Fundu lífræn efnasambönd frá ístungli Satúrnusar Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2019 23:43 Ísstrókar sjást rísa upp frá yfirborði Enkeladusar á þessari mynd Cassini frá því í september árið 2007. NASA/JPL/Space Science Institute Ný lífræn efnasambönd fundust í ískornum úr iðrum Enkeladusar, ístungls Satúrnusar, við frekari rannsóknar á athugunum Cassini-geimfarsins. Á jörðinni eru efnasambönd af þessu tagi hluti af efnahvörfum sem mynda amínósýrur, eina af frumeiningum lífs eins og við þekkjum það. Enkeladus hefur lengi vakið athygli reikistjörnufræðinga en talið er að undir ísilögðu yfirborði tunglsins sé að finna víðáttumikið neðanjarðarhaf fljótandi vatns. Þá er talið líklegt að jarðhitastrýtur, líkt og finnast á hafsbotni á jörðinni, sé að finna á Enkeladusi sem hefur vakið vonir um að líf gæti mögulega þrifist þar. Vatnsgufa og ískorn gýs upp um sprungur í ísskorpunni sem Cassini-geimfar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sá í þrettán ára leiðangri sínum á braut um Satúrnus. Rannsóknin nú byggist á athugunum Cassini á strókum af þessu tagi. Lífrænu efnasambönd úr nitri og súrefni fundust í ískornum sem komu upp í gegnum slíka jarðvirkni á Enkeladusi. Þau eru talin hafa komið úr kjarna tunglsins, leyst upp í vatninu í neðanjarðarhafinu, gufað upp úr hafinu og svo þést og frosið inni í sprungum í ísskorpunni. Kornin hafi svo barist út í geim þegar vatnsgufa gaus upp um sprunguna.Skýringarmynd NASA af innra byrði Enkeladusar og hvernig vatn úr neðanjarðarhafi gýs upp um sprungur í ísskorpnu yfirborðinu.NASA/JPL-CaltechÍ tilkynningu frá NASA kemur fram að efnasambönd af þessu tagi verði til við efnahvörf sem jarðhitastrýtur á hafsbotni knýja á jörðinni. Þau séu undanfarin amínósýra. Talið er að sambærileg strýtur sé að finna á hafsbotninum á Enkeladusi. Áður höfðu vísindamenn leitt líkum að því að flóknar og óuppleystar lífrænar sameindir gætu flotið á yfirborði neðanjarðarhafs Enkeladusar. „Þessi rannsókn sýnir að höf Enkeladusar hafa ofgnótt af hvarfgjörnum frumeiningum og það er annað grænt ljós í rannsókninni á lífvænleika Enkeladusar,“ segir Frank Postberg, annar vísindamannanna sem fór fyrir rannsókninni. Cassini-leiðangrinum lauk í september árið 2017 þegar geimfarinu var steypt ofan í lofthjúp Satúrnusar. Vísindamenn eru þó taldir verða áratugi að vinna úr öllum þeim gögnum sem farið sendi til baka á þeim þrettán árum sem það var á braut um gasrisann. Geimurinn Satúrnus Vísindi Tengdar fréttir Örverur gætu þrifist í neðanjarðarhafi Enkeladusar Jarðhitastrýtur á hafsbotni gætu nært lífverur undir ísilögðu yfirborði tungls Satúrnusar. 1. mars 2018 10:15 Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30 Merki um vatn á einu tungla Satúrnusar Þýskir vísindamenn telja sig hafa fundið merki um vatn og hugsanlega líf á einu af tunglum Satúrnusar. 26. júní 2009 08:15 Vatnsgos á Evrópu vekur vonir um líf undir ísnum Greining á rúmlega tuttugu ára gömlum gögnum bendir til þess að vatnsstrókar stígi upp frá yfirborði ístungls Júpíters. 14. maí 2018 16:45 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira
Ný lífræn efnasambönd fundust í ískornum úr iðrum Enkeladusar, ístungls Satúrnusar, við frekari rannsóknar á athugunum Cassini-geimfarsins. Á jörðinni eru efnasambönd af þessu tagi hluti af efnahvörfum sem mynda amínósýrur, eina af frumeiningum lífs eins og við þekkjum það. Enkeladus hefur lengi vakið athygli reikistjörnufræðinga en talið er að undir ísilögðu yfirborði tunglsins sé að finna víðáttumikið neðanjarðarhaf fljótandi vatns. Þá er talið líklegt að jarðhitastrýtur, líkt og finnast á hafsbotni á jörðinni, sé að finna á Enkeladusi sem hefur vakið vonir um að líf gæti mögulega þrifist þar. Vatnsgufa og ískorn gýs upp um sprungur í ísskorpunni sem Cassini-geimfar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sá í þrettán ára leiðangri sínum á braut um Satúrnus. Rannsóknin nú byggist á athugunum Cassini á strókum af þessu tagi. Lífrænu efnasambönd úr nitri og súrefni fundust í ískornum sem komu upp í gegnum slíka jarðvirkni á Enkeladusi. Þau eru talin hafa komið úr kjarna tunglsins, leyst upp í vatninu í neðanjarðarhafinu, gufað upp úr hafinu og svo þést og frosið inni í sprungum í ísskorpunni. Kornin hafi svo barist út í geim þegar vatnsgufa gaus upp um sprunguna.Skýringarmynd NASA af innra byrði Enkeladusar og hvernig vatn úr neðanjarðarhafi gýs upp um sprungur í ísskorpnu yfirborðinu.NASA/JPL-CaltechÍ tilkynningu frá NASA kemur fram að efnasambönd af þessu tagi verði til við efnahvörf sem jarðhitastrýtur á hafsbotni knýja á jörðinni. Þau séu undanfarin amínósýra. Talið er að sambærileg strýtur sé að finna á hafsbotninum á Enkeladusi. Áður höfðu vísindamenn leitt líkum að því að flóknar og óuppleystar lífrænar sameindir gætu flotið á yfirborði neðanjarðarhafs Enkeladusar. „Þessi rannsókn sýnir að höf Enkeladusar hafa ofgnótt af hvarfgjörnum frumeiningum og það er annað grænt ljós í rannsókninni á lífvænleika Enkeladusar,“ segir Frank Postberg, annar vísindamannanna sem fór fyrir rannsókninni. Cassini-leiðangrinum lauk í september árið 2017 þegar geimfarinu var steypt ofan í lofthjúp Satúrnusar. Vísindamenn eru þó taldir verða áratugi að vinna úr öllum þeim gögnum sem farið sendi til baka á þeim þrettán árum sem það var á braut um gasrisann.
Geimurinn Satúrnus Vísindi Tengdar fréttir Örverur gætu þrifist í neðanjarðarhafi Enkeladusar Jarðhitastrýtur á hafsbotni gætu nært lífverur undir ísilögðu yfirborði tungls Satúrnusar. 1. mars 2018 10:15 Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30 Merki um vatn á einu tungla Satúrnusar Þýskir vísindamenn telja sig hafa fundið merki um vatn og hugsanlega líf á einu af tunglum Satúrnusar. 26. júní 2009 08:15 Vatnsgos á Evrópu vekur vonir um líf undir ísnum Greining á rúmlega tuttugu ára gömlum gögnum bendir til þess að vatnsstrókar stígi upp frá yfirborði ístungls Júpíters. 14. maí 2018 16:45 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira
Örverur gætu þrifist í neðanjarðarhafi Enkeladusar Jarðhitastrýtur á hafsbotni gætu nært lífverur undir ísilögðu yfirborði tungls Satúrnusar. 1. mars 2018 10:15
Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30
Merki um vatn á einu tungla Satúrnusar Þýskir vísindamenn telja sig hafa fundið merki um vatn og hugsanlega líf á einu af tunglum Satúrnusar. 26. júní 2009 08:15
Vatnsgos á Evrópu vekur vonir um líf undir ísnum Greining á rúmlega tuttugu ára gömlum gögnum bendir til þess að vatnsstrókar stígi upp frá yfirborði ístungls Júpíters. 14. maí 2018 16:45