Þá geta vindhviður og vindstrengir orðið mjög öflugir við fjöll sunnan- og vestantil og vegfarendur eru því hvattir til að aka varlega, ekki síst ef ekið er með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.
Veðurhorfur á landinu
Suðaustan 15-23 m/s og rigning með köflum, hvassast við suðvesturströndina, en mun hægari og bjartviðri N- og A-lands. Dregur heldur úr vindi í kvöld, en gengur í suðaustan 15-25 á morgun, hvassast SV til. Skýjað og þurrt að mestu, en fer að rigna S og V til um kvöldið. Hiti 3 til 10 stig í dag, en heldur hlýrra á morgun.Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:Gengur í suðaustan 15-23 m/s með rigningu undir kvöld, hvassast við suðurströndina, en 10-18 á N- og A-landi og þurrt að kalla, hvassast á annesjum. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast norðan heiða.
Á laugardag:
Suðaustan 13-20 m/s, hvassast syðst og rigning á S-verðu landin, jafnvel mikil úrkoma á SA-landi, en þurrt að kalla fyrir norðan. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á N-landi.
Á sunnudag:
Suðlæg átt, strekkingur og rigning austast, en annars hægari, úrkomulítið og milt veður, en þurrt á N-landi.
Á mánudag og þriðjudag:
Allhvöss eða hvöss austlæg átt og rigning í flestum landshlutum, talsverð rigning SA-lands og áfram milt í veðri.
Á miðvikudag:
Snýtst líklega í norðaustanátt með rigning á víð og dreif og kólnar lítillega.