Það er dýrt að deyja Stefán Árni Pálsson skrifar 2. október 2019 11:30 Sindri ræddi við Elínu Sigrúnu Jónsdóttur frá Útfararstofu kirkjugarðanna. Hvaða ferli fer af stað þegar manneskja lætur lífið, hvað kostar að deyja og hvað gerist ef fólk hefur ekki efni á útför? Staðreyndin er sú að aðstandendur þurfa að taka fjölda ákvarðana þegar fjölskyldumeðlimur deyr. Í þætti gærkvöldsins af Íslandi í dag á Stöð 2 komst Sindri Sindrason að þessu öllu saman með hjálp Elínar Sigrúnar Jónsdóttur hjá Útfararstofu kirkjugarðanna en margt kemur mjög á óvart og ekki er allt leyfilegt. Fyrsta skrefið er alltaf: „Það eru alltaf tveir menn sem fara og sækja sem er hluti af þessari virðingu, það þarf tvo til þess að bera og flytja. Þá er viðkomandi fluttur í líkhús í Fossvogi,“ segir Elín. Í framhaldinu hefur fjölskyldan samband við útfaraþjónustuna til að ákveða næstu skref. „Þá bjóðum við fólki að koma til okkar eða förum heim og hittum það,“ segir Elín og bætir við að þá fari næstu 2-3 tímarnir í það að ákveða alla jarðaförina. Hún segir fólk oft stressað, enda í sorg, og ekki í góðu jafnvægi og þarf fullan stuðning í þessum málum.Nauðsynlegt að huga að mörgu „Hver á að þjóna í þessari athöfn? er það prestur eða ætlar fjölskyldan að sjá um þessi mál sjálf eða einhverjir aðrir aðilar. Hvar á hún að fara fram? í kirkju eða kappellu? verður kistulagning eða bara útför? opinber eða verður hún í kyrrþey? jarðsetning eða bálför?,“ segir Elín og bætir við fjölmörgum öðrum atriðum sem þarf að huga að eins og kistan, duftker og tónlistin. Hún segir að fólk þurfi að taka mjög margar ákvarðanir í ferlinu. Sindri spyr Elínu hvað útför kosti. „Útför getur kostar svona rétt rúmlega tvö hundruð þúsund. Þær geta alveg verið á þessum mörkum sem félagsþjónusta sveitafélaganna greiðir og styrkir. Ég myndi segja að í langflestum tilfellum erum við að tala um níu hundruð þúsund. Útfaraþjónustan, kistan og það sem að því tilheyrir um einn þriðji eða í kringum þrjú hundruð þúsund. Tónlistin í kringum þrjú hundruð þúsund og erfidrykkja fyrir kannski 130 manns um þrjú hundruð þúsund.“ Elín segir að útfarir séu eins mismunandi og þær eru margar. „Það getur verið allt frá því að enginn mætir sem kemur stundum fyrir upp í sjöhundruð til þúsund manna athafnir,“ segir Elín og bætir við að jarðarfarir sem fari fram í kyrrþey séu algegnari í dag en áður. „Árið 2007 voru tvö prósent útfara á höfuðborgarsvæðinu í kyrrþey en tíu árum síðar voru þær orðnar tólf prósent. Ég hef það stundum á tilfinningunni að fólk horfi í það að veislan er svo dýr. Elín segir einnig að líkbrennsla hafi aukist gríðarlega. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Fleiri fréttir Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Sjá meira
Hvaða ferli fer af stað þegar manneskja lætur lífið, hvað kostar að deyja og hvað gerist ef fólk hefur ekki efni á útför? Staðreyndin er sú að aðstandendur þurfa að taka fjölda ákvarðana þegar fjölskyldumeðlimur deyr. Í þætti gærkvöldsins af Íslandi í dag á Stöð 2 komst Sindri Sindrason að þessu öllu saman með hjálp Elínar Sigrúnar Jónsdóttur hjá Útfararstofu kirkjugarðanna en margt kemur mjög á óvart og ekki er allt leyfilegt. Fyrsta skrefið er alltaf: „Það eru alltaf tveir menn sem fara og sækja sem er hluti af þessari virðingu, það þarf tvo til þess að bera og flytja. Þá er viðkomandi fluttur í líkhús í Fossvogi,“ segir Elín. Í framhaldinu hefur fjölskyldan samband við útfaraþjónustuna til að ákveða næstu skref. „Þá bjóðum við fólki að koma til okkar eða förum heim og hittum það,“ segir Elín og bætir við að þá fari næstu 2-3 tímarnir í það að ákveða alla jarðaförina. Hún segir fólk oft stressað, enda í sorg, og ekki í góðu jafnvægi og þarf fullan stuðning í þessum málum.Nauðsynlegt að huga að mörgu „Hver á að þjóna í þessari athöfn? er það prestur eða ætlar fjölskyldan að sjá um þessi mál sjálf eða einhverjir aðrir aðilar. Hvar á hún að fara fram? í kirkju eða kappellu? verður kistulagning eða bara útför? opinber eða verður hún í kyrrþey? jarðsetning eða bálför?,“ segir Elín og bætir við fjölmörgum öðrum atriðum sem þarf að huga að eins og kistan, duftker og tónlistin. Hún segir að fólk þurfi að taka mjög margar ákvarðanir í ferlinu. Sindri spyr Elínu hvað útför kosti. „Útför getur kostar svona rétt rúmlega tvö hundruð þúsund. Þær geta alveg verið á þessum mörkum sem félagsþjónusta sveitafélaganna greiðir og styrkir. Ég myndi segja að í langflestum tilfellum erum við að tala um níu hundruð þúsund. Útfaraþjónustan, kistan og það sem að því tilheyrir um einn þriðji eða í kringum þrjú hundruð þúsund. Tónlistin í kringum þrjú hundruð þúsund og erfidrykkja fyrir kannski 130 manns um þrjú hundruð þúsund.“ Elín segir að útfarir séu eins mismunandi og þær eru margar. „Það getur verið allt frá því að enginn mætir sem kemur stundum fyrir upp í sjöhundruð til þúsund manna athafnir,“ segir Elín og bætir við að jarðarfarir sem fari fram í kyrrþey séu algegnari í dag en áður. „Árið 2007 voru tvö prósent útfara á höfuðborgarsvæðinu í kyrrþey en tíu árum síðar voru þær orðnar tólf prósent. Ég hef það stundum á tilfinningunni að fólk horfi í það að veislan er svo dýr. Elín segir einnig að líkbrennsla hafi aukist gríðarlega. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Fleiri fréttir Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Sjá meira