Einhverfur drengur sem gleymdist í rútu fær ekki aðra dagvistun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. október 2019 22:06 Mikolaj Czerwonka er sex ára einhverfur nemandi íí 1. bekk í Klettaskóla. Hann gleymdist í rútu í ágúst á leið í frístundaheimilið Guluhlíð og var læstur inni í rútunni í nokkra klukkutíma vegna þess. Mikolaj Czerwonka, sex ára einhverfur drengur, fær ekki aðra dagvistun hjá Reykjavíkurborg en hann gleymdist í rútu í margar klukkustundir fyrr í haust. Samkvæmt frétt RÚV hætti móðir drengsins að vinna til þess að sinna drengnum eftir skóla. Vísir vakti fyrst athygli á málinu í ágúst. Vegna mistaka hjá starfsmönnum á frístundaheimilinu Guluhlíð gleymdist drengurinn í rútunni sem skutlar börnunum frá skólanum yfir á frístundaheimilið. Þegar Sylwia móðir drengsins kom að sækja hann klukkan 16:30 kom í ljós að hann hafði aldrei skilað sér þangað, hann fannst svo í rútunni eftir hálftíma leit. Drengurinn hafði þá verið læstur inni í rútunni í nokkra klukkutíma eða frá því klukkan 13:30. Fram kemur í frétt RÚV að Reykjavíkurborg hafi ekkert viljað koma til móts við fjölskylduna, eina frístundaheimilið sem standi honum til boða sé Gulahlíð. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir í samtali við RÚV að það geti verið erfitt að byggja upp traust eftir að það er brostið. „Það er allt of algengt að foreldrar fatlaðra barna þurfi að hætta að vinna til að sinna þeim af því að kerfið er of ósveigjanlegt. Oftast er það konan sem fer af vinnumarkaði, líklega vegna þess að það er algengara að þær séu í lægra launuðum störfum.“ Verkferlum breytt Mikolaj er mikið einhverfur, hann tjáir sig lítið sem ekkert, er með þroskahömlun og hreyfiþroskaröskun auk tvítyngis þar sem fjölskyldan er frá Póllandi. Atvikið átti sér stað í annarri viku skólagöngu hans. Enginn frá frístundaheimilinu hringdi í foreldrana þegar Mikolaj skilaði sér ekki þangað eftir skóla. Þegar Mikolaj fannst í rútunni, á bílastæði á Dalvegi, var augljóst að hann hafi verið hræddur og grátið mikið. „En hann var mjög glaður að sjá okkur. En hann var búinn að pissa á sig, greinilega nokkrum sinnum því hann var mjög blautur en við vorum sem betur fer með aukaföt með okkur og gátum sett hann í þau,“ sagði Michal faðir hans í samtali við Vísi. Eftir atvikið var skerpt á öllum verkferlum þannig að rúturnar yrðu grandskoðaðar eftir hverja ferð. Foreldrar Mikolaj sögðu samt strax eftir atvikið að þau ætli aldrei að senda hann aftur í Guluhlíð. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Sjá meira
Mikolaj Czerwonka, sex ára einhverfur drengur, fær ekki aðra dagvistun hjá Reykjavíkurborg en hann gleymdist í rútu í margar klukkustundir fyrr í haust. Samkvæmt frétt RÚV hætti móðir drengsins að vinna til þess að sinna drengnum eftir skóla. Vísir vakti fyrst athygli á málinu í ágúst. Vegna mistaka hjá starfsmönnum á frístundaheimilinu Guluhlíð gleymdist drengurinn í rútunni sem skutlar börnunum frá skólanum yfir á frístundaheimilið. Þegar Sylwia móðir drengsins kom að sækja hann klukkan 16:30 kom í ljós að hann hafði aldrei skilað sér þangað, hann fannst svo í rútunni eftir hálftíma leit. Drengurinn hafði þá verið læstur inni í rútunni í nokkra klukkutíma eða frá því klukkan 13:30. Fram kemur í frétt RÚV að Reykjavíkurborg hafi ekkert viljað koma til móts við fjölskylduna, eina frístundaheimilið sem standi honum til boða sé Gulahlíð. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir í samtali við RÚV að það geti verið erfitt að byggja upp traust eftir að það er brostið. „Það er allt of algengt að foreldrar fatlaðra barna þurfi að hætta að vinna til að sinna þeim af því að kerfið er of ósveigjanlegt. Oftast er það konan sem fer af vinnumarkaði, líklega vegna þess að það er algengara að þær séu í lægra launuðum störfum.“ Verkferlum breytt Mikolaj er mikið einhverfur, hann tjáir sig lítið sem ekkert, er með þroskahömlun og hreyfiþroskaröskun auk tvítyngis þar sem fjölskyldan er frá Póllandi. Atvikið átti sér stað í annarri viku skólagöngu hans. Enginn frá frístundaheimilinu hringdi í foreldrana þegar Mikolaj skilaði sér ekki þangað eftir skóla. Þegar Mikolaj fannst í rútunni, á bílastæði á Dalvegi, var augljóst að hann hafi verið hræddur og grátið mikið. „En hann var mjög glaður að sjá okkur. En hann var búinn að pissa á sig, greinilega nokkrum sinnum því hann var mjög blautur en við vorum sem betur fer með aukaföt með okkur og gátum sett hann í þau,“ sagði Michal faðir hans í samtali við Vísi. Eftir atvikið var skerpt á öllum verkferlum þannig að rúturnar yrðu grandskoðaðar eftir hverja ferð. Foreldrar Mikolaj sögðu samt strax eftir atvikið að þau ætli aldrei að senda hann aftur í Guluhlíð.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Sjá meira