Baráttan við krabbamein sendi Þórunni Kristínu í upprunaleit Stefán Árni Pálsson skrifar 7. október 2019 10:45 Þórunn greindist með krabbamein fyrir nokkrum árum en kláraði á sama tíma nám í stjórnun og dúxaði í miðri lyfjameðferð. Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar. Fjallað var um mál Þórunnar í þriðja þættinum af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Þórunn er hjúkrunarfræðingur og býr á Akureyri. Hún vinnur einnig sem Zumba-kennari. Hún á eina stelpu sem er 12 ára og býr með manni sem á sjö ára strák. Þegar foreldrar Þórunnar fóru út til Kólumbíu hittu þau ekki móður hennar. Þórunn á því enga mynd af móður sinni. „Uppvöxturinn minn hér á Íslandi var æðislegur og ekkert nema gott um það að segja. Ég á enginn systkini og er einkabarn,“ segir Þórunn sem segist ekki hafa hugsað mikið um upprunann á yngri árum.Þórunn rétt eftir að hún fæddist.„Ég hef alveg hugsað hvort ég gæti átt systkini og eitthvað svoleiðis, verandi þetta dekraða einkabarn.“ Hún fór fyrst að hugsa um að leita árið 2017 og þá sendi hún Sigrúnu póst um vorið. Hún vissi þá aðeins að móðir hennar héti Victoria og hún sjálf hafi verið kölluð Marina. Pósturinn frá Þórunni var einn af á annað hundrað sem hún fékk það vorið. Sigrún Ósk hafði efasemdir um að upplýsingarnar væru nægar til að byrja leit. Ekkert varð úr leitinni þá.Shakira hreyfði við Þórunni Þórunn segir að ári síðar hafi þörfin fyrir að leita upprunans aukist svo um munaði. Ástæðan voru tónleikar sem hún skellti sér á í Amsterdam með dóttur sinni. Tónleikarnir voru með kólumbísku poppdrottningunni Shakiru. Þórunn varð fyrir svo miklum áhrifum að hún varla trúði því sjálf. „Ég get ekki lýst tilfinningunni sem kom yfir mig á þessum tónleikum og ég grenjaði eins og ég veit ekki hvað.“ Þórunn segist vera þakklát fyrir það að hafa alist upp hjá foreldrum sínum á Akureyri.Þórunn segir að hana vanti ekkert endilega svör heldur að kynnast rótunum og vita hvaðan hún kemur. „Ég er ekkert mikið búin að hugsa af hverju ég var gefin af því að ég er bara mjög þakklát fyrir það að vera ættleidd. Ég á yndislega og frábæra foreldra og gæti ekki hafa átt betra líf. Ég er mjög tilfinninganæm og ég held að það tengist þessu kólumbíska blóði.“ Hjúkrunarfræðingurinn fékk að kynnast hjúkrunarfræðinni frá annarri hlið þegar hún greindist með krabbamein, einstæð með sex ára gamla dóttur sína, fyrir nokkrum árum. „Það var skellur og ég átti sem betur fer mjög gott bakland og komst í gegnum þetta og er læknuð í dag. Þetta var erfitt.“Vill ekki sjá eftir neinu Þórunn barðist við krabbamein í tæpt ár og fór bæði í lyfja og geislameðferð. Hún lét það ekki aftra sér frá því að ljúka meistaranámi í stjórnun í heilbrigðisþjónustu frá Háskólanum á Bifröst. Hún gerði gott betur en að klára námið. Hún dúxaði og það í miðri lyfjameðferð. Hún telur að veikindin hafi ýtt við henni til að hefja leit að upprunanum. „Ef ég myndi ekki gera það þá myndi ég sjá eftir því. Mann langar ekki að sjá eftir hlutunum. Maður veit ekkert hvað maður finnur þegar maður fer út og er með væntingarnar í lágmarki en maður hefur þá reynt.“ Þórunn leggur af stað til Kólumbíu í næsta þætti og þá í töluverða óvissuferð þar sem upplýsingarnar sem liggja fyrir eru ekki miklar. Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins. Leitin að upprunanum Mest lesið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Fleiri fréttir Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ Sjá meira
Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar. Fjallað var um mál Þórunnar í þriðja þættinum af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Þórunn er hjúkrunarfræðingur og býr á Akureyri. Hún vinnur einnig sem Zumba-kennari. Hún á eina stelpu sem er 12 ára og býr með manni sem á sjö ára strák. Þegar foreldrar Þórunnar fóru út til Kólumbíu hittu þau ekki móður hennar. Þórunn á því enga mynd af móður sinni. „Uppvöxturinn minn hér á Íslandi var æðislegur og ekkert nema gott um það að segja. Ég á enginn systkini og er einkabarn,“ segir Þórunn sem segist ekki hafa hugsað mikið um upprunann á yngri árum.Þórunn rétt eftir að hún fæddist.„Ég hef alveg hugsað hvort ég gæti átt systkini og eitthvað svoleiðis, verandi þetta dekraða einkabarn.“ Hún fór fyrst að hugsa um að leita árið 2017 og þá sendi hún Sigrúnu póst um vorið. Hún vissi þá aðeins að móðir hennar héti Victoria og hún sjálf hafi verið kölluð Marina. Pósturinn frá Þórunni var einn af á annað hundrað sem hún fékk það vorið. Sigrún Ósk hafði efasemdir um að upplýsingarnar væru nægar til að byrja leit. Ekkert varð úr leitinni þá.Shakira hreyfði við Þórunni Þórunn segir að ári síðar hafi þörfin fyrir að leita upprunans aukist svo um munaði. Ástæðan voru tónleikar sem hún skellti sér á í Amsterdam með dóttur sinni. Tónleikarnir voru með kólumbísku poppdrottningunni Shakiru. Þórunn varð fyrir svo miklum áhrifum að hún varla trúði því sjálf. „Ég get ekki lýst tilfinningunni sem kom yfir mig á þessum tónleikum og ég grenjaði eins og ég veit ekki hvað.“ Þórunn segist vera þakklát fyrir það að hafa alist upp hjá foreldrum sínum á Akureyri.Þórunn segir að hana vanti ekkert endilega svör heldur að kynnast rótunum og vita hvaðan hún kemur. „Ég er ekkert mikið búin að hugsa af hverju ég var gefin af því að ég er bara mjög þakklát fyrir það að vera ættleidd. Ég á yndislega og frábæra foreldra og gæti ekki hafa átt betra líf. Ég er mjög tilfinninganæm og ég held að það tengist þessu kólumbíska blóði.“ Hjúkrunarfræðingurinn fékk að kynnast hjúkrunarfræðinni frá annarri hlið þegar hún greindist með krabbamein, einstæð með sex ára gamla dóttur sína, fyrir nokkrum árum. „Það var skellur og ég átti sem betur fer mjög gott bakland og komst í gegnum þetta og er læknuð í dag. Þetta var erfitt.“Vill ekki sjá eftir neinu Þórunn barðist við krabbamein í tæpt ár og fór bæði í lyfja og geislameðferð. Hún lét það ekki aftra sér frá því að ljúka meistaranámi í stjórnun í heilbrigðisþjónustu frá Háskólanum á Bifröst. Hún gerði gott betur en að klára námið. Hún dúxaði og það í miðri lyfjameðferð. Hún telur að veikindin hafi ýtt við henni til að hefja leit að upprunanum. „Ef ég myndi ekki gera það þá myndi ég sjá eftir því. Mann langar ekki að sjá eftir hlutunum. Maður veit ekkert hvað maður finnur þegar maður fer út og er með væntingarnar í lágmarki en maður hefur þá reynt.“ Þórunn leggur af stað til Kólumbíu í næsta þætti og þá í töluverða óvissuferð þar sem upplýsingarnar sem liggja fyrir eru ekki miklar. Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins.
Leitin að upprunanum Mest lesið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Fleiri fréttir Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið