Úrskurðaður í nálgunarbann fyrir að áreita pilt og beita ofbeldi Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2019 17:56 Maðurinn reyndi meðal annars eitt sinn að taka drenginn með sér í bíl eftir skóla gegn vilja hans. Vísir/Hanna Nálgunarbannsúrskurður lögreglustjórans á Vesturlandi yfir manni sem beitti ólögráða pilt ofbeldi og áreitti var staðfest í Landsrétti í gær. Maðurinn hafði dvalið á heimili móður piltsins en honum er nú bannað að koma nálægt piltinum eða hafa samband við hann á nokkurn hátt í þrjá mánuði. Faðir piltsins óskaði fyrst eftir nálgunarbanni á manninn 10. september. Í kjölfarið tóku móðir piltsins og barnaverndarnefnd undir beiðnina. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að tengsl piltsins og mannsins hafi hafist þegar maðurinn kom til dvalar á heimili móður piltsins. Samskiptin hafi aukist þannig að pilturinn og bróðir hans hafi haldið mikið til hjá manninum. Pilturinn bar að honum hefði í fyrstu liðið vel hjá manninum en undanfarið hafi hann orðið fyrir skömmum og aðkasti, meðal annars vegna þess að maðurinn vildi stýra samskiptum piltsins við barnaverndaryfirvöld sem hafi verið með aðstæður og málefni piltsins til skoðunar. Maðurinn hafi gefið piltinum fyrirmæli um hvað hann ætti að segja yfirvöldum og reiðst ef honum fannst hann ekki hafa staðið sig nógu vel. Pilturinn lýsti því að maðurinn hefði lagt á hann hendur og slegið hann í andlitið. Maðurinn hafi síðan ítrekað hótað honum barsmíðum. Auk ofbeldisins sagði pilturinn að maðurinn hafi sent honum mörg skilaboð og að hann hafi orðið fyrir miklu áreiti vegna þeirra. Maðurinn hafi ekki látið af því þrátt fyrir að pilturinn bæði hann um að hætta. Þá taldi pilturinn sig hafa orðið þess áskynja að maðurinn sæti um hann og beðið eftir honum í lok skólatíma. Lögregla stöðvaði manninn þegar hann ætlaði að færa piltinn inn í bifreið gegn vilja hans 10. september. Pilturinn, sem hafði beðið móður sinnar, sagði lögreglu þá að hann væri hræddur við manninn og færi ekki mikið út úr húsi vegna þess. Lögreglan hefur í fjórgang haft afskipti af málefnum piltsins vegna mannsins. Lögreglustjórinn á Vesturlandi ákvað að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart piltinum í þrjá mánuði. Honum er bannað að koma á eða í námunda við heimili piltsins hjá móður sinni eða dvalarstað föður hans. Honum er einnig bannað að veita piltinum eftirför, nálgast hann á almannafæri, vinnustað hans eða skóla, hringja í heima-, vinnu- eða farsíma hans, senda honum orðsendingar eða bréf, SMS-skeyti eða tölvupóst, rita á síður hans á samskiptasíðum á netinu eða setja sig á annan hátt í samband við piltinn. Héraðsdómur Vesturlands staðfesti ákvörðunina 23. september. Maðurinn kærði úrskurðinn en hann var engu að síður staðfestur í Landsrétti í gær. Dómsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira
Nálgunarbannsúrskurður lögreglustjórans á Vesturlandi yfir manni sem beitti ólögráða pilt ofbeldi og áreitti var staðfest í Landsrétti í gær. Maðurinn hafði dvalið á heimili móður piltsins en honum er nú bannað að koma nálægt piltinum eða hafa samband við hann á nokkurn hátt í þrjá mánuði. Faðir piltsins óskaði fyrst eftir nálgunarbanni á manninn 10. september. Í kjölfarið tóku móðir piltsins og barnaverndarnefnd undir beiðnina. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að tengsl piltsins og mannsins hafi hafist þegar maðurinn kom til dvalar á heimili móður piltsins. Samskiptin hafi aukist þannig að pilturinn og bróðir hans hafi haldið mikið til hjá manninum. Pilturinn bar að honum hefði í fyrstu liðið vel hjá manninum en undanfarið hafi hann orðið fyrir skömmum og aðkasti, meðal annars vegna þess að maðurinn vildi stýra samskiptum piltsins við barnaverndaryfirvöld sem hafi verið með aðstæður og málefni piltsins til skoðunar. Maðurinn hafi gefið piltinum fyrirmæli um hvað hann ætti að segja yfirvöldum og reiðst ef honum fannst hann ekki hafa staðið sig nógu vel. Pilturinn lýsti því að maðurinn hefði lagt á hann hendur og slegið hann í andlitið. Maðurinn hafi síðan ítrekað hótað honum barsmíðum. Auk ofbeldisins sagði pilturinn að maðurinn hafi sent honum mörg skilaboð og að hann hafi orðið fyrir miklu áreiti vegna þeirra. Maðurinn hafi ekki látið af því þrátt fyrir að pilturinn bæði hann um að hætta. Þá taldi pilturinn sig hafa orðið þess áskynja að maðurinn sæti um hann og beðið eftir honum í lok skólatíma. Lögregla stöðvaði manninn þegar hann ætlaði að færa piltinn inn í bifreið gegn vilja hans 10. september. Pilturinn, sem hafði beðið móður sinnar, sagði lögreglu þá að hann væri hræddur við manninn og færi ekki mikið út úr húsi vegna þess. Lögreglan hefur í fjórgang haft afskipti af málefnum piltsins vegna mannsins. Lögreglustjórinn á Vesturlandi ákvað að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart piltinum í þrjá mánuði. Honum er bannað að koma á eða í námunda við heimili piltsins hjá móður sinni eða dvalarstað föður hans. Honum er einnig bannað að veita piltinum eftirför, nálgast hann á almannafæri, vinnustað hans eða skóla, hringja í heima-, vinnu- eða farsíma hans, senda honum orðsendingar eða bréf, SMS-skeyti eða tölvupóst, rita á síður hans á samskiptasíðum á netinu eða setja sig á annan hátt í samband við piltinn. Héraðsdómur Vesturlands staðfesti ákvörðunina 23. september. Maðurinn kærði úrskurðinn en hann var engu að síður staðfestur í Landsrétti í gær.
Dómsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira