Minnstu sveitarfélögin gætu fengið milljarð til sameiningar Sveinn Arnarsson skrifar 2. október 2019 07:30 Akureyri er eitt þeirra sveitarfélaga sem myndu fá mikla meðgjöf við að sameinast öðrum sveitarfélögum. Vitað er að sveitarstjórnarfulltrúar á Akureyri eru opnir fyrir þeim möguleika. Fréttablaðið/Vilhelm Tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um nýjar reglur um fjárhagslegan stuðning sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningum þeirra, gæti fært tíu minnstu sveitarfélögunum rúman milljarð í meðgjöf. Í þeim búa um 800 manns svo hver íbúi fengi um 1,3 milljóna króna meðgjöf fyrir að sameinast öðru sveitarfélagi. Reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga eru nú til umsagnar og rennur umsagnarfresturinn út þann 7. október næstkomandi. Skuldahlutfall sveitarfélaganna skiptir miklu máli hvað varðar það hve mikið þau geta fengið út úr þessum sameiningum og er það haft til hliðsjónar. Einnig er meðal breytinga í tillögum ráðherra bætt við sérstöku byggðaframlagi. Þar er komið til móts við þau sveitarfélög þar sem þróun íbúafjölda hefur verið undir landsmeðaltali. Eftir því sem fækkað hefur í sveitarfélaginu eða íbúum ekki fjölgað í takt við meðaltal fá þau aukið framlag frá jöfnunarsjóðnum. Þar sem íbúaþróunin í Reykjavík hefur síðustu ár verið undir landsmeðaltali myndi borgin því fá 200 milljónir króna í byggðaframlag frá hinu opinbera. Fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu hefur að langmestu leyti verið í nágrannasveitarfélögum og á Suðurnesjum.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.Í þessum potti öllum eru um 19 milljarðar króna samkvæmt skjali sem fylgir tillögunni í samráðsgátt stjórnvalda. Tíu stærstu sveitarfélög þessa lands, með um 283 þúsund íbúa, geta fengið 5,4 milljarða króna framlag frá hinu opinbera ef þau ákveða með einhverju móti að sameinast. Að sama skapi geta tíu minnstu sveitarfélögin fengið rúman milljarð. Fámennasta sveitarfélag landsins, Árneshreppur á Ströndum, sem hefur aðeins fjörutíu íbúa samkvæmt íbúatölum Hagstofunnar hinn 1. janúar á þessu ári, getur fengið um 109 milljónir króna. Það eru nærri þrjár milljónir á hvern íbúa í meðgjöf. Reykjavíkurborg með sína 128 þúsund íbúa, myndi fá 700 milljónir, eða 5.438 krónur á hvern íbúa. Samkvæmt reglum sjóðsins verður hægt að sækja um stuðning næstu fimmtán árin og allt að fimmtán milljarðar verða til taks. Nú geta hins vegar sveitarfélögin séð nákvæmlega hvar þau standa og hvað fellur þeim í skaut samkvæmt þessum reglum, óháð því hvaða sveitarfélögum þau gætu hugsanlega sameinast í náinni framtíð. Markmið tillagnanna er að fækka sveitarfélögum og sjá til þess að þau geti sinnt lögbundnum skyldum sínum. Hægt er að setja spurningarmerki við það hvort sveitarfélag með aðeins nokkra tugi íbúa geti sinnt skyldum sínum. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um nýjar reglur um fjárhagslegan stuðning sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningum þeirra, gæti fært tíu minnstu sveitarfélögunum rúman milljarð í meðgjöf. Í þeim búa um 800 manns svo hver íbúi fengi um 1,3 milljóna króna meðgjöf fyrir að sameinast öðru sveitarfélagi. Reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga eru nú til umsagnar og rennur umsagnarfresturinn út þann 7. október næstkomandi. Skuldahlutfall sveitarfélaganna skiptir miklu máli hvað varðar það hve mikið þau geta fengið út úr þessum sameiningum og er það haft til hliðsjónar. Einnig er meðal breytinga í tillögum ráðherra bætt við sérstöku byggðaframlagi. Þar er komið til móts við þau sveitarfélög þar sem þróun íbúafjölda hefur verið undir landsmeðaltali. Eftir því sem fækkað hefur í sveitarfélaginu eða íbúum ekki fjölgað í takt við meðaltal fá þau aukið framlag frá jöfnunarsjóðnum. Þar sem íbúaþróunin í Reykjavík hefur síðustu ár verið undir landsmeðaltali myndi borgin því fá 200 milljónir króna í byggðaframlag frá hinu opinbera. Fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu hefur að langmestu leyti verið í nágrannasveitarfélögum og á Suðurnesjum.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.Í þessum potti öllum eru um 19 milljarðar króna samkvæmt skjali sem fylgir tillögunni í samráðsgátt stjórnvalda. Tíu stærstu sveitarfélög þessa lands, með um 283 þúsund íbúa, geta fengið 5,4 milljarða króna framlag frá hinu opinbera ef þau ákveða með einhverju móti að sameinast. Að sama skapi geta tíu minnstu sveitarfélögin fengið rúman milljarð. Fámennasta sveitarfélag landsins, Árneshreppur á Ströndum, sem hefur aðeins fjörutíu íbúa samkvæmt íbúatölum Hagstofunnar hinn 1. janúar á þessu ári, getur fengið um 109 milljónir króna. Það eru nærri þrjár milljónir á hvern íbúa í meðgjöf. Reykjavíkurborg með sína 128 þúsund íbúa, myndi fá 700 milljónir, eða 5.438 krónur á hvern íbúa. Samkvæmt reglum sjóðsins verður hægt að sækja um stuðning næstu fimmtán árin og allt að fimmtán milljarðar verða til taks. Nú geta hins vegar sveitarfélögin séð nákvæmlega hvar þau standa og hvað fellur þeim í skaut samkvæmt þessum reglum, óháð því hvaða sveitarfélögum þau gætu hugsanlega sameinast í náinni framtíð. Markmið tillagnanna er að fækka sveitarfélögum og sjá til þess að þau geti sinnt lögbundnum skyldum sínum. Hægt er að setja spurningarmerki við það hvort sveitarfélag með aðeins nokkra tugi íbúa geti sinnt skyldum sínum.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent