Litríkt og rómantískt Elín Albertsdóttir skrifar 3. október 2019 10:00 Þessi kjóll er í fallegum litum. Mynstrið er sótt til hönnunar Valentino frá fyrstu árum hans í Rómaborg. Hún var skrautleg og falleg sýning Valentino í París fyrir nokkrum dögum. Þar var sýnd sumartískan 2020. Henni er lýst sem ljóðrænni, litríkri og kvenlegri. Pierpaolo Piccioli, sérlegur listrænn ráðgjafi hjá Valentino, á heiðurinn af sýningunni. Í loftinu ómaði söngur Audrey Hepburn, Moon River, úr kvikmyndinni Breakfast at Tiffany’s. Í texta lagsins kemur orðið „heartbreaker“ fyrir sem þykir lýsa hönnuðinum Piccioli sem hefur sterkar skoðanir á ýmsum þjóðfélagsmálum. Hann hefur meðal annars unnið gegn útlendingahatri á Ítalíu með því að velja afrískar fyrirsætur. Þótt hvítur litur hafi verið áberandi á sýningunni voru einnig fallegir litir í boði. Litir sem lífga upp á fallega sumardaga. Piccioli þykir hafa næmt auga fyrir rómantískum stíl og leggur mikla áherslu á smáatriði sem færa líf í hönnunina. Valentino setti upp sína fyrstu verslun í Róm árið 1960. Piccioli hefur sagt að Róm sé mun umburðarlyndari borg en Mílanó. „Í Róm er fólk víðsýnt og enginn að dæma annan,“ segir hann. „Starf mitt sem hönnuður á að endurspegla þá veröld sem við búum í. Mér finnst ég vera á réttum stað hjá Valentino. Ég er ítalskur, Rómverji, og saga Valentino er hluti af menningu minni og sögu,“ segir Piccioli. Hann er rúmlega fimmtugur og hefur unnið lengi fyrir Valentino sem er kominn hátt á áttræðisaldur.Græni liturinn var sterkur í sumarlínu Valentino sem sýnd var í París. Hann var í ýmsum fallegum útfærslum.Ekta sumarkjóll í fallegum sumarlit frá Valentino.Æðisleg kápa sem verður flott næsta sumar.Þessi dragsíði kjóll ætti að henta við mörg tilefni á komandi sumri. Væri flottur í brúðkaupsveislu.Hér er einnig horft til fortíðar í mynstri en liturinn er sérstakur. Blár, grænn, lillablár, bleikur og rauður. Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Tíska og hönnun Mest lesið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Hún var skrautleg og falleg sýning Valentino í París fyrir nokkrum dögum. Þar var sýnd sumartískan 2020. Henni er lýst sem ljóðrænni, litríkri og kvenlegri. Pierpaolo Piccioli, sérlegur listrænn ráðgjafi hjá Valentino, á heiðurinn af sýningunni. Í loftinu ómaði söngur Audrey Hepburn, Moon River, úr kvikmyndinni Breakfast at Tiffany’s. Í texta lagsins kemur orðið „heartbreaker“ fyrir sem þykir lýsa hönnuðinum Piccioli sem hefur sterkar skoðanir á ýmsum þjóðfélagsmálum. Hann hefur meðal annars unnið gegn útlendingahatri á Ítalíu með því að velja afrískar fyrirsætur. Þótt hvítur litur hafi verið áberandi á sýningunni voru einnig fallegir litir í boði. Litir sem lífga upp á fallega sumardaga. Piccioli þykir hafa næmt auga fyrir rómantískum stíl og leggur mikla áherslu á smáatriði sem færa líf í hönnunina. Valentino setti upp sína fyrstu verslun í Róm árið 1960. Piccioli hefur sagt að Róm sé mun umburðarlyndari borg en Mílanó. „Í Róm er fólk víðsýnt og enginn að dæma annan,“ segir hann. „Starf mitt sem hönnuður á að endurspegla þá veröld sem við búum í. Mér finnst ég vera á réttum stað hjá Valentino. Ég er ítalskur, Rómverji, og saga Valentino er hluti af menningu minni og sögu,“ segir Piccioli. Hann er rúmlega fimmtugur og hefur unnið lengi fyrir Valentino sem er kominn hátt á áttræðisaldur.Græni liturinn var sterkur í sumarlínu Valentino sem sýnd var í París. Hann var í ýmsum fallegum útfærslum.Ekta sumarkjóll í fallegum sumarlit frá Valentino.Æðisleg kápa sem verður flott næsta sumar.Þessi dragsíði kjóll ætti að henta við mörg tilefni á komandi sumri. Væri flottur í brúðkaupsveislu.Hér er einnig horft til fortíðar í mynstri en liturinn er sérstakur. Blár, grænn, lillablár, bleikur og rauður.
Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Tíska og hönnun Mest lesið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira