Tími til kominn Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. október 2019 07:30 Höfuðborgarsvæðið hefur allt of lengi setið á hakanum þegar kemur að samgönguframkvæmdum. Þess vegna er samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um stórfellda uppbyggingu á næstu fimmtán árum jákvætt og löngu tímabært skref. Hér er um að ræða fjölbreyttar aðgerðir sem ætlað er að taka á ýmsum þáttum í samgöngumálum svæðisins. Sérstakt ánægjuefni er að þessir aðilar hafi náð saman um Borgarlínu og að hefja eigi framkvæmdir strax. Þannig á fyrstu áföngum Borgarlínu að vera lokið árið 2023 en alls mun tæpum 50 milljörðum verða varið til verkefnisins á tímabilinu. Tilkoma Borgarlínu er nauðsynleg forsenda uppbyggingar samgöngukerfis framtíðarinnar sem mun byggja á umhverfisvænum lausnum. Þess vegna er einnig ánægjulegt að verja eigi rúmum átta milljörðum til að bæta innviði fyrir gangandi og hjólandi. Þá sér loks fyrir endann á lagningu hluta Miklubrautar í stokk en slík áform var meðal annars að finna í aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016. Miðað við samkomulagið er nú gert ráð fyrir að verkefninu verði lokið árið 2026. Hér er um mikilvæga framkvæmd að ræða sem mun bæta lífsgæði íbúa á svæðinu svo um munar. Þó veldur það vonbrigðum að Sundabraut sé ekki hluti samkomulagsins en aðeins er minnst á þá framkvæmd í upptalningu verkefna sem áformað sé að fjármagna með sértækri gjaldtöku. Miðað við þá umræðu sem skapaðist um samgönguáætlun og veggjöld síðasta vetur liggur það fyrir að fjármögnunin verður alltaf umdeild. Nú er gert ráð fyrir að 60 milljarðar, eða helmingur þess fjármagns sem er undir í samkomulaginu, komi í gegnum flýti- og umferðargjöld. Útfærslur liggja enn ekki fyrir en gera má ráð fyrir því að veggjöld verði tekin upp í einhverri mynd. Ríkið hefur heldur ekki útilokað að fjármagna hluta þessara 60 milljarða með öðrum leiðum eins og eignasölu. Það er mikilvægt að stjórnmálamenn hugi að jafnræði íbúa landsins þegar kemur að veggjöldum og tryggi um leið að þessi gjöld verði fyrst og fremst hugsuð sem viðbrögð við breytingum í samgöngukerfinu. Vistvænum bílum fjölgar hratt og þar með munu gjöld á jarðefnaeldsneyti, sem notuð hafa verið til að fjármagna framkvæmdir í vegakerfinu, dragast saman. Samkvæmt samkomulaginu verða allir mögulegir kostir við útfærslu gjaldtöku skoðaðir ítarlega. Þar er mikilvægt að horfa til þeirra fjölmörgu nágrannaríkja sem farið hafa svipaða leið. Eins og haft var eftir borgarstjóra í Fréttablaðinu í gær þá er á þessu stigi málsins ótímabært að taka afstöðu til einstakra hugmynda. Það verkefni bíður komandi vetrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Sjá meira
Höfuðborgarsvæðið hefur allt of lengi setið á hakanum þegar kemur að samgönguframkvæmdum. Þess vegna er samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um stórfellda uppbyggingu á næstu fimmtán árum jákvætt og löngu tímabært skref. Hér er um að ræða fjölbreyttar aðgerðir sem ætlað er að taka á ýmsum þáttum í samgöngumálum svæðisins. Sérstakt ánægjuefni er að þessir aðilar hafi náð saman um Borgarlínu og að hefja eigi framkvæmdir strax. Þannig á fyrstu áföngum Borgarlínu að vera lokið árið 2023 en alls mun tæpum 50 milljörðum verða varið til verkefnisins á tímabilinu. Tilkoma Borgarlínu er nauðsynleg forsenda uppbyggingar samgöngukerfis framtíðarinnar sem mun byggja á umhverfisvænum lausnum. Þess vegna er einnig ánægjulegt að verja eigi rúmum átta milljörðum til að bæta innviði fyrir gangandi og hjólandi. Þá sér loks fyrir endann á lagningu hluta Miklubrautar í stokk en slík áform var meðal annars að finna í aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016. Miðað við samkomulagið er nú gert ráð fyrir að verkefninu verði lokið árið 2026. Hér er um mikilvæga framkvæmd að ræða sem mun bæta lífsgæði íbúa á svæðinu svo um munar. Þó veldur það vonbrigðum að Sundabraut sé ekki hluti samkomulagsins en aðeins er minnst á þá framkvæmd í upptalningu verkefna sem áformað sé að fjármagna með sértækri gjaldtöku. Miðað við þá umræðu sem skapaðist um samgönguáætlun og veggjöld síðasta vetur liggur það fyrir að fjármögnunin verður alltaf umdeild. Nú er gert ráð fyrir að 60 milljarðar, eða helmingur þess fjármagns sem er undir í samkomulaginu, komi í gegnum flýti- og umferðargjöld. Útfærslur liggja enn ekki fyrir en gera má ráð fyrir því að veggjöld verði tekin upp í einhverri mynd. Ríkið hefur heldur ekki útilokað að fjármagna hluta þessara 60 milljarða með öðrum leiðum eins og eignasölu. Það er mikilvægt að stjórnmálamenn hugi að jafnræði íbúa landsins þegar kemur að veggjöldum og tryggi um leið að þessi gjöld verði fyrst og fremst hugsuð sem viðbrögð við breytingum í samgöngukerfinu. Vistvænum bílum fjölgar hratt og þar með munu gjöld á jarðefnaeldsneyti, sem notuð hafa verið til að fjármagna framkvæmdir í vegakerfinu, dragast saman. Samkvæmt samkomulaginu verða allir mögulegir kostir við útfærslu gjaldtöku skoðaðir ítarlega. Þar er mikilvægt að horfa til þeirra fjölmörgu nágrannaríkja sem farið hafa svipaða leið. Eins og haft var eftir borgarstjóra í Fréttablaðinu í gær þá er á þessu stigi málsins ótímabært að taka afstöðu til einstakra hugmynda. Það verkefni bíður komandi vetrar.
Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar