Tók endurtekið myndbönd af nöktum stúlkum í kvennaklefanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2019 15:34 Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Vestfjarða á Ísafirði. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á Vestfjörðum fyrir endurtekin kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum í sundlaug og íþróttamiðstöð á Vestfjörðum. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvar á landinu brotin áttu sér stað en karlmanninum er gefið að sök að hafa tekið upp myndskeið á snjallsíma sinn af ungum stúlkum, ungum dreng og fullorðnum konum. Í ákæru á hendur karlmanninum kemur fram að maðurinn staðsetti sig í búningsklefa karla í umræddri sundlaug þar sem hann gat lyft snjallsíma símum yfir skilrúm á milli búningsklefa karla og kvenna. Stúlkurnar fimm sem hann tók myndbönd af voru fæddar á á árunum 2003 til 2008, ungi drengurinn fæddur árið 2013 en hann var í sundi með móður sinni. Brotin áttu sér stað árið 2017 og í upphafi árs 2018 en þá var karlmaðurinn handtekinn. Á snjallsíma hans fannst fjöldi myndbanda sem sýndu fyrrnefnd fólk nakið. Í sex tilfellum er karlmaðurinn ákærður fyrir kynferðisbrot, blygðunarsemisbrot nánar tiltekið, og brot á barnaverndarlögum. Í þrjú skipti er hann ákærður fyrir að særa blygðunarsemi þeirra kvenna sem komnar eru á fullorðinsaldur. Bótakröfurnar hljóða samanlagt upp á 10,5 milljónir króna. Krafist er einnar milljónar króna í bætur fyrir sjö brotaþola í málinu, 1,5 milljónir króna fyrir eina stúlkuna og tvær milljónir króna fyrir aðra stúlkuna. Þá krefst héraðssaksóknari þess að sími karlmannsins, spjaldtölva og þrír minnislyklar verði gerðir upptækir. Málið hefur verið þingfest við Héraðsdóm Vestfjarða. Ákærði tók ekki afstöðu til ákæruefnisins og var málinu frestað til 25. október.Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn(hja)visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á Vestfjörðum fyrir endurtekin kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum í sundlaug og íþróttamiðstöð á Vestfjörðum. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvar á landinu brotin áttu sér stað en karlmanninum er gefið að sök að hafa tekið upp myndskeið á snjallsíma sinn af ungum stúlkum, ungum dreng og fullorðnum konum. Í ákæru á hendur karlmanninum kemur fram að maðurinn staðsetti sig í búningsklefa karla í umræddri sundlaug þar sem hann gat lyft snjallsíma símum yfir skilrúm á milli búningsklefa karla og kvenna. Stúlkurnar fimm sem hann tók myndbönd af voru fæddar á á árunum 2003 til 2008, ungi drengurinn fæddur árið 2013 en hann var í sundi með móður sinni. Brotin áttu sér stað árið 2017 og í upphafi árs 2018 en þá var karlmaðurinn handtekinn. Á snjallsíma hans fannst fjöldi myndbanda sem sýndu fyrrnefnd fólk nakið. Í sex tilfellum er karlmaðurinn ákærður fyrir kynferðisbrot, blygðunarsemisbrot nánar tiltekið, og brot á barnaverndarlögum. Í þrjú skipti er hann ákærður fyrir að særa blygðunarsemi þeirra kvenna sem komnar eru á fullorðinsaldur. Bótakröfurnar hljóða samanlagt upp á 10,5 milljónir króna. Krafist er einnar milljónar króna í bætur fyrir sjö brotaþola í málinu, 1,5 milljónir króna fyrir eina stúlkuna og tvær milljónir króna fyrir aðra stúlkuna. Þá krefst héraðssaksóknari þess að sími karlmannsins, spjaldtölva og þrír minnislyklar verði gerðir upptækir. Málið hefur verið þingfest við Héraðsdóm Vestfjarða. Ákærði tók ekki afstöðu til ákæruefnisins og var málinu frestað til 25. október.Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn(hja)visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Sjá meira