Guðmundur Ingi sat fastur í flugvél: Í loftköstum að reyna að ná sýningu í Borgarleikhúsinu Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2019 20:01 Guðmundur Ingi var á leið í leigubíl til Reykjavíkur þegar Vísir náði tali af honum. Þá voru innan við tíu mínútur í að sýning ætti að hefjast í Borgarleikhúsinu. Vísir/Stefán Raskanir á flugsamgöngum vegna veðurs setja ekki aðeins strik í reikninginn fyrir ferðalanga heldur einnig leiklistarlíf landsins. Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikari, átti að stíga á svið í leiksýningunni „HÚH!“ í Borgarleikhúsinu klukkan 20:00 í kvöld en hann slapp ekki út úr flugvél fyrr en nú á áttunda tímanum. „Það á að láta á þetta reyna, að vera góður við fólkið sem er komið,“ sagði Guðmundur Ingi við Vísi þegar náðist í hann í síma skömmu fyrir klukkan átta í kvöld. Þá var hann komin í leigubíl á leið til höfuðborgarinnar. Flugvél hans lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan fjögur síðdegis en vegna veðurs hefur ekki verið hægt að nota landgöngubrýr til að afferma vélar þar. Guðmundur Ingi og aðrir farþegar þurftu því að bíða í þrjá tíma og fjörutíu mínútur eftir að komast frá borði. „Mitt eina hlutverk er að reyna að koma mér í bæinn. Ég hita upp í leigubílnum. Ég fer inn á í þessum fötum í versta falli,“ sagði leikarinn staðráðinn í að bregðast ekki leikhúsgestum. Guðmundur Ingi var að koma frá Edinborg þar sem hann var við tökur á kvikmynd um Júróvisjón með stórleikaranum Will Ferrell. Hann segist hafa bókað flug þannig að ekki átti að vera neitt mál að ná sýningunni. Það var áður en íslenskir veðurguðir gripu inn í.Keyrði á 180 í bæinn til að ná Hatti og Fatti Ótrúlegt en satt segir Guðmundur Ingi að þetta sé fjarri því einsdæmi eða það versta sem hann hefur lent í á sínum ferli. Við lok tíunda áratugarins hafi hann spilað með hljómsveit sinni á Akureyri og átt að leika í sýningunni „Hatti og Fatti“ í Loftkastalanum sáluga í Reykjavík daginn eftir. Hann hafi vaknað snemma til að kanna hvort ekki væri örugglega flogið og fékk þau svör að svo væri. Síðar um morguninn hafi hins vegar komið á daginn að ófært væri flugleiðina. „Það var ekki tauti við leikhússtjórann komandi. Þannig að við leigðum Subaru Impresa og keyrðum á 180 í bæinn,“ segir Guðmundur Ingi. Hann hafi mætt um fjörutíu mínútum of seint. „Enginn dó, það var sýning. En auðvitað eiga menn ekki að gera þetta,“ segir hann. Fréttir af flugi Leikhús Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Raskanir á flugsamgöngum vegna veðurs setja ekki aðeins strik í reikninginn fyrir ferðalanga heldur einnig leiklistarlíf landsins. Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikari, átti að stíga á svið í leiksýningunni „HÚH!“ í Borgarleikhúsinu klukkan 20:00 í kvöld en hann slapp ekki út úr flugvél fyrr en nú á áttunda tímanum. „Það á að láta á þetta reyna, að vera góður við fólkið sem er komið,“ sagði Guðmundur Ingi við Vísi þegar náðist í hann í síma skömmu fyrir klukkan átta í kvöld. Þá var hann komin í leigubíl á leið til höfuðborgarinnar. Flugvél hans lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan fjögur síðdegis en vegna veðurs hefur ekki verið hægt að nota landgöngubrýr til að afferma vélar þar. Guðmundur Ingi og aðrir farþegar þurftu því að bíða í þrjá tíma og fjörutíu mínútur eftir að komast frá borði. „Mitt eina hlutverk er að reyna að koma mér í bæinn. Ég hita upp í leigubílnum. Ég fer inn á í þessum fötum í versta falli,“ sagði leikarinn staðráðinn í að bregðast ekki leikhúsgestum. Guðmundur Ingi var að koma frá Edinborg þar sem hann var við tökur á kvikmynd um Júróvisjón með stórleikaranum Will Ferrell. Hann segist hafa bókað flug þannig að ekki átti að vera neitt mál að ná sýningunni. Það var áður en íslenskir veðurguðir gripu inn í.Keyrði á 180 í bæinn til að ná Hatti og Fatti Ótrúlegt en satt segir Guðmundur Ingi að þetta sé fjarri því einsdæmi eða það versta sem hann hefur lent í á sínum ferli. Við lok tíunda áratugarins hafi hann spilað með hljómsveit sinni á Akureyri og átt að leika í sýningunni „Hatti og Fatti“ í Loftkastalanum sáluga í Reykjavík daginn eftir. Hann hafi vaknað snemma til að kanna hvort ekki væri örugglega flogið og fékk þau svör að svo væri. Síðar um morguninn hafi hins vegar komið á daginn að ófært væri flugleiðina. „Það var ekki tauti við leikhússtjórann komandi. Þannig að við leigðum Subaru Impresa og keyrðum á 180 í bæinn,“ segir Guðmundur Ingi. Hann hafi mætt um fjörutíu mínútum of seint. „Enginn dó, það var sýning. En auðvitað eiga menn ekki að gera þetta,“ segir hann.
Fréttir af flugi Leikhús Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira