Baráttan við krabbamein sendi Þórunni Kristínu í upprunaleit Stefán Árni Pálsson skrifar 7. október 2019 10:45 Þórunn greindist með krabbamein fyrir nokkrum árum en kláraði á sama tíma nám í stjórnun og dúxaði í miðri lyfjameðferð. Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar. Fjallað var um mál Þórunnar í þriðja þættinum af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Þórunn er hjúkrunarfræðingur og býr á Akureyri. Hún vinnur einnig sem Zumba-kennari. Hún á eina stelpu sem er 12 ára og býr með manni sem á sjö ára strák. Þegar foreldrar Þórunnar fóru út til Kólumbíu hittu þau ekki móður hennar. Þórunn á því enga mynd af móður sinni. „Uppvöxturinn minn hér á Íslandi var æðislegur og ekkert nema gott um það að segja. Ég á enginn systkini og er einkabarn,“ segir Þórunn sem segist ekki hafa hugsað mikið um upprunann á yngri árum.Þórunn rétt eftir að hún fæddist.„Ég hef alveg hugsað hvort ég gæti átt systkini og eitthvað svoleiðis, verandi þetta dekraða einkabarn.“ Hún fór fyrst að hugsa um að leita árið 2017 og þá sendi hún Sigrúnu póst um vorið. Hún vissi þá aðeins að móðir hennar héti Victoria og hún sjálf hafi verið kölluð Marina. Pósturinn frá Þórunni var einn af á annað hundrað sem hún fékk það vorið. Sigrún Ósk hafði efasemdir um að upplýsingarnar væru nægar til að byrja leit. Ekkert varð úr leitinni þá.Shakira hreyfði við Þórunni Þórunn segir að ári síðar hafi þörfin fyrir að leita upprunans aukist svo um munaði. Ástæðan voru tónleikar sem hún skellti sér á í Amsterdam með dóttur sinni. Tónleikarnir voru með kólumbísku poppdrottningunni Shakiru. Þórunn varð fyrir svo miklum áhrifum að hún varla trúði því sjálf. „Ég get ekki lýst tilfinningunni sem kom yfir mig á þessum tónleikum og ég grenjaði eins og ég veit ekki hvað.“ Þórunn segist vera þakklát fyrir það að hafa alist upp hjá foreldrum sínum á Akureyri.Þórunn segir að hana vanti ekkert endilega svör heldur að kynnast rótunum og vita hvaðan hún kemur. „Ég er ekkert mikið búin að hugsa af hverju ég var gefin af því að ég er bara mjög þakklát fyrir það að vera ættleidd. Ég á yndislega og frábæra foreldra og gæti ekki hafa átt betra líf. Ég er mjög tilfinninganæm og ég held að það tengist þessu kólumbíska blóði.“ Hjúkrunarfræðingurinn fékk að kynnast hjúkrunarfræðinni frá annarri hlið þegar hún greindist með krabbamein, einstæð með sex ára gamla dóttur sína, fyrir nokkrum árum. „Það var skellur og ég átti sem betur fer mjög gott bakland og komst í gegnum þetta og er læknuð í dag. Þetta var erfitt.“Vill ekki sjá eftir neinu Þórunn barðist við krabbamein í tæpt ár og fór bæði í lyfja og geislameðferð. Hún lét það ekki aftra sér frá því að ljúka meistaranámi í stjórnun í heilbrigðisþjónustu frá Háskólanum á Bifröst. Hún gerði gott betur en að klára námið. Hún dúxaði og það í miðri lyfjameðferð. Hún telur að veikindin hafi ýtt við henni til að hefja leit að upprunanum. „Ef ég myndi ekki gera það þá myndi ég sjá eftir því. Mann langar ekki að sjá eftir hlutunum. Maður veit ekkert hvað maður finnur þegar maður fer út og er með væntingarnar í lágmarki en maður hefur þá reynt.“ Þórunn leggur af stað til Kólumbíu í næsta þætti og þá í töluverða óvissuferð þar sem upplýsingarnar sem liggja fyrir eru ekki miklar. Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins. Leitin að upprunanum Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Sjá meira
Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar. Fjallað var um mál Þórunnar í þriðja þættinum af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Þórunn er hjúkrunarfræðingur og býr á Akureyri. Hún vinnur einnig sem Zumba-kennari. Hún á eina stelpu sem er 12 ára og býr með manni sem á sjö ára strák. Þegar foreldrar Þórunnar fóru út til Kólumbíu hittu þau ekki móður hennar. Þórunn á því enga mynd af móður sinni. „Uppvöxturinn minn hér á Íslandi var æðislegur og ekkert nema gott um það að segja. Ég á enginn systkini og er einkabarn,“ segir Þórunn sem segist ekki hafa hugsað mikið um upprunann á yngri árum.Þórunn rétt eftir að hún fæddist.„Ég hef alveg hugsað hvort ég gæti átt systkini og eitthvað svoleiðis, verandi þetta dekraða einkabarn.“ Hún fór fyrst að hugsa um að leita árið 2017 og þá sendi hún Sigrúnu póst um vorið. Hún vissi þá aðeins að móðir hennar héti Victoria og hún sjálf hafi verið kölluð Marina. Pósturinn frá Þórunni var einn af á annað hundrað sem hún fékk það vorið. Sigrún Ósk hafði efasemdir um að upplýsingarnar væru nægar til að byrja leit. Ekkert varð úr leitinni þá.Shakira hreyfði við Þórunni Þórunn segir að ári síðar hafi þörfin fyrir að leita upprunans aukist svo um munaði. Ástæðan voru tónleikar sem hún skellti sér á í Amsterdam með dóttur sinni. Tónleikarnir voru með kólumbísku poppdrottningunni Shakiru. Þórunn varð fyrir svo miklum áhrifum að hún varla trúði því sjálf. „Ég get ekki lýst tilfinningunni sem kom yfir mig á þessum tónleikum og ég grenjaði eins og ég veit ekki hvað.“ Þórunn segist vera þakklát fyrir það að hafa alist upp hjá foreldrum sínum á Akureyri.Þórunn segir að hana vanti ekkert endilega svör heldur að kynnast rótunum og vita hvaðan hún kemur. „Ég er ekkert mikið búin að hugsa af hverju ég var gefin af því að ég er bara mjög þakklát fyrir það að vera ættleidd. Ég á yndislega og frábæra foreldra og gæti ekki hafa átt betra líf. Ég er mjög tilfinninganæm og ég held að það tengist þessu kólumbíska blóði.“ Hjúkrunarfræðingurinn fékk að kynnast hjúkrunarfræðinni frá annarri hlið þegar hún greindist með krabbamein, einstæð með sex ára gamla dóttur sína, fyrir nokkrum árum. „Það var skellur og ég átti sem betur fer mjög gott bakland og komst í gegnum þetta og er læknuð í dag. Þetta var erfitt.“Vill ekki sjá eftir neinu Þórunn barðist við krabbamein í tæpt ár og fór bæði í lyfja og geislameðferð. Hún lét það ekki aftra sér frá því að ljúka meistaranámi í stjórnun í heilbrigðisþjónustu frá Háskólanum á Bifröst. Hún gerði gott betur en að klára námið. Hún dúxaði og það í miðri lyfjameðferð. Hún telur að veikindin hafi ýtt við henni til að hefja leit að upprunanum. „Ef ég myndi ekki gera það þá myndi ég sjá eftir því. Mann langar ekki að sjá eftir hlutunum. Maður veit ekkert hvað maður finnur þegar maður fer út og er með væntingarnar í lágmarki en maður hefur þá reynt.“ Þórunn leggur af stað til Kólumbíu í næsta þætti og þá í töluverða óvissuferð þar sem upplýsingarnar sem liggja fyrir eru ekki miklar. Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins.
Leitin að upprunanum Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning