Óttast að allt að fimmtán milljörðum hafi verið rænt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. október 2019 21:15 Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda. Netógnir voru viðfangsefnið á ráðstefnu sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hélt í morgun um netöryggismál. Samanlagður þjófnaður netglæpamanna á síðustu tveimur árum, sem tilkynntur hefur verið til lögreglu, frá fyrirtækjum og einstaklingum á Íslandi hefur numið um 1,6 milljörðum króna. Lögregla telur þó aðeins lítinn hluta mála sem þessa enda á borði sínu og að þjófnaðurinn sé í raun mun umfangsmeiri. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögregla hafi reynt að áætla út frá hagtölum og fleiru hvert raunverulegt umfang glæpanna sé. „Bara til að finna einhverja tölu sem að ég tel að við getum horft til að þá myndi það líklega vera að bæta einu núlli þarna við. Þannig að við værum ekki að tala um 1,6 heldur 16 milljarða. Þannig að ég myndi halda það að þetta tjón sem er í gangi hér núna á síðustu tólf mánuðum að það væri miklu nær því að vera á milli 10 og 15 milljarðar heldur en það sem við erum að sjá. Það óttumst við að geti verið staðreyndin,“ segir Karl. Ný lög sem voru samþykkt í sumar og taka gildi eftir ár gera það að verkum að fyrirtæki verða í auknu mæli að tilkynna netþjófnaði til yfirvalda. „Það eru það sem eru svokallaðir mikilvægir innviðir, innviða fyrirtæki, sem eru þá á þessum sviðum kannski sérstaklega á sviði fjármálamarkaða, orkumarkaða og reyndar nokkrum öðrum þáttum sem að heyra þá undir viðkomandi eftirlitsstofnanir en allir þessir þeim verður þá skylt að tilkynna um þetta samkvæmt nýju lögunum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Sigurður Ingi segir mikilvægt að opna umræðuna um netglæpi og að fyrirtæki tilkynni þegar árásir tölvuþrjóta verða. „Til þess að við lærum af hverri og einni. Til þess að vera betur í stakk búin og takast á við síðar það sem síðar kemur,“ segir Sigurður. Netöryggi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda. Netógnir voru viðfangsefnið á ráðstefnu sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hélt í morgun um netöryggismál. Samanlagður þjófnaður netglæpamanna á síðustu tveimur árum, sem tilkynntur hefur verið til lögreglu, frá fyrirtækjum og einstaklingum á Íslandi hefur numið um 1,6 milljörðum króna. Lögregla telur þó aðeins lítinn hluta mála sem þessa enda á borði sínu og að þjófnaðurinn sé í raun mun umfangsmeiri. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögregla hafi reynt að áætla út frá hagtölum og fleiru hvert raunverulegt umfang glæpanna sé. „Bara til að finna einhverja tölu sem að ég tel að við getum horft til að þá myndi það líklega vera að bæta einu núlli þarna við. Þannig að við værum ekki að tala um 1,6 heldur 16 milljarða. Þannig að ég myndi halda það að þetta tjón sem er í gangi hér núna á síðustu tólf mánuðum að það væri miklu nær því að vera á milli 10 og 15 milljarðar heldur en það sem við erum að sjá. Það óttumst við að geti verið staðreyndin,“ segir Karl. Ný lög sem voru samþykkt í sumar og taka gildi eftir ár gera það að verkum að fyrirtæki verða í auknu mæli að tilkynna netþjófnaði til yfirvalda. „Það eru það sem eru svokallaðir mikilvægir innviðir, innviða fyrirtæki, sem eru þá á þessum sviðum kannski sérstaklega á sviði fjármálamarkaða, orkumarkaða og reyndar nokkrum öðrum þáttum sem að heyra þá undir viðkomandi eftirlitsstofnanir en allir þessir þeim verður þá skylt að tilkynna um þetta samkvæmt nýju lögunum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Sigurður Ingi segir mikilvægt að opna umræðuna um netglæpi og að fyrirtæki tilkynni þegar árásir tölvuþrjóta verða. „Til þess að við lærum af hverri og einni. Til þess að vera betur í stakk búin og takast á við síðar það sem síðar kemur,“ segir Sigurður.
Netöryggi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira