Gefur lítið fyrir hugmyndir um umhverfisskatt á flugmiða Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. október 2019 15:47 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. FBL/Anton brink Ísland á að vera í fararbroddi í nýum lausnum, ekki í nýjum álögum,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem gefur lítið fyrir hugmyndir um að leggja sérstakt umhverfisgjald á flugmiða. Danska ríkisútvarpið greindi frá því í gær að dönsk flugfélög og flugvellir skoði þann möguleika að leggja auka gjald á alla flugfarþega, eins konar loftslagsgjald, í þeim tilgangi að draga úr þeirri mengun sem flugsamgöngur hafa í för með sér. Gjaldið á að renna í sjóð sem nýtist í rannsóknir á grænum lausnum í flugsamgöngum. Tillagan hefur verið send samgönguráðherra og umhverfisráðherra Danmerkur en stjórnmálaflokkar hafa einnig lagt tillögur af svipuðum toga fyrir þingið. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra sagði í kvöldfréttum Rúv í gær að honum þætti þetta góð og áhugaverð hugmynd sem hann telji tilefni til að skoða. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gefur aftur á móti lítið fyrir þessa hugmynd í færslu á Facebook-síðu sinni. „Nei það er ekki góð hugmynd,“ skrifar Vilhjálmur í færslu með frétt um málið. „Það eru til aðrar lausnir en skattlagning og minna flug gæti þýtt aukna einangrun á Íslandi.“ Í samtali við Vísi segir Vilhjálmur að með því eigi hann meðal annars við að auknar álögur geti haft þveröfug áhrif en lagt er upp með þar sem slíkt geti dregið úr samkeppnishæfni. „Það sem ég er líka að benda á er að með því að hækka alltaf álögurnar á atvinnulífið þá hefur atvinnulífið minna svigrum til nýsköpunar og til að þróa nýjar umhverfisvænar lausnir,“ segir Vilhjálmur. Þá telji hann ástæðu til að ráðast af fullum krafti í orkuskiptin og það á stærri skala en oft hafi verið í umræðunni. Alltaf sé verið að tala um orkuskipti hvað varðar einkabílinn en minna um orkuskipti þegar kemur að flutninga- og frystiskipum eða flutningabílum. „Nýta græna orku á stærri skala,“ segir Vilhjálmur. Spurður hvort honum þyki ekki eðlilegt að þeir sem ferðist með flugi greiði vægt gjald til að mæta menguninni sem því fylgir segist Vilhjálmur ekki sammála því að það sé rétta leiðin. Íslensku flugfélögin þurfi að vera samkeppnishæf á alþjóðavettvangi og lítið svigrúm sé til að hækka gjöld miðað við þá stöðu sem sé uppi nú á alþjóðlegum samkeppnismarkaði í flugrekstri. Fréttir af flugi Umhverfismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira
Ísland á að vera í fararbroddi í nýum lausnum, ekki í nýjum álögum,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem gefur lítið fyrir hugmyndir um að leggja sérstakt umhverfisgjald á flugmiða. Danska ríkisútvarpið greindi frá því í gær að dönsk flugfélög og flugvellir skoði þann möguleika að leggja auka gjald á alla flugfarþega, eins konar loftslagsgjald, í þeim tilgangi að draga úr þeirri mengun sem flugsamgöngur hafa í för með sér. Gjaldið á að renna í sjóð sem nýtist í rannsóknir á grænum lausnum í flugsamgöngum. Tillagan hefur verið send samgönguráðherra og umhverfisráðherra Danmerkur en stjórnmálaflokkar hafa einnig lagt tillögur af svipuðum toga fyrir þingið. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra sagði í kvöldfréttum Rúv í gær að honum þætti þetta góð og áhugaverð hugmynd sem hann telji tilefni til að skoða. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gefur aftur á móti lítið fyrir þessa hugmynd í færslu á Facebook-síðu sinni. „Nei það er ekki góð hugmynd,“ skrifar Vilhjálmur í færslu með frétt um málið. „Það eru til aðrar lausnir en skattlagning og minna flug gæti þýtt aukna einangrun á Íslandi.“ Í samtali við Vísi segir Vilhjálmur að með því eigi hann meðal annars við að auknar álögur geti haft þveröfug áhrif en lagt er upp með þar sem slíkt geti dregið úr samkeppnishæfni. „Það sem ég er líka að benda á er að með því að hækka alltaf álögurnar á atvinnulífið þá hefur atvinnulífið minna svigrum til nýsköpunar og til að þróa nýjar umhverfisvænar lausnir,“ segir Vilhjálmur. Þá telji hann ástæðu til að ráðast af fullum krafti í orkuskiptin og það á stærri skala en oft hafi verið í umræðunni. Alltaf sé verið að tala um orkuskipti hvað varðar einkabílinn en minna um orkuskipti þegar kemur að flutninga- og frystiskipum eða flutningabílum. „Nýta græna orku á stærri skala,“ segir Vilhjálmur. Spurður hvort honum þyki ekki eðlilegt að þeir sem ferðist með flugi greiði vægt gjald til að mæta menguninni sem því fylgir segist Vilhjálmur ekki sammála því að það sé rétta leiðin. Íslensku flugfélögin þurfi að vera samkeppnishæf á alþjóðavettvangi og lítið svigrúm sé til að hækka gjöld miðað við þá stöðu sem sé uppi nú á alþjóðlegum samkeppnismarkaði í flugrekstri.
Fréttir af flugi Umhverfismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira