Fá engar bætur frá flugfélaginu en ættu að kanna tryggingarnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2019 14:47 Farþegar Wizz air á leið frá Póllandi lentu á Egilsstöðum í gærkvöldi vegna vonskuveðurs. Mynd er úr safni. Vísir/getty Lögmaður segir að farþegar flugfélagsins Wizz air, sem lenda þurftu á Egilsstöðum í gær, eigi ekki rétt á bótum í gegnum flugfélagið. Þeir gætu hins vegar átt rétt á bótagreiðslum í gegnum tryggingafélög. Neytendasamtökunum hafa ekki borist erindi vegna málsins.Sjá einnig: Boðið að fljúga aftur til Póllands eða redda sér sjálf á Egilsstöðum Farþegarnir komu með tveimur vélum Wizz air til Íslands og áttu að lenda í Keflavík í gærkvöldi en var beint til Egilsstaða vegna veðurs. Þar var þeim boðið að fljúga annað hvort aftur til Krakár í Póllandi strax um kvöldið eða fara frá borði á Egilsstöðum og bjarga sér sjálfir. Meirihluti farþeganna valdi að verða eftir á Egilsstöðum en þeim sem það gerðu var gert að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að Wizz air væri ekki ábyrgt fyrir því að koma þeim á áfangastað, sem í þessu tilviki var Keflavík.Ómar R. Valdimarsson, lögmaður.Ómar R. Valdimarsson lögmaður, sem hefur reynslu af málum tengdum bótarétti flugfarþega, segir í samtali við Vísi að farþegar Wizz air eigi ekki rétt á bótum frá flugfélaginu þar sem veðrið í gær falli undir óviðráðanlegar aðstæður. „Það er þessi reglugerð um réttindi flugfarþega frá Evrópusambandinu og hún mælir fyrir um réttindi flugfarþega. Rétturinn til skaðabóta eða tafabóta vegna flugferða sem er aflýst eða seinkað mikið er bundinn við það að hægt sé að kenna flugfélaginu um seinkunina,“ segir Ómar. „Í gær og í morgun eru held ég engin álitamál að veðrið hafi verið það slæmt að ekki hafi verið hægt að fljúga frá Keflavík eða til Keflavíkur.“ Hann segir þó að vel gæti verið að farþegarnir sem lentu í vonskuveðrinu í gær geti sótt sér bætur annars staðar frá. „Flugfarþegar mega þó ekki gleyma því að þeir gætu átt bótarétt samkvæmt sínum persónulegu ferðatryggingum. Ef þú ert með heimilistryggingu eða hefur keypt þér flugmiðann með kreditkorti þá gætir verið að þú ættir rétt á tafabótum þar. Það væri skynsamlegt fyrir þá sem lentu í þessu að hafa samband við tryggingafélagið sitt.“Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonBreki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir í samtali við Vísi að enn hafi ekkert erindi vegna Wizz air eða flugferða gærdagsins borist samtökunum. „En við hvetjum farþega sem hafa lent í þessu að hafa samband við okkur og skoðum það þegar og ef þau berast.“ Þá bendir hann á að Íslendingar jafnt sem útlendingar geti leitað til samtakanna, sem halda úti evrópskri neytendaaðstoð fyrir ríkisborgara evrópska efnahagssvæðisins. Fréttir af flugi Neytendur Tengdar fréttir Strandaglópur á Keflavíkurflugvelli: „Maður verður að taka því sem kemur“ Enn bíður fólk eftir að komast úr flugvélum við Keflavíkuflugvöll. Ekki er hægt að nota landgöngubrýr vegna hvassviðris. 4. október 2019 19:01 Þegar byrjað að ferja þorra hópsins úr landi Veðurofsi gærdagsins hafði áhrif á um 2200 farþega Icelandair. 5. október 2019 09:46 Boðið að fljúga aftur til Póllands eða redda sér sjálf á Egilsstöðum Farþegar í vél Wizz air sem kom frá Kraká en lenti á Egilsstöðum var boðið að fljúg aftur til Póllands. Ef þeir færu út þyrftu þeir að bjarga sér upp á eigin spýtur. 4. október 2019 20:31 Farþegar sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikið hvassviðri er á Reykjanesi og fjölmargir farþegar sitja fastir í flugvélum á flugbrautinni vegna veðursins. Öllum flugferðum Icelandair síðdegis, alls fjórtán, hefur verið aflýst. 4. október 2019 16:27 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Lögmaður segir að farþegar flugfélagsins Wizz air, sem lenda þurftu á Egilsstöðum í gær, eigi ekki rétt á bótum í gegnum flugfélagið. Þeir gætu hins vegar átt rétt á bótagreiðslum í gegnum tryggingafélög. Neytendasamtökunum hafa ekki borist erindi vegna málsins.Sjá einnig: Boðið að fljúga aftur til Póllands eða redda sér sjálf á Egilsstöðum Farþegarnir komu með tveimur vélum Wizz air til Íslands og áttu að lenda í Keflavík í gærkvöldi en var beint til Egilsstaða vegna veðurs. Þar var þeim boðið að fljúga annað hvort aftur til Krakár í Póllandi strax um kvöldið eða fara frá borði á Egilsstöðum og bjarga sér sjálfir. Meirihluti farþeganna valdi að verða eftir á Egilsstöðum en þeim sem það gerðu var gert að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að Wizz air væri ekki ábyrgt fyrir því að koma þeim á áfangastað, sem í þessu tilviki var Keflavík.Ómar R. Valdimarsson, lögmaður.Ómar R. Valdimarsson lögmaður, sem hefur reynslu af málum tengdum bótarétti flugfarþega, segir í samtali við Vísi að farþegar Wizz air eigi ekki rétt á bótum frá flugfélaginu þar sem veðrið í gær falli undir óviðráðanlegar aðstæður. „Það er þessi reglugerð um réttindi flugfarþega frá Evrópusambandinu og hún mælir fyrir um réttindi flugfarþega. Rétturinn til skaðabóta eða tafabóta vegna flugferða sem er aflýst eða seinkað mikið er bundinn við það að hægt sé að kenna flugfélaginu um seinkunina,“ segir Ómar. „Í gær og í morgun eru held ég engin álitamál að veðrið hafi verið það slæmt að ekki hafi verið hægt að fljúga frá Keflavík eða til Keflavíkur.“ Hann segir þó að vel gæti verið að farþegarnir sem lentu í vonskuveðrinu í gær geti sótt sér bætur annars staðar frá. „Flugfarþegar mega þó ekki gleyma því að þeir gætu átt bótarétt samkvæmt sínum persónulegu ferðatryggingum. Ef þú ert með heimilistryggingu eða hefur keypt þér flugmiðann með kreditkorti þá gætir verið að þú ættir rétt á tafabótum þar. Það væri skynsamlegt fyrir þá sem lentu í þessu að hafa samband við tryggingafélagið sitt.“Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonBreki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir í samtali við Vísi að enn hafi ekkert erindi vegna Wizz air eða flugferða gærdagsins borist samtökunum. „En við hvetjum farþega sem hafa lent í þessu að hafa samband við okkur og skoðum það þegar og ef þau berast.“ Þá bendir hann á að Íslendingar jafnt sem útlendingar geti leitað til samtakanna, sem halda úti evrópskri neytendaaðstoð fyrir ríkisborgara evrópska efnahagssvæðisins.
Fréttir af flugi Neytendur Tengdar fréttir Strandaglópur á Keflavíkurflugvelli: „Maður verður að taka því sem kemur“ Enn bíður fólk eftir að komast úr flugvélum við Keflavíkuflugvöll. Ekki er hægt að nota landgöngubrýr vegna hvassviðris. 4. október 2019 19:01 Þegar byrjað að ferja þorra hópsins úr landi Veðurofsi gærdagsins hafði áhrif á um 2200 farþega Icelandair. 5. október 2019 09:46 Boðið að fljúga aftur til Póllands eða redda sér sjálf á Egilsstöðum Farþegar í vél Wizz air sem kom frá Kraká en lenti á Egilsstöðum var boðið að fljúg aftur til Póllands. Ef þeir færu út þyrftu þeir að bjarga sér upp á eigin spýtur. 4. október 2019 20:31 Farþegar sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikið hvassviðri er á Reykjanesi og fjölmargir farþegar sitja fastir í flugvélum á flugbrautinni vegna veðursins. Öllum flugferðum Icelandair síðdegis, alls fjórtán, hefur verið aflýst. 4. október 2019 16:27 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Strandaglópur á Keflavíkurflugvelli: „Maður verður að taka því sem kemur“ Enn bíður fólk eftir að komast úr flugvélum við Keflavíkuflugvöll. Ekki er hægt að nota landgöngubrýr vegna hvassviðris. 4. október 2019 19:01
Þegar byrjað að ferja þorra hópsins úr landi Veðurofsi gærdagsins hafði áhrif á um 2200 farþega Icelandair. 5. október 2019 09:46
Boðið að fljúga aftur til Póllands eða redda sér sjálf á Egilsstöðum Farþegar í vél Wizz air sem kom frá Kraká en lenti á Egilsstöðum var boðið að fljúg aftur til Póllands. Ef þeir færu út þyrftu þeir að bjarga sér upp á eigin spýtur. 4. október 2019 20:31
Farþegar sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikið hvassviðri er á Reykjanesi og fjölmargir farþegar sitja fastir í flugvélum á flugbrautinni vegna veðursins. Öllum flugferðum Icelandair síðdegis, alls fjórtán, hefur verið aflýst. 4. október 2019 16:27