Frábær árangur í hjartalokuaðgerðum hér á landi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. október 2019 21:15 Árangur lokaskiptaaðgerða vegna ósæðarloku þrengsla hér á landi hefur batnað mikið hér á landi undanfarin 15 ár. Í nýrri rannsókn sem birtist í virtu bandarísku vísindatímariti kemur meðal annars fram að fylgikvillum aðgerðanna hafi stórfækkað og lífslíkur sjúklinga batnað. Yfirlæknir á hjartadeild segir þetta afar góð tíðindi fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. Ósæðarlokuskipti eru önnur algengasta hjartaaðgerðin sem framkvæmd er á Vesturlöndum og árlega eru gerðar hátt í 60 slíkar aðgerðir hér á landi. Um er ræða umfangsmikla aðgerð sem tekur 4-5 klst. en þá erkölkuð ósæðarlokan fjarlægð og nýrri loku komið fyrir sem í flestum tilvikum er loka úr kálfi eða svíni. Án meðferðar eru horfur sjúklinga verri en í tilvikum margra krabbameina en á hinn bóginn skila fáar skurðaðgerðir jafnmikilli bót á lífsgæðum og bættum lífshorfum,. Sindri A. Viktorsson læknir gerði rannsókn sem tekur til 600 sjúklinga á 15 ára tímabili um hvernig aðgerðin hefur gengið hér á landi og niðurstöðurnar eru afar jákvæðar. Rannsóknin er einstök að því leyti að hún náði náði allra sjúklinga sem gengust undir aðgerðina hjá heilli þjóð á þessu tímabili og var hægt að fylgja öllum sjúklingunum ítarlega eftir sem er sjaldgæft í sambærilegum rannsóknum erlendis. Tómas Guðbjartsson yfirlæknir á hjarta-og lungnadeild Landspítalans var leiðbeinandi Sindra. „Árangurinn hefur mikid batnad síðustu 15 ár. Þá hefur fylgikvillum á borð við bráða nýrnabilun, hjartsláttaróreglu og miklar blæðingar fækkað umtalsvert. Alvarlegir fylgikvillar eins og sýking eða gallar í ígræddu lokunni eru líka afar sjaldgæfir. Rannsóknin hefur nú birst í bandaríska vísindatímaritinu Journal of Cardiac Surgery. Tómas segir þetta afa ánægjuleg tíðindi fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. „Þetta er stór aðgerð og sjúklingar eru oft í slæmu ástandi þegar þeir koma í hana. Árangurinn er frábær en um 96% sjúklinga lifir aðgerðina af og það þykir mjög gott í alþjóðlegum samanburði. Í þessari rannsókn og fleiri rannsóknum sem við höfum gert höfum við séð að þessir sjúklingar lifa næstum jafn lengi og aðrir Íslendingar af sama kyni og aldri sem eru frábærar fréttir,“ segir Tómas Guðbjartsson. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Árangur lokaskiptaaðgerða vegna ósæðarloku þrengsla hér á landi hefur batnað mikið hér á landi undanfarin 15 ár. Í nýrri rannsókn sem birtist í virtu bandarísku vísindatímariti kemur meðal annars fram að fylgikvillum aðgerðanna hafi stórfækkað og lífslíkur sjúklinga batnað. Yfirlæknir á hjartadeild segir þetta afar góð tíðindi fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. Ósæðarlokuskipti eru önnur algengasta hjartaaðgerðin sem framkvæmd er á Vesturlöndum og árlega eru gerðar hátt í 60 slíkar aðgerðir hér á landi. Um er ræða umfangsmikla aðgerð sem tekur 4-5 klst. en þá erkölkuð ósæðarlokan fjarlægð og nýrri loku komið fyrir sem í flestum tilvikum er loka úr kálfi eða svíni. Án meðferðar eru horfur sjúklinga verri en í tilvikum margra krabbameina en á hinn bóginn skila fáar skurðaðgerðir jafnmikilli bót á lífsgæðum og bættum lífshorfum,. Sindri A. Viktorsson læknir gerði rannsókn sem tekur til 600 sjúklinga á 15 ára tímabili um hvernig aðgerðin hefur gengið hér á landi og niðurstöðurnar eru afar jákvæðar. Rannsóknin er einstök að því leyti að hún náði náði allra sjúklinga sem gengust undir aðgerðina hjá heilli þjóð á þessu tímabili og var hægt að fylgja öllum sjúklingunum ítarlega eftir sem er sjaldgæft í sambærilegum rannsóknum erlendis. Tómas Guðbjartsson yfirlæknir á hjarta-og lungnadeild Landspítalans var leiðbeinandi Sindra. „Árangurinn hefur mikid batnad síðustu 15 ár. Þá hefur fylgikvillum á borð við bráða nýrnabilun, hjartsláttaróreglu og miklar blæðingar fækkað umtalsvert. Alvarlegir fylgikvillar eins og sýking eða gallar í ígræddu lokunni eru líka afar sjaldgæfir. Rannsóknin hefur nú birst í bandaríska vísindatímaritinu Journal of Cardiac Surgery. Tómas segir þetta afa ánægjuleg tíðindi fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. „Þetta er stór aðgerð og sjúklingar eru oft í slæmu ástandi þegar þeir koma í hana. Árangurinn er frábær en um 96% sjúklinga lifir aðgerðina af og það þykir mjög gott í alþjóðlegum samanburði. Í þessari rannsókn og fleiri rannsóknum sem við höfum gert höfum við séð að þessir sjúklingar lifa næstum jafn lengi og aðrir Íslendingar af sama kyni og aldri sem eru frábærar fréttir,“ segir Tómas Guðbjartsson.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira