

Um kolefnisjöfnun og kolefnishlutleysi
Síðustu ár hefur hins vegar mikil vitundarvakning orðið í umhverfismálum og þeim gríðarlegu neikvæðu áhrifum sem athafnir mannkyns hafa og hafa haft á loftslagsbreytingar. Stœrsta áskorun okkar kynslóðar er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið og minnka þar af leiðandi neikvæð áhrif loftslagsbreytinga svo komandi kynslóðir geti notið þeirra auðlinda sem jörðin hefur upp á að bjóða. Loftslagsvandinn er ekki bara vandi stjórnvalda heldur er hann samfélagslegur vandi sem allir þurfa að líta í eigin barm og grípa til aðgerða.
Fyrirtæki hafa á síðustu misserum í auknum mæli sýnt samfélagslega ábyrgð og tekið sig á í loftslagsmálum og mörg hver sett fram fullyrðingar um kolefnishlutleysi og kolefnisjöfnun fyrir vörur, þjónustu, rekstur eða jafnvel alla starfsemi sína. Þar er sjónum iðulega beint að aðgerðum til að jafna núverandi losun en minni áhersla lögð á samdrátt í losun, a.m.k. í framsetningu gagnvart almenningi.
Í umræðu um kolefnishlutleysi og kolefnisjöfnun er hins vegar mikilvægt að halda til haga tveimur grundvallarþáttum loftslagsvandans, annars vegar verður að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og hins vegar þarf að grípa til aðgerða til þess að mæta losun sem ekki er hægt að draga frekar úr eða fyrirbyggja. Eitt er ljóst, að það er ekki hægt að halda áfram á sömu braut með óbreyttri eða aukinni neyslu og réttlæta hana með bindingu gróðurhúsategunda t.d. með kaupum á kolefniseiningum. Hvort tveggja verður að gilda, samdráttur í losun og binding á því sem ekki er hægt að draga frekar saman. Þegar búið er að finna leiðir til samdráttar er vissulega mikilvægt að jafna fyrir þeirri losun sem ekki er hægt að fyrirbyggja en það er ekki aðalatriðið. Án samdráttar nær Ísland ekki að standa við skuldbindingar sínar.
Fullyrðingar um kolefnisjöfnun og kolefnishlutleysi eru ábyrgðarhluti. Þannig verða fyrirtæki að setja fram slíkar fullyrðingar af varkárni og styðja þær sönnunargögnum. Skýrleiki fullyrðinga og upplýsingagjöf er grundvallaratriði í því sambandi, þar sem hagsmunaaðilum verður að vera ljóst hvað er raunverulega kolefnishlutlaust og hvað er það ekki. Er t.d. átt við að öll starfsemi fyrirtækja sé kolefnishlutlaus eða bara hluti hennar? Hvað innan aðfanga-/virðiskeðjunnar er kolefnishlutlaust?
Fullyrðingar fyrirtækja um kolefnishlutleysi og kolefnisjöfnun eru ólíkar eins og þær eru margar. Mörg setja þær fram vel og með hliðsjón af aðfangakeðju starfseminnar, birta upplýsingar um losun opinberlega ásamt áætlunum um samdrátt á meðan framsetning annarra mætti vera skýrari. En hvernig á að kolefnisjafna eða ná fram kolefnishlutleysi og hvernig á að setja fram fullyrðingar?
Fyrirtæki sem halda fram kolefnishlutleysi eða -jöfnun þurfa einnig að líta til þess hvort það liggi fyrir staðfesting að aðgerðir til kolefnisjöfnunar séu raunverulega að skila árangri? Hefur t.d. óháður aðili tekið út og staðfest að þau verkefni sem stutt er við skili raunverulegri bindingu koldíoxíðs eða fyrirbyggi losun? Er tryggt að losun í dag sé jafnframt bundin þegar kolefniseiningar eru keyptar og þeim eytt? Er tryggt að þær einingar, sem seldar eru, séu eingöngu seldar einu sinni? Er rekjanleiki fullyrðinga til staðar gagnvart aðgerðum til jöfnunar?
Víða erlendis hafa ríki brugðist við með framsetningu leiðbeininga eða staðla um kolefnishlutleysi. Þannig geta fyrirtæki, sem vilja kolefnishlutleysa starfsemi sína, mátað sig við staðlaðar og aðgengilegar leiðbeiningar og sett fram fullyrðingar um kolefnishlutleysi að tilteknum kröfum uppfylltum. Hagsmunaaðilar hafa þannig aðgang að leiðbeiningum og geta myndað sér skoðun á gildi fullyrðinga, sem byggðar eru á hlutlægum sönnunargögnum. Aðilar sem ekki uppfylla kröfur eru þannig ólíklegri til að setja fram fullyrðingar um kolefnishlutleysi. Þannig má fyrirbyggja „grænþvott“ og að kolefnishlutleysi og -jöfnun hafi raunverulegt gildi. Sama gildir um útgáfu kolefniseininga, þar eru til viðmið, leiðbeiningar og kröfur til útgáfu kolefniseininga sem eru skráðar í miðlæga kolefnisskrá að kröfum uppfylltum. Ekki ósvipað verðbréfaskráning. Á Íslandi eru, enn sem komið er, engar reglur eða viðmið til staðar sem lúta að kolefnishlutleysi eða kolefnisjöfnun eða útgáfu kolefniseininga. Mikilvægt er hins vegar að á meðan regluverk er ekki til staðar að aðilar sem setja fram fullyrðingar um kolefnishlutleysi sýni frumkvæði og geri það með hliðsjón af aðgengilegum viðmiðum og að útgefendur kolefniseininga geri það á grundvelli viðmiða og tryggi rekjanleika í samræmi við meginreglur mótvægisaðgerða.
Markmið Parísarsamningsins er fyrst og fremst að draga úr losun, eins og að framan greinir. Árið 2030 þarf Ísland að hafa dregið úr losun um 30-40%. Það markmið næst ekki ef aðeins er jafnað fyrir óbreytta losun og aukna neyslu með kaupum á kolefniseiningum en þegar það er gert þarf það að vera í samræmi við viðurkennda alþjóðlega framkvæmd.
Höfundur er framkvæmdastjóri vottunarstofunnar iCert
Skoðun

Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga?
Erling Valur Ingason skrifar

5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra
Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar

Endurnýjun hugarfarsins
Bjarni Karlsson skrifar

Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi
Þórir Garðarsson skrifar

Góð vísa...
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS
Vala Árnadóttir skrifar

Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu?
Einar Magnússon skrifar

Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt
Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Ríkisstjórn sem skeytir engu
Diljá Matthíasardóttir skrifar

Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála
Anna Klara Georgsdóttir skrifar

Fólkið sem gleymdist í Grindavík
Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar

Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna
Erlingur Erlingsson skrifar

Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ?
Ómar Stefánsson skrifar

Elsku ASÍ, bara… Nei
Sunna Arnardóttir skrifar

Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Við höfum ekki efni á norsku leiðinni
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Sósíalistar á vaktinni í átta ár
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Styðjum þá sem bjarga okkur
Jens Garðar Helgason skrifar

Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Embætti þitt geta allir séð
Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar

Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð
Nichole Leigh Mosty skrifar

Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð?
Davíð Bergmann skrifar

Sigursaga Evrópu í 21 ár
Pawel Bartoszek skrifar

Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Börnin á Gasa
Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar

Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu?
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Hvað ert þú að gera?
Eiður Welding skrifar

Rauðir sokkar á 1. maí
Sveinn Ólafsson skrifar

1. maí er líka fyrir fatlað fólk!
Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar