Íranskir hakkarar sagðir hafa beint spjótum sínum að bandarísku forsetaframboði Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2019 18:14 Árásirnar beindust að reikningum forsetaframboðs, embættismanna og blaðamanna hjá Microsoft. AP/Ted S. Warren Tæknirisinn Microsoft fullyrti í dag að hópur tölvuþrjóta sem virðist tengdur írönskum stjórnvöldum hafi ráðist á bandarískt forsetaframboð. Árásirnar beindust einnig að núverandi og fyrrverandi embættismönnum, blaðamönnum og þekktum Írönum sem búa utan heimalandsins. Á mánaðartímabili í ágúst og september gerðu tölvuþrjótarnir þúsundir tilrauna til að finna tölvupóstföng ákveðinna einstaklinga og réðust svo á 241 þeirra. Forsetaframbjóðandinn og aðrir sem urðu fyrir árásunum eru ekki nafngreindir í færslu sem Microsoft birti á vefsíðu sinni. Microsoft nefnir hópinn „Fosfór“. Liðsmenn hans komust í pósta fjögurra einstaklinga en þeir eru hvorki sagðir tengjast forsetaframboði né bandarískum stjórnvöldum. Fyrirtækið segist hafa látið viðskiptavini sína vita af árásunum. Árásirnar voru ekki tæknilega fágaðar að dómi Microsoft. Þrjótarnir hafi þó notað töluvert af persónuupplýsingum til að ráðast á skotmörk sín. Það bendi til þess að Fosfór hafi mikinn áhuga og sé tilbúinn að verja verulegum tíma og fjármunum í að afla upplýsinga um skotmörkin.Washington Post segir að íranskir hakkarar hafi um árabil einbeitt sér að bandarískum embættismönnum. Þær árásir hafi færst í aukana samhliða versnandi samskiptum stjórnvalda í Washington og Teheran. Bandaríska leyniþjónustan hefur ítrekað lýst yfir áhyggjum af tölvuárásum og tilraunum erlendra ríkja til að hlutast til í kosningum í Bandaríkjunum eins og Rússar gerðu í forsetakosningunum árið 2016. Rússneskir tölvuþrjótar komust þá meðal annars í tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins og láku þeim í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks. Rússar ráku ennfremur áróðursherferð á samfélagsmiðlum sem beindist að bandarískum kjósendum.Uppfært 21:00Reuters-fréttastofan segir að írönsku hakkararnir hafi reynt að brjótast inn í tölvupósta endurkjörsnefndar Donalds Trump Bandaríkjaforseta en þeir hafi ekki borið erindi sem erfiði. Vefsíða nefndarinnar sé sú eina sem helstu frambjóðendur fyrir kosningarnar 2020 halda úti sem styðst við kerfi Microsoft. Talsmaður nefndarinnar segir þó ekkert benda til þess að kerfi hennar hafi orðið fyrir árás. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Íran Microsoft Tölvuárásir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Tæknirisinn Microsoft fullyrti í dag að hópur tölvuþrjóta sem virðist tengdur írönskum stjórnvöldum hafi ráðist á bandarískt forsetaframboð. Árásirnar beindust einnig að núverandi og fyrrverandi embættismönnum, blaðamönnum og þekktum Írönum sem búa utan heimalandsins. Á mánaðartímabili í ágúst og september gerðu tölvuþrjótarnir þúsundir tilrauna til að finna tölvupóstföng ákveðinna einstaklinga og réðust svo á 241 þeirra. Forsetaframbjóðandinn og aðrir sem urðu fyrir árásunum eru ekki nafngreindir í færslu sem Microsoft birti á vefsíðu sinni. Microsoft nefnir hópinn „Fosfór“. Liðsmenn hans komust í pósta fjögurra einstaklinga en þeir eru hvorki sagðir tengjast forsetaframboði né bandarískum stjórnvöldum. Fyrirtækið segist hafa látið viðskiptavini sína vita af árásunum. Árásirnar voru ekki tæknilega fágaðar að dómi Microsoft. Þrjótarnir hafi þó notað töluvert af persónuupplýsingum til að ráðast á skotmörk sín. Það bendi til þess að Fosfór hafi mikinn áhuga og sé tilbúinn að verja verulegum tíma og fjármunum í að afla upplýsinga um skotmörkin.Washington Post segir að íranskir hakkarar hafi um árabil einbeitt sér að bandarískum embættismönnum. Þær árásir hafi færst í aukana samhliða versnandi samskiptum stjórnvalda í Washington og Teheran. Bandaríska leyniþjónustan hefur ítrekað lýst yfir áhyggjum af tölvuárásum og tilraunum erlendra ríkja til að hlutast til í kosningum í Bandaríkjunum eins og Rússar gerðu í forsetakosningunum árið 2016. Rússneskir tölvuþrjótar komust þá meðal annars í tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins og láku þeim í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks. Rússar ráku ennfremur áróðursherferð á samfélagsmiðlum sem beindist að bandarískum kjósendum.Uppfært 21:00Reuters-fréttastofan segir að írönsku hakkararnir hafi reynt að brjótast inn í tölvupósta endurkjörsnefndar Donalds Trump Bandaríkjaforseta en þeir hafi ekki borið erindi sem erfiði. Vefsíða nefndarinnar sé sú eina sem helstu frambjóðendur fyrir kosningarnar 2020 halda úti sem styðst við kerfi Microsoft. Talsmaður nefndarinnar segir þó ekkert benda til þess að kerfi hennar hafi orðið fyrir árás.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Íran Microsoft Tölvuárásir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila