Hraðflutningafyrirtækið DHL mun ekki framlengja samning sinn við Icelandair Cargo en hann rennur út um næstu mánaðamót. Þetta staðfestir Sverrir Auðunsson, framkvæmdastjóri DHL á Íslandi.
DHL hefur nú þegar samið við nýja aðila, vildi Sverrir ekki gefa upp að svo stöddu hvaða aðilar það eru.
Líkt og kom fram í blaðinu í gær hyggst Icelandair Cargo breyta leiðakerfi fragtvéla um næstu mánaðamót og byggir það að hluta til á útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.

