefnt öruggt. 17. október 2019 18:30 Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Íslenskur Kúrdi segir hérlend stjórnvöld geta gert miklu betur í að vekja athygli á bágri stöðu Kúrda í Sýrlandi eftir innrás Tyrkja. Vopnahlé sé virt að vettugi og það sé þyngra en tárum taki að fylgjast með framvindunni úr fjarska. Samtökin Ísland-Kúrdistan stóðu fyrir mótmælum í miðborg Reykjavíkur í dag til að sýna samstöðu með Kúrdum í Sýrlandi. „Við erum að koma hingað til að vekja athygli á málinu í Rojava, við erum að vekja athygli á fasisma og við erum að fordæma aðgerðir Erdogan,“ segir Lenya Rún Anwar Faraj. Erdogan Tyrklandsforseti féllst á bón Bandaríkjastjórnar í fyrradag um að gera 120 klukkustunda vopnahlé í norðausturhluta Sýrlands. Ætlast var til þess að hersveitir Kúrda yfirgæfu í millitíðinni það svæði sem Tyrkir hafa skilgreint sem sérstakt öryggissvæði. Í dag hafa borist fréttir af því að vopnahléið sé ekki virt en það hefur fréttastofa CNN til að mynda eftir tveimur bandarískum embættismönnum. „Þetta er ekki vopnahlé. Það er ekki verið að virða vopnahléið og þetta er þannig að Kúrdar, þau hafa 120 klukkutíma til að hörfa frá svæðinu og Tyrkland má þá bara eiga það. Það eru kúrdískir borgarar ennþá þarna inni særðir, það er ennþá verið að ráðast á þá. Það er ekkert sérstakt við þetta vopnahlé,“ segir Lenya. Hvernig finnst þér að fylgjast með fréttum af svæðinu héðan frá Íslandi? „Mér líður eins og það væri svo miklu meira sem að ég gæti gert. Þetta náttúrlega bara brýtur í mér hjartað og annarra Kúrda líka. Við erum svo hjálplaus eitthvað og máttlaus, getum ekki gert neitt,“ segir Lenya. Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt innrás Tyrkja og lýst áhyggjum af stöðunni við Bandaríkjastjórn. „Þau gætu tekið það fram að við séum í NATO og notað það til einhvers góð. Það er svo mikið sem íslensk stjórnvöld gætu gert betur, gefið þessu meiri umfjöllun til dæmis,“ segir Lenya.Vísir/Elín
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Reykjavík Sýrland Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir SÞ ítreka ákall um vopnahlé í Sýrlandi Sameinuðu þjóðirnar ítrekuðu í dag ákall sitt um vopnahlé í Sýrlandi. Forseti Tyrklands vill ekki semja við Kúrda og krefst þess að þeir leggi niður vopn sín í kvöld. 16. október 2019 19:00 Neyðarsöfnun fyrir Sýrland hafin af hálfu Rauða krossins á Íslandi Talið er að 11,7 milljónir manna þurfi á mannúðaraðstoð að halda í Sýrlandi vegna harðnandi átaka. Rauði krossinn hefur hafið neyðarsöfnun. Almennir borgara líða mest fyrir átökin, helmingur íbúa hefur yfirgefið heimili sín og ýmist flúið innan Sýrlands eða til annarra landa í leit að öryggi. 17. október 2019 10:15 Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. 17. október 2019 16:09 Erdogan samþykkir að leggja niður vopnin tímabundið Forseti Tyrklands féllst á bón varaforseta og utanríkisráðherra Bandaríkjanna um að gera hlé á innrás sinni í norðausturhluta Sýrlands í kvöld. Vopnahlé verður í 120 klukkustundir og er ætlast til þess að hersveitir Kúrda yfirgefi það svæði við landamæri ríkjanna sem Tyrkir hafa útnefnt öruggt. 17. október 2019 18:30 Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
SÞ ítreka ákall um vopnahlé í Sýrlandi Sameinuðu þjóðirnar ítrekuðu í dag ákall sitt um vopnahlé í Sýrlandi. Forseti Tyrklands vill ekki semja við Kúrda og krefst þess að þeir leggi niður vopn sín í kvöld. 16. október 2019 19:00
Neyðarsöfnun fyrir Sýrland hafin af hálfu Rauða krossins á Íslandi Talið er að 11,7 milljónir manna þurfi á mannúðaraðstoð að halda í Sýrlandi vegna harðnandi átaka. Rauði krossinn hefur hafið neyðarsöfnun. Almennir borgara líða mest fyrir átökin, helmingur íbúa hefur yfirgefið heimili sín og ýmist flúið innan Sýrlands eða til annarra landa í leit að öryggi. 17. október 2019 10:15
Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. 17. október 2019 16:09
Erdogan samþykkir að leggja niður vopnin tímabundið Forseti Tyrklands féllst á bón varaforseta og utanríkisráðherra Bandaríkjanna um að gera hlé á innrás sinni í norðausturhluta Sýrlands í kvöld. Vopnahlé verður í 120 klukkustundir og er ætlast til þess að hersveitir Kúrda yfirgefi það svæði við landamæri ríkjanna sem Tyrkir hafa útnefnt öruggt. 17. október 2019 18:30
Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21