Gula Pressan: „Hvern djöfulinn hefur framtíðin gert fyrir okkur?“ Jakob Bjarnar skrifar 3. október 2019 13:39 Í Gulu Pressunni árið 1990 lét Gunnar Smári, og þandi ímyndunarafl sitt til hins ítrasta, Þorstein Pálsson segja nokkurn veginn það sama og Hannes Hólmsteinn sagði svo í gær og olli nokkru írafári. Ummæli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem hann lét falla á Twitter í gær, hafa vakið mikla athygli og er um fátt annað meira rætt en það: „Greta Thunberg segir að hún tali fyrir komandi kynslóðir. Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur? Ekkert. Hvað höfum við gert fyrir komandi kynslóðir? Allt.“ Þau urðu meðal annars tilefni þess að Gunnar Smári Egilsson, sem var á sínum tíma ritstjóri Pressunnar, sem kom út vikulega á fimmtudögum, rifjaði upp „frétt“ sem birtist á sérstakri grínsíðu blaðsins sem naut mikilla vinsælda.Gula Pressan, síða í Pressunni sálugu en þar var það haft sem betur hljómaði.„Þegar við tókum við Pressunni 1990 var það metið svo að við þyrftum að hafa eitthvað kjánalegt aftarlega í blaðinu til að vega upp alvöruna framar, okkur gæti ekki verið mikið niðri fyrir á hverri einustu blaðsíðu. (Þetta er vanmetið í fjölmiðlum í dag, að þeir séu líka bjánar en ekki bara ógn gáfaðir og snjallir.)“ segir Gunnar Smári og útskýrir fyrirbærið. „Gula Pressan var sett á blaðsíðu 22 í 24 síðna blaði (sem stækkaði reyndar fljótt, en Gula Pressan elti og var alltaf á síðustu vinstri síðu blaðsins, gegnt því sem kallað var innbakið, sem er gegnsæ síða og bölvað vesen). Skipulagið á þessari vinnu var að ritstjórinn skrifaði efnið aðfaranótt miðvikudagsins svo umbrotið gæti gengið frá síðunni morguninn eftir, stillt henni upp eins illa og smekkur þeirra þoldi.“ Gunnar Smári segir eitt hið kjánalegasta sem birt var í Gulu Pressunni hafi verið „frétt“, viðtal við Þorstein Pálsson sjávarútvegsráðherra sem Gula Pressan lætur segja, þá varðandi veiðileyfi á þorsk: „Til hvers ættum við að geyma þorsk til að veiða einhvern tímann í framtíðinni? Ég veit ekki til þess að framtíðin hafi gert neitt fyrir okkur. Til hvers ættum við þá að gera eitthvað fyrir hana?“ sagði Þorsteinn og boðaði 600 þúsund tonna hámarksafla fyrir næsta ár. Fjölmiðlar Sjávarútvegur Umhverfismál Tengdar fréttir Segir að komandi kynslóðir hafi ekkert gert fyrir okkur Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði um baráttukonuna Gretu Thunberg á Twitter síðu sína í kvöld. 2. október 2019 22:50 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Ummæli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem hann lét falla á Twitter í gær, hafa vakið mikla athygli og er um fátt annað meira rætt en það: „Greta Thunberg segir að hún tali fyrir komandi kynslóðir. Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur? Ekkert. Hvað höfum við gert fyrir komandi kynslóðir? Allt.“ Þau urðu meðal annars tilefni þess að Gunnar Smári Egilsson, sem var á sínum tíma ritstjóri Pressunnar, sem kom út vikulega á fimmtudögum, rifjaði upp „frétt“ sem birtist á sérstakri grínsíðu blaðsins sem naut mikilla vinsælda.Gula Pressan, síða í Pressunni sálugu en þar var það haft sem betur hljómaði.„Þegar við tókum við Pressunni 1990 var það metið svo að við þyrftum að hafa eitthvað kjánalegt aftarlega í blaðinu til að vega upp alvöruna framar, okkur gæti ekki verið mikið niðri fyrir á hverri einustu blaðsíðu. (Þetta er vanmetið í fjölmiðlum í dag, að þeir séu líka bjánar en ekki bara ógn gáfaðir og snjallir.)“ segir Gunnar Smári og útskýrir fyrirbærið. „Gula Pressan var sett á blaðsíðu 22 í 24 síðna blaði (sem stækkaði reyndar fljótt, en Gula Pressan elti og var alltaf á síðustu vinstri síðu blaðsins, gegnt því sem kallað var innbakið, sem er gegnsæ síða og bölvað vesen). Skipulagið á þessari vinnu var að ritstjórinn skrifaði efnið aðfaranótt miðvikudagsins svo umbrotið gæti gengið frá síðunni morguninn eftir, stillt henni upp eins illa og smekkur þeirra þoldi.“ Gunnar Smári segir eitt hið kjánalegasta sem birt var í Gulu Pressunni hafi verið „frétt“, viðtal við Þorstein Pálsson sjávarútvegsráðherra sem Gula Pressan lætur segja, þá varðandi veiðileyfi á þorsk: „Til hvers ættum við að geyma þorsk til að veiða einhvern tímann í framtíðinni? Ég veit ekki til þess að framtíðin hafi gert neitt fyrir okkur. Til hvers ættum við þá að gera eitthvað fyrir hana?“ sagði Þorsteinn og boðaði 600 þúsund tonna hámarksafla fyrir næsta ár.
Fjölmiðlar Sjávarútvegur Umhverfismál Tengdar fréttir Segir að komandi kynslóðir hafi ekkert gert fyrir okkur Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði um baráttukonuna Gretu Thunberg á Twitter síðu sína í kvöld. 2. október 2019 22:50 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Segir að komandi kynslóðir hafi ekkert gert fyrir okkur Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði um baráttukonuna Gretu Thunberg á Twitter síðu sína í kvöld. 2. október 2019 22:50