Hvítir miðaldra karlmenn Sigríður Karlsdóttir skrifar 7. október 2019 11:45 Ég les gjarnan setninguna hvítir miðaldra karlmenn í fjölmiðlum og upp á síðkastið finnst mér hún koma æ oftar fyrir í fjölmiðlum. Fyrir mér, þá held ég að samfélagið skilgreini þetta hugtak, sem hóp manna eða kvenna sem er þröngsýnt og fordómafullt, forðast breytingar og eiga erfitt með að setja sig í spor annarra. Ég var einu sinni hvítur miðaldra karlmaður. Ég var 17 ára. Ég þoldi illa breytingar og fannst mín skoðun vera réttari en skoðanir annarra. Ég beið eftir að hinn aðilinn kláraði svo ég gæti komið mínum skoðunum á framfæri. Ég þoldi ekki fólk sem ég skildi ekki. Ég dæmdi fólk sem var öðruvísi en ég, af því ég var hrædd við það. Ég talaði hátt og mikið og átti erfitt með að setja mig í spor annarra. Ég gat ekki sofnað á kvöldin því ég var að rífast við eitthvað annað fólk í hausnum á mér. Þvílíkt áhugamál. Sem betur fer var kommentakerfi Dv ekki komið og Útvarp Saga ekki heldur. Ég hefði legið þar allan daginn. Eins og ég skil þetta þá virðist sem þessi ákveðni hópur manna og kvenna lendi ítrekað í útistöðum eða árekstrum við hina ýmsu hópa samfélagsins. Ef það eru ekki konur, þá eru það umhverfissinnar, ef það eru ekki þeir þá eru það frjálslyndir eða umburðarlyndir. Þeim finnst líka útlendingar ekkert sérstaklega verðugir og flóttafólk er vesen. Börn og unglingar með skoðanir eru líka vesen. Höfum þetta bara eins og í þetta var áður. Það er miklu þægilegra. Ekki rugga bátnum. Ég ætla ekki að eyða orku minni í að dæma þessa menn og konur. Þau sjá um það sjálf. Það fólk sem dæmir hvað harðast, dæmir sjálfan sig mest. Kannski þarf hvíti miðaldra karlmaðurinn bara risa-knús. Það sem breytti skoðunum mínum þarna um árið var kærleikur og vitneskjan um að heimurinn er bara allt í lagi og það má bara elska og njóta. Kannski þurfum við bara að gefa þessum hvíta miðaldra karlmanni gott faðmlag, ást í kaffibollann sinn, extra breitt bros og jafnvel bara kæfa hann í kærleika. Næst þegar hinn merki hvíti miðaldra karlmaður byrjar að ausa úr skálum reiðinnar, þá skulum við reyna að skilja. Skilja það að honum líður ef til vill ekki vel. Hann er kannski bara hræddur þó hann feli það vel bakvið sperrtan brjóstkassann og háu röddina. Við skulum bara hlusta og gefa honum skilning án þess þó að þurfa vera sammála honum. Elsku hvíti miðaldra karlmaður. Ég skil þig. Sem fyrrverandi hvítur miðaldra karlmaður mætti ég ráðleggja þér eitt. Það er geggjað spennandi að prófa nýjar aðferðir og prófa nýja hluti. Það er alltílagi að skipta um skoðun og það er í lagi að prófa að gera eitthvað nýtt og sjá að það er ekkert hættulegt. Ef maður sér að þetta er hættulegt, þá bara breytir maður aftur. Það má. Ég er þakklát fyrir þig, kæri hvíti miðaldra karlmaður. Án þín væri ég örugglega hlaupandi um með sænskum hippum, berbrjósta, þefandi af rósum eða rækta rófur. Þvílíkt líf sem það væri. En þú mátt vita, ég skil þig elsku hvíti miðaldra karlmaður. Þín Sigga Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Ég les gjarnan setninguna hvítir miðaldra karlmenn í fjölmiðlum og upp á síðkastið finnst mér hún koma æ oftar fyrir í fjölmiðlum. Fyrir mér, þá held ég að samfélagið skilgreini þetta hugtak, sem hóp manna eða kvenna sem er þröngsýnt og fordómafullt, forðast breytingar og eiga erfitt með að setja sig í spor annarra. Ég var einu sinni hvítur miðaldra karlmaður. Ég var 17 ára. Ég þoldi illa breytingar og fannst mín skoðun vera réttari en skoðanir annarra. Ég beið eftir að hinn aðilinn kláraði svo ég gæti komið mínum skoðunum á framfæri. Ég þoldi ekki fólk sem ég skildi ekki. Ég dæmdi fólk sem var öðruvísi en ég, af því ég var hrædd við það. Ég talaði hátt og mikið og átti erfitt með að setja mig í spor annarra. Ég gat ekki sofnað á kvöldin því ég var að rífast við eitthvað annað fólk í hausnum á mér. Þvílíkt áhugamál. Sem betur fer var kommentakerfi Dv ekki komið og Útvarp Saga ekki heldur. Ég hefði legið þar allan daginn. Eins og ég skil þetta þá virðist sem þessi ákveðni hópur manna og kvenna lendi ítrekað í útistöðum eða árekstrum við hina ýmsu hópa samfélagsins. Ef það eru ekki konur, þá eru það umhverfissinnar, ef það eru ekki þeir þá eru það frjálslyndir eða umburðarlyndir. Þeim finnst líka útlendingar ekkert sérstaklega verðugir og flóttafólk er vesen. Börn og unglingar með skoðanir eru líka vesen. Höfum þetta bara eins og í þetta var áður. Það er miklu þægilegra. Ekki rugga bátnum. Ég ætla ekki að eyða orku minni í að dæma þessa menn og konur. Þau sjá um það sjálf. Það fólk sem dæmir hvað harðast, dæmir sjálfan sig mest. Kannski þarf hvíti miðaldra karlmaðurinn bara risa-knús. Það sem breytti skoðunum mínum þarna um árið var kærleikur og vitneskjan um að heimurinn er bara allt í lagi og það má bara elska og njóta. Kannski þurfum við bara að gefa þessum hvíta miðaldra karlmanni gott faðmlag, ást í kaffibollann sinn, extra breitt bros og jafnvel bara kæfa hann í kærleika. Næst þegar hinn merki hvíti miðaldra karlmaður byrjar að ausa úr skálum reiðinnar, þá skulum við reyna að skilja. Skilja það að honum líður ef til vill ekki vel. Hann er kannski bara hræddur þó hann feli það vel bakvið sperrtan brjóstkassann og háu röddina. Við skulum bara hlusta og gefa honum skilning án þess þó að þurfa vera sammála honum. Elsku hvíti miðaldra karlmaður. Ég skil þig. Sem fyrrverandi hvítur miðaldra karlmaður mætti ég ráðleggja þér eitt. Það er geggjað spennandi að prófa nýjar aðferðir og prófa nýja hluti. Það er alltílagi að skipta um skoðun og það er í lagi að prófa að gera eitthvað nýtt og sjá að það er ekkert hættulegt. Ef maður sér að þetta er hættulegt, þá bara breytir maður aftur. Það má. Ég er þakklát fyrir þig, kæri hvíti miðaldra karlmaður. Án þín væri ég örugglega hlaupandi um með sænskum hippum, berbrjósta, þefandi af rósum eða rækta rófur. Þvílíkt líf sem það væri. En þú mátt vita, ég skil þig elsku hvíti miðaldra karlmaður. Þín Sigga Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli.
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun