Fá engar bætur frá flugfélaginu en ættu að kanna tryggingarnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2019 14:47 Farþegar Wizz air á leið frá Póllandi lentu á Egilsstöðum í gærkvöldi vegna vonskuveðurs. Mynd er úr safni. Vísir/getty Lögmaður segir að farþegar flugfélagsins Wizz air, sem lenda þurftu á Egilsstöðum í gær, eigi ekki rétt á bótum í gegnum flugfélagið. Þeir gætu hins vegar átt rétt á bótagreiðslum í gegnum tryggingafélög. Neytendasamtökunum hafa ekki borist erindi vegna málsins.Sjá einnig: Boðið að fljúga aftur til Póllands eða redda sér sjálf á Egilsstöðum Farþegarnir komu með tveimur vélum Wizz air til Íslands og áttu að lenda í Keflavík í gærkvöldi en var beint til Egilsstaða vegna veðurs. Þar var þeim boðið að fljúga annað hvort aftur til Krakár í Póllandi strax um kvöldið eða fara frá borði á Egilsstöðum og bjarga sér sjálfir. Meirihluti farþeganna valdi að verða eftir á Egilsstöðum en þeim sem það gerðu var gert að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að Wizz air væri ekki ábyrgt fyrir því að koma þeim á áfangastað, sem í þessu tilviki var Keflavík.Ómar R. Valdimarsson, lögmaður.Ómar R. Valdimarsson lögmaður, sem hefur reynslu af málum tengdum bótarétti flugfarþega, segir í samtali við Vísi að farþegar Wizz air eigi ekki rétt á bótum frá flugfélaginu þar sem veðrið í gær falli undir óviðráðanlegar aðstæður. „Það er þessi reglugerð um réttindi flugfarþega frá Evrópusambandinu og hún mælir fyrir um réttindi flugfarþega. Rétturinn til skaðabóta eða tafabóta vegna flugferða sem er aflýst eða seinkað mikið er bundinn við það að hægt sé að kenna flugfélaginu um seinkunina,“ segir Ómar. „Í gær og í morgun eru held ég engin álitamál að veðrið hafi verið það slæmt að ekki hafi verið hægt að fljúga frá Keflavík eða til Keflavíkur.“ Hann segir þó að vel gæti verið að farþegarnir sem lentu í vonskuveðrinu í gær geti sótt sér bætur annars staðar frá. „Flugfarþegar mega þó ekki gleyma því að þeir gætu átt bótarétt samkvæmt sínum persónulegu ferðatryggingum. Ef þú ert með heimilistryggingu eða hefur keypt þér flugmiðann með kreditkorti þá gætir verið að þú ættir rétt á tafabótum þar. Það væri skynsamlegt fyrir þá sem lentu í þessu að hafa samband við tryggingafélagið sitt.“Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonBreki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir í samtali við Vísi að enn hafi ekkert erindi vegna Wizz air eða flugferða gærdagsins borist samtökunum. „En við hvetjum farþega sem hafa lent í þessu að hafa samband við okkur og skoðum það þegar og ef þau berast.“ Þá bendir hann á að Íslendingar jafnt sem útlendingar geti leitað til samtakanna, sem halda úti evrópskri neytendaaðstoð fyrir ríkisborgara evrópska efnahagssvæðisins. Fréttir af flugi Neytendur Tengdar fréttir Strandaglópur á Keflavíkurflugvelli: „Maður verður að taka því sem kemur“ Enn bíður fólk eftir að komast úr flugvélum við Keflavíkuflugvöll. Ekki er hægt að nota landgöngubrýr vegna hvassviðris. 4. október 2019 19:01 Þegar byrjað að ferja þorra hópsins úr landi Veðurofsi gærdagsins hafði áhrif á um 2200 farþega Icelandair. 5. október 2019 09:46 Boðið að fljúga aftur til Póllands eða redda sér sjálf á Egilsstöðum Farþegar í vél Wizz air sem kom frá Kraká en lenti á Egilsstöðum var boðið að fljúg aftur til Póllands. Ef þeir færu út þyrftu þeir að bjarga sér upp á eigin spýtur. 4. október 2019 20:31 Farþegar sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikið hvassviðri er á Reykjanesi og fjölmargir farþegar sitja fastir í flugvélum á flugbrautinni vegna veðursins. Öllum flugferðum Icelandair síðdegis, alls fjórtán, hefur verið aflýst. 4. október 2019 16:27 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Lögmaður segir að farþegar flugfélagsins Wizz air, sem lenda þurftu á Egilsstöðum í gær, eigi ekki rétt á bótum í gegnum flugfélagið. Þeir gætu hins vegar átt rétt á bótagreiðslum í gegnum tryggingafélög. Neytendasamtökunum hafa ekki borist erindi vegna málsins.Sjá einnig: Boðið að fljúga aftur til Póllands eða redda sér sjálf á Egilsstöðum Farþegarnir komu með tveimur vélum Wizz air til Íslands og áttu að lenda í Keflavík í gærkvöldi en var beint til Egilsstaða vegna veðurs. Þar var þeim boðið að fljúga annað hvort aftur til Krakár í Póllandi strax um kvöldið eða fara frá borði á Egilsstöðum og bjarga sér sjálfir. Meirihluti farþeganna valdi að verða eftir á Egilsstöðum en þeim sem það gerðu var gert að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að Wizz air væri ekki ábyrgt fyrir því að koma þeim á áfangastað, sem í þessu tilviki var Keflavík.Ómar R. Valdimarsson, lögmaður.Ómar R. Valdimarsson lögmaður, sem hefur reynslu af málum tengdum bótarétti flugfarþega, segir í samtali við Vísi að farþegar Wizz air eigi ekki rétt á bótum frá flugfélaginu þar sem veðrið í gær falli undir óviðráðanlegar aðstæður. „Það er þessi reglugerð um réttindi flugfarþega frá Evrópusambandinu og hún mælir fyrir um réttindi flugfarþega. Rétturinn til skaðabóta eða tafabóta vegna flugferða sem er aflýst eða seinkað mikið er bundinn við það að hægt sé að kenna flugfélaginu um seinkunina,“ segir Ómar. „Í gær og í morgun eru held ég engin álitamál að veðrið hafi verið það slæmt að ekki hafi verið hægt að fljúga frá Keflavík eða til Keflavíkur.“ Hann segir þó að vel gæti verið að farþegarnir sem lentu í vonskuveðrinu í gær geti sótt sér bætur annars staðar frá. „Flugfarþegar mega þó ekki gleyma því að þeir gætu átt bótarétt samkvæmt sínum persónulegu ferðatryggingum. Ef þú ert með heimilistryggingu eða hefur keypt þér flugmiðann með kreditkorti þá gætir verið að þú ættir rétt á tafabótum þar. Það væri skynsamlegt fyrir þá sem lentu í þessu að hafa samband við tryggingafélagið sitt.“Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonBreki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir í samtali við Vísi að enn hafi ekkert erindi vegna Wizz air eða flugferða gærdagsins borist samtökunum. „En við hvetjum farþega sem hafa lent í þessu að hafa samband við okkur og skoðum það þegar og ef þau berast.“ Þá bendir hann á að Íslendingar jafnt sem útlendingar geti leitað til samtakanna, sem halda úti evrópskri neytendaaðstoð fyrir ríkisborgara evrópska efnahagssvæðisins.
Fréttir af flugi Neytendur Tengdar fréttir Strandaglópur á Keflavíkurflugvelli: „Maður verður að taka því sem kemur“ Enn bíður fólk eftir að komast úr flugvélum við Keflavíkuflugvöll. Ekki er hægt að nota landgöngubrýr vegna hvassviðris. 4. október 2019 19:01 Þegar byrjað að ferja þorra hópsins úr landi Veðurofsi gærdagsins hafði áhrif á um 2200 farþega Icelandair. 5. október 2019 09:46 Boðið að fljúga aftur til Póllands eða redda sér sjálf á Egilsstöðum Farþegar í vél Wizz air sem kom frá Kraká en lenti á Egilsstöðum var boðið að fljúg aftur til Póllands. Ef þeir færu út þyrftu þeir að bjarga sér upp á eigin spýtur. 4. október 2019 20:31 Farþegar sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikið hvassviðri er á Reykjanesi og fjölmargir farþegar sitja fastir í flugvélum á flugbrautinni vegna veðursins. Öllum flugferðum Icelandair síðdegis, alls fjórtán, hefur verið aflýst. 4. október 2019 16:27 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Strandaglópur á Keflavíkurflugvelli: „Maður verður að taka því sem kemur“ Enn bíður fólk eftir að komast úr flugvélum við Keflavíkuflugvöll. Ekki er hægt að nota landgöngubrýr vegna hvassviðris. 4. október 2019 19:01
Þegar byrjað að ferja þorra hópsins úr landi Veðurofsi gærdagsins hafði áhrif á um 2200 farþega Icelandair. 5. október 2019 09:46
Boðið að fljúga aftur til Póllands eða redda sér sjálf á Egilsstöðum Farþegar í vél Wizz air sem kom frá Kraká en lenti á Egilsstöðum var boðið að fljúg aftur til Póllands. Ef þeir færu út þyrftu þeir að bjarga sér upp á eigin spýtur. 4. október 2019 20:31
Farþegar sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikið hvassviðri er á Reykjanesi og fjölmargir farþegar sitja fastir í flugvélum á flugbrautinni vegna veðursins. Öllum flugferðum Icelandair síðdegis, alls fjórtán, hefur verið aflýst. 4. október 2019 16:27