Brjóstaskurðlæknir kannast hvorki við bið né frestun á Landspítalanum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. október 2019 12:30 Elísa Dagmar lýsti því í fréttum Stöðvar 2 í gær að síðasta árið hefði farið í bið og óvissu sem hafi haft miklar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar Vísir/Egill Brjóstaskurðlæknir á Landspítalanum hafnar því alfarið að konum með stökkbreytingu í brakkageni sé ekki sinnt nægilega vel á spítalanum. Bið eftir fyrsta viðtali sé engin og aðgerðum sé afar sjaldan frestað.Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær var rætt við konu sem hefur beðið í nokkra mánuði eftir að ljúka brjóstnámsferli, brjóstin hafa verið fjarlægð en hún segir að aðgerð til að byggja upp brjóstin hafi verið frestað ítrekað. Nú sé hún búin að bíða í fjóra mánuði eftir aðgerð og að biðin og óvissan sé erfið. Varaformaður Brakkasamtakanna tók undir orð konunnar og sagði fjölmörg dæmi um frestanir og bið eftir aðgerðum fyrir konur sem eru að fara í fyrirbyggjandi brjóstnám. Svanheiður Lóa hafnar því alfarið að dæmin sem tekin voru í frétt stöðvar 2 í gær séu lýsandi fyrir stöðuna á deildinni. „Yfir heildina séð er þetta ekki eitthvað sem við könnumst við,“ segir Svanheiður Lóa Rafnsdóttir, brjóstaskurðlæknir.Margrét Lilja Gunnarsdóttir, varaformaður Brakkasamtakanna, fór sjálf í brjóstnám hjá Klíníkinni og sagði í fréttum í gær eftirfylgni og stuðning mun betri þar.vísir/egillAðeins einni aðgerð frestað Svanheiður Lóa Rafnsdóttir, brjóstaskurðlæknir á Landspítalanum, segir þetta ekki réttar upplýsingar frá Brakkasamtökunum. Það engin bið sé eftir viðtali fyrir konur sem koma frá Erfðagreiningu með þær upplýsingar að stökkbreyting sé í geni. „Þær konur sem koma til okkar eru settar í ferli um leið og þær koma og þær sem óska eftir aðgerð eru settar í aðgerðarferli. tekur ár,“ segir Svanheiður Lóa. Hún segir um fjögur hundruð brjóstaðgerða vera gerðar á ári og afar sjaldgæft sé að skipulögðum aðgerðum sé frestað. „Á heildina séð hefur einungis einni aðgerð verið frestað vegna veikinda þannig að þetta er mjög sjaldgæft og ekki eitthvað sem við könnumst við.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Árið hefur farið í bið eftir uppbyggingu á brjóstum Konur sem greinast með brakkagenið þurfa oft að bíða mánuðum saman eftir viðtölum og aðgerðum. Varaformaður Brakkasamtakanna segir dæmi um að aðgerðum sé jafnvel frestað kvöldið áður. Konur utan af landi eru í sérstaklega erfiðri stöðu. 3. október 2019 19:16 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Brjóstaskurðlæknir á Landspítalanum hafnar því alfarið að konum með stökkbreytingu í brakkageni sé ekki sinnt nægilega vel á spítalanum. Bið eftir fyrsta viðtali sé engin og aðgerðum sé afar sjaldan frestað.Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær var rætt við konu sem hefur beðið í nokkra mánuði eftir að ljúka brjóstnámsferli, brjóstin hafa verið fjarlægð en hún segir að aðgerð til að byggja upp brjóstin hafi verið frestað ítrekað. Nú sé hún búin að bíða í fjóra mánuði eftir aðgerð og að biðin og óvissan sé erfið. Varaformaður Brakkasamtakanna tók undir orð konunnar og sagði fjölmörg dæmi um frestanir og bið eftir aðgerðum fyrir konur sem eru að fara í fyrirbyggjandi brjóstnám. Svanheiður Lóa hafnar því alfarið að dæmin sem tekin voru í frétt stöðvar 2 í gær séu lýsandi fyrir stöðuna á deildinni. „Yfir heildina séð er þetta ekki eitthvað sem við könnumst við,“ segir Svanheiður Lóa Rafnsdóttir, brjóstaskurðlæknir.Margrét Lilja Gunnarsdóttir, varaformaður Brakkasamtakanna, fór sjálf í brjóstnám hjá Klíníkinni og sagði í fréttum í gær eftirfylgni og stuðning mun betri þar.vísir/egillAðeins einni aðgerð frestað Svanheiður Lóa Rafnsdóttir, brjóstaskurðlæknir á Landspítalanum, segir þetta ekki réttar upplýsingar frá Brakkasamtökunum. Það engin bið sé eftir viðtali fyrir konur sem koma frá Erfðagreiningu með þær upplýsingar að stökkbreyting sé í geni. „Þær konur sem koma til okkar eru settar í ferli um leið og þær koma og þær sem óska eftir aðgerð eru settar í aðgerðarferli. tekur ár,“ segir Svanheiður Lóa. Hún segir um fjögur hundruð brjóstaðgerða vera gerðar á ári og afar sjaldgæft sé að skipulögðum aðgerðum sé frestað. „Á heildina séð hefur einungis einni aðgerð verið frestað vegna veikinda þannig að þetta er mjög sjaldgæft og ekki eitthvað sem við könnumst við.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Árið hefur farið í bið eftir uppbyggingu á brjóstum Konur sem greinast með brakkagenið þurfa oft að bíða mánuðum saman eftir viðtölum og aðgerðum. Varaformaður Brakkasamtakanna segir dæmi um að aðgerðum sé jafnvel frestað kvöldið áður. Konur utan af landi eru í sérstaklega erfiðri stöðu. 3. október 2019 19:16 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Árið hefur farið í bið eftir uppbyggingu á brjóstum Konur sem greinast með brakkagenið þurfa oft að bíða mánuðum saman eftir viðtölum og aðgerðum. Varaformaður Brakkasamtakanna segir dæmi um að aðgerðum sé jafnvel frestað kvöldið áður. Konur utan af landi eru í sérstaklega erfiðri stöðu. 3. október 2019 19:16
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent