Netið notað til að brjótast inn í lækningatæki Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. október 2019 12:00 Karl Steinar Valsson er yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón Lögreglan telur fjölgun netglæpa áhyggjuefni. Aðeins hluti brotanna endi á borði lögreglu og afbrotamennirnir finni sífellt nýjar leiðir til að ná sínu fram. Til að mynda sé hægt að nota dróna í annarlegum tilgangi og nýta netið til að brjótast inn í lækningatæki. Fjallað var um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Netógnir voru viðfangsefnið á ráðstefnu sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hélt í morgun um netöryggismál. Á meðal þeirra sem hélt þar erindi var Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagði það áhyggjuefni hversu mikið brotum, þar sem netið er notað, hafi fjölgað og að aðeins brot af þeim endi á borði lögreglu. „Við höfum auðvitað áhyggjur af því að það er náttúrulega í auknu mæli sem að eru brot framin með ýmsum hætti sem að tengist netinu. Það er annaðhvort netið er notað. Við erum að tala um brot sem eru þannig að það er verið að brjótast inn í tölvukerfi. Það er verið að nota tölvur til þess að líka brjótast inn í samskipti fólks og oft er það þannig að tilgangurinn er að ná í fjármuni,“ segir Karl. Hann telur jafnframt að talsvert meira sé um þessi brot en þau sem rati á borð lögreglunnar. „Það séu bæði fyrirtæki og einstaklingar sem að kannski skammast sín fyrir að þetta hafi gerst fyrir þau og vilja ekki tilkynna það,“ segir Karl. Sífellt nýjar leiðir eru farnar til að nýta netið þegar afbrot eru framin. „Það er auðvitað hægt að nota dróna til dæmis og það er hægt að brjótast inn í svo margt. Það er auðvitað allskyns stofnanir eins og við höfum kannski séð sem er hægt að vinna tjón á með netinnbrotum. Það er líka auðvitað hægt að brjótast inn í þess vegna lækningatæki. Þetta er bara gerir það að verkum að við verðum að hafa svona í gangi ákveðna vitundarvakningu á hvaða hættum við stöndum frammi fyrir,“ segir Karl. Lögreglumál Netöryggi Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Lögreglan telur fjölgun netglæpa áhyggjuefni. Aðeins hluti brotanna endi á borði lögreglu og afbrotamennirnir finni sífellt nýjar leiðir til að ná sínu fram. Til að mynda sé hægt að nota dróna í annarlegum tilgangi og nýta netið til að brjótast inn í lækningatæki. Fjallað var um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Netógnir voru viðfangsefnið á ráðstefnu sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hélt í morgun um netöryggismál. Á meðal þeirra sem hélt þar erindi var Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagði það áhyggjuefni hversu mikið brotum, þar sem netið er notað, hafi fjölgað og að aðeins brot af þeim endi á borði lögreglu. „Við höfum auðvitað áhyggjur af því að það er náttúrulega í auknu mæli sem að eru brot framin með ýmsum hætti sem að tengist netinu. Það er annaðhvort netið er notað. Við erum að tala um brot sem eru þannig að það er verið að brjótast inn í tölvukerfi. Það er verið að nota tölvur til þess að líka brjótast inn í samskipti fólks og oft er það þannig að tilgangurinn er að ná í fjármuni,“ segir Karl. Hann telur jafnframt að talsvert meira sé um þessi brot en þau sem rati á borð lögreglunnar. „Það séu bæði fyrirtæki og einstaklingar sem að kannski skammast sín fyrir að þetta hafi gerst fyrir þau og vilja ekki tilkynna það,“ segir Karl. Sífellt nýjar leiðir eru farnar til að nýta netið þegar afbrot eru framin. „Það er auðvitað hægt að nota dróna til dæmis og það er hægt að brjótast inn í svo margt. Það er auðvitað allskyns stofnanir eins og við höfum kannski séð sem er hægt að vinna tjón á með netinnbrotum. Það er líka auðvitað hægt að brjótast inn í þess vegna lækningatæki. Þetta er bara gerir það að verkum að við verðum að hafa svona í gangi ákveðna vitundarvakningu á hvaða hættum við stöndum frammi fyrir,“ segir Karl.
Lögreglumál Netöryggi Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira