Óttast að allt að fimmtán milljörðum hafi verið rænt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. október 2019 21:15 Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda. Netógnir voru viðfangsefnið á ráðstefnu sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hélt í morgun um netöryggismál. Samanlagður þjófnaður netglæpamanna á síðustu tveimur árum, sem tilkynntur hefur verið til lögreglu, frá fyrirtækjum og einstaklingum á Íslandi hefur numið um 1,6 milljörðum króna. Lögregla telur þó aðeins lítinn hluta mála sem þessa enda á borði sínu og að þjófnaðurinn sé í raun mun umfangsmeiri. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögregla hafi reynt að áætla út frá hagtölum og fleiru hvert raunverulegt umfang glæpanna sé. „Bara til að finna einhverja tölu sem að ég tel að við getum horft til að þá myndi það líklega vera að bæta einu núlli þarna við. Þannig að við værum ekki að tala um 1,6 heldur 16 milljarða. Þannig að ég myndi halda það að þetta tjón sem er í gangi hér núna á síðustu tólf mánuðum að það væri miklu nær því að vera á milli 10 og 15 milljarðar heldur en það sem við erum að sjá. Það óttumst við að geti verið staðreyndin,“ segir Karl. Ný lög sem voru samþykkt í sumar og taka gildi eftir ár gera það að verkum að fyrirtæki verða í auknu mæli að tilkynna netþjófnaði til yfirvalda. „Það eru það sem eru svokallaðir mikilvægir innviðir, innviða fyrirtæki, sem eru þá á þessum sviðum kannski sérstaklega á sviði fjármálamarkaða, orkumarkaða og reyndar nokkrum öðrum þáttum sem að heyra þá undir viðkomandi eftirlitsstofnanir en allir þessir þeim verður þá skylt að tilkynna um þetta samkvæmt nýju lögunum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Sigurður Ingi segir mikilvægt að opna umræðuna um netglæpi og að fyrirtæki tilkynni þegar árásir tölvuþrjóta verða. „Til þess að við lærum af hverri og einni. Til þess að vera betur í stakk búin og takast á við síðar það sem síðar kemur,“ segir Sigurður. Netöryggi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda. Netógnir voru viðfangsefnið á ráðstefnu sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hélt í morgun um netöryggismál. Samanlagður þjófnaður netglæpamanna á síðustu tveimur árum, sem tilkynntur hefur verið til lögreglu, frá fyrirtækjum og einstaklingum á Íslandi hefur numið um 1,6 milljörðum króna. Lögregla telur þó aðeins lítinn hluta mála sem þessa enda á borði sínu og að þjófnaðurinn sé í raun mun umfangsmeiri. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögregla hafi reynt að áætla út frá hagtölum og fleiru hvert raunverulegt umfang glæpanna sé. „Bara til að finna einhverja tölu sem að ég tel að við getum horft til að þá myndi það líklega vera að bæta einu núlli þarna við. Þannig að við værum ekki að tala um 1,6 heldur 16 milljarða. Þannig að ég myndi halda það að þetta tjón sem er í gangi hér núna á síðustu tólf mánuðum að það væri miklu nær því að vera á milli 10 og 15 milljarðar heldur en það sem við erum að sjá. Það óttumst við að geti verið staðreyndin,“ segir Karl. Ný lög sem voru samþykkt í sumar og taka gildi eftir ár gera það að verkum að fyrirtæki verða í auknu mæli að tilkynna netþjófnaði til yfirvalda. „Það eru það sem eru svokallaðir mikilvægir innviðir, innviða fyrirtæki, sem eru þá á þessum sviðum kannski sérstaklega á sviði fjármálamarkaða, orkumarkaða og reyndar nokkrum öðrum þáttum sem að heyra þá undir viðkomandi eftirlitsstofnanir en allir þessir þeim verður þá skylt að tilkynna um þetta samkvæmt nýju lögunum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Sigurður Ingi segir mikilvægt að opna umræðuna um netglæpi og að fyrirtæki tilkynni þegar árásir tölvuþrjóta verða. „Til þess að við lærum af hverri og einni. Til þess að vera betur í stakk búin og takast á við síðar það sem síðar kemur,“ segir Sigurður.
Netöryggi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira