Telur Markús hafa stórskaðað Hæstarétt og þar með réttarfar í landinu öllu Jakob Bjarnar skrifar 2. október 2019 09:00 Jón Steinar skrifar mikla grein þar sem hann beinir spjótum sínum að Markúsi Sigurbjörnssyni sem nýverið lét af störfum hjá Hæstarétti Íslands. Vísir birtir í dag mikla grein eftir Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmann og fyrrverandi Hæstaréttardómara, en þar beinir hann spjótum sínum að Markúsi Sigurbjörnssyni, sem nýverið lét af störfum sem dómari við réttinn. Þar hefur hann starfað í aldarfjórðung. Jón Steinar segir Markús hafa ráðið lögum og lofum í réttinum, náð öðrum dómurum undir vald sitt sem þá stóðu og sátu eins og Markúsi þóknaðist. Þá hafi Markús stjórnað því bak við tjöldin hverjir voru ráðnir til Hæstaréttar sem dómarar. Jón Steinar segir að enginn ætti að efast um hæfileika Markúsar en þá hafi hann ekki notað þá til góðs, heldur þvert á móti stórskaðað Hæstarétt með verkum sínum og þar með valdið réttarfari í landinu ómælanlegum skaða. Jón Steinar fer ítarlega í saumana á ferli Markúsar, að hann hafi verið skipaður dómari við Hæstarétt árið 1994 þá aðeins fertugur að aldri. Hann hefur verið langáhrifamesti dómarinn og afköst hans verið með miklum ólíkindum. Jón Steinar var í fyrstu hrifinn af gífurlegum afköstum hans og upplýsir að sjálfur hafi hann meira að segja tilnefnt Markús mann ársins eftir að Markús vann það afrek 1989 þegar hann nánast uppá sitt einsdæmi uppfærði lagabálka sem voru lög um meðferð einkamála, lög um meðferð opinberra mála, aðfararlög, skiptalög, lög um nauðungarsölu og fleiri bálka. „Maðurinn var ekki einhamur,“ segir Jón Steinar. En, böggull fylgdi skammrifi sá að mati Jóns Steinars að Markús er ekki fær um að meðhöndla einstök mál af réttsýni og hefur fengið til fylgilags við sig aðra dómara, sem honum hefur tekist að brjóta undir áhrifavald sitt, til illra verka. Jón Steinar nefnir svo til sögunnar dæmi þar sem ýmis þekkt mál koma við sögu. Jón Steinar segir til dæmis að upphaf hinna miklu Hafskipsmála megi rekja til mikillar skýrslu sem Markús, þá skiptaráðandi við Skiptarétt Reykjavíkur, skrifaði að því er virðist að þeim hvötum að koma á höggi á þá menn sem fyrir urðu. „Móðir Markúsar var stór hluthafi í Eimskipi, sem hafði beinna hagsmuna að gæta af falli Hafskips. Auk þess hafði faðir Markúsar verið endurskoðandi Eimskips um tíma.“ Sá gjörningur varðaði veginn og hefur Markús síðan misnotað aðstöðu sína við Hæstarétt Íslands með ýmsu móti og ekki látið hvarfla að sér að hann sé ekki hæfur til að beita sér í málum þar sem hann á beinna hagsmuna að gæta. Dómstólar Tengdar fréttir Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum. 25. september 2019 06:00 Dómari lætur af störfum Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, fjallar um verk Markúsar Sigurbjörnssonar sem lét nýverið af störfum sem dómari. 2. október 2019 09:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Vísir birtir í dag mikla grein eftir Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmann og fyrrverandi Hæstaréttardómara, en þar beinir hann spjótum sínum að Markúsi Sigurbjörnssyni, sem nýverið lét af störfum sem dómari við réttinn. Þar hefur hann starfað í aldarfjórðung. Jón Steinar segir Markús hafa ráðið lögum og lofum í réttinum, náð öðrum dómurum undir vald sitt sem þá stóðu og sátu eins og Markúsi þóknaðist. Þá hafi Markús stjórnað því bak við tjöldin hverjir voru ráðnir til Hæstaréttar sem dómarar. Jón Steinar segir að enginn ætti að efast um hæfileika Markúsar en þá hafi hann ekki notað þá til góðs, heldur þvert á móti stórskaðað Hæstarétt með verkum sínum og þar með valdið réttarfari í landinu ómælanlegum skaða. Jón Steinar fer ítarlega í saumana á ferli Markúsar, að hann hafi verið skipaður dómari við Hæstarétt árið 1994 þá aðeins fertugur að aldri. Hann hefur verið langáhrifamesti dómarinn og afköst hans verið með miklum ólíkindum. Jón Steinar var í fyrstu hrifinn af gífurlegum afköstum hans og upplýsir að sjálfur hafi hann meira að segja tilnefnt Markús mann ársins eftir að Markús vann það afrek 1989 þegar hann nánast uppá sitt einsdæmi uppfærði lagabálka sem voru lög um meðferð einkamála, lög um meðferð opinberra mála, aðfararlög, skiptalög, lög um nauðungarsölu og fleiri bálka. „Maðurinn var ekki einhamur,“ segir Jón Steinar. En, böggull fylgdi skammrifi sá að mati Jóns Steinars að Markús er ekki fær um að meðhöndla einstök mál af réttsýni og hefur fengið til fylgilags við sig aðra dómara, sem honum hefur tekist að brjóta undir áhrifavald sitt, til illra verka. Jón Steinar nefnir svo til sögunnar dæmi þar sem ýmis þekkt mál koma við sögu. Jón Steinar segir til dæmis að upphaf hinna miklu Hafskipsmála megi rekja til mikillar skýrslu sem Markús, þá skiptaráðandi við Skiptarétt Reykjavíkur, skrifaði að því er virðist að þeim hvötum að koma á höggi á þá menn sem fyrir urðu. „Móðir Markúsar var stór hluthafi í Eimskipi, sem hafði beinna hagsmuna að gæta af falli Hafskips. Auk þess hafði faðir Markúsar verið endurskoðandi Eimskips um tíma.“ Sá gjörningur varðaði veginn og hefur Markús síðan misnotað aðstöðu sína við Hæstarétt Íslands með ýmsu móti og ekki látið hvarfla að sér að hann sé ekki hæfur til að beita sér í málum þar sem hann á beinna hagsmuna að gæta.
Dómstólar Tengdar fréttir Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum. 25. september 2019 06:00 Dómari lætur af störfum Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, fjallar um verk Markúsar Sigurbjörnssonar sem lét nýverið af störfum sem dómari. 2. október 2019 09:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum. 25. september 2019 06:00
Dómari lætur af störfum Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, fjallar um verk Markúsar Sigurbjörnssonar sem lét nýverið af störfum sem dómari. 2. október 2019 09:00