Svíþjóðarmeistarar Sävehof unnu þriggja marka sigur á Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Kristianstad tapaði á útivelli.
Sävehof vann 26-23 sigur á Helsingborg á heimavelli sínum eftir að hafa verið 11-9 yfir í hálfleik.
Ágúst Elí Björgvinsson varði sex skot í marki Sävehof og var með rétt undir 30 prósenta markvörslu.
Kristianstad sótti Önnereds heim og tapaði 28-26.
Teitur Örn Einarsson var markahæstur í liði Kristianstad með átta mörk, Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði 3 og átti fjórar stoðsendingar.
