Veruleiki Kúrda Lenya Rún Anwar Faraj skrifar 7. október 2019 20:47 Enn og aftur hafa Kúrdar verið sviknir eftir að Bandaríkin brutu bandalag milli ríkjanna tveggja. Eftir að forseti Bandaríkjanna sannfærði Kúrda í Sýrlandi að öruggt væri að víkja úr varnarstöðum sem til þess voru fallnar að fæla Tyrklandsher í burtu frá landamærum norður Sýrlands og lofaði öryggisráðstöfunum í skiptum fyrir vik úr varnarstöðum, gaf hann þess í stað forseta Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, grænt ljós til að ráðast á Kúrda. Þessi atburðarás sem sett var af stað af Donald Trump var hvatvís, óheiðarleg og hættuleg. Nú mun þjóðernishreinsun í garð Kúrda í Sýrlandi hefjast sem stillir okkur upp við vegg og mun síðasta úrræðið líklegast verða myndun bandalags við Bashar-al Assad, forseta Sýrlands, sem Kúrdar vilja helst forðast vegna fyrri átaka. Án kúrdískra hersveita hefðu Bandaríkin ekki getað sigrað ISIS og myndum við ganga svo langt að segja að við vorum lykilatriði í baráttunni. Ellefu þúsund kúrdískir hermenn hafa dáið í baráttunni gegn ISIS þar sem þau börðust við hlið Bandaríkjamanna, en í ótrúlegri og órökréttri stefnubreytingu, erum við yfirgefin af þeim og horfum fram á þjóðarmorð. Dagurinn í dag er mikill sorgardagur meðal Kúrda þar sem við höfum vægast sagt, verið dæmd til dauða í Sýrlandi. Stundum er ekki hægt að gera annað en að vekja athygli á atburðum sem eru að gerast í heiminum, en í dag bið ég ykkur um að fylgjast með. Kúrdar voru þöglir á meðan á Anfal þjóðarmorðinu stóð árin 1986-1989, en í dag erum við hávær og við látum í okkur heyra. Við tökum þessu ekki lengur og við ætlum að berjast á móti. Við erum þreytt, við erum sár og við erum vonsvikin, en við ætlum samt að berjast.Höfundur er Kúrdi og ritari Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök Kúrda og Tyrkja Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Enn og aftur hafa Kúrdar verið sviknir eftir að Bandaríkin brutu bandalag milli ríkjanna tveggja. Eftir að forseti Bandaríkjanna sannfærði Kúrda í Sýrlandi að öruggt væri að víkja úr varnarstöðum sem til þess voru fallnar að fæla Tyrklandsher í burtu frá landamærum norður Sýrlands og lofaði öryggisráðstöfunum í skiptum fyrir vik úr varnarstöðum, gaf hann þess í stað forseta Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, grænt ljós til að ráðast á Kúrda. Þessi atburðarás sem sett var af stað af Donald Trump var hvatvís, óheiðarleg og hættuleg. Nú mun þjóðernishreinsun í garð Kúrda í Sýrlandi hefjast sem stillir okkur upp við vegg og mun síðasta úrræðið líklegast verða myndun bandalags við Bashar-al Assad, forseta Sýrlands, sem Kúrdar vilja helst forðast vegna fyrri átaka. Án kúrdískra hersveita hefðu Bandaríkin ekki getað sigrað ISIS og myndum við ganga svo langt að segja að við vorum lykilatriði í baráttunni. Ellefu þúsund kúrdískir hermenn hafa dáið í baráttunni gegn ISIS þar sem þau börðust við hlið Bandaríkjamanna, en í ótrúlegri og órökréttri stefnubreytingu, erum við yfirgefin af þeim og horfum fram á þjóðarmorð. Dagurinn í dag er mikill sorgardagur meðal Kúrda þar sem við höfum vægast sagt, verið dæmd til dauða í Sýrlandi. Stundum er ekki hægt að gera annað en að vekja athygli á atburðum sem eru að gerast í heiminum, en í dag bið ég ykkur um að fylgjast með. Kúrdar voru þöglir á meðan á Anfal þjóðarmorðinu stóð árin 1986-1989, en í dag erum við hávær og við látum í okkur heyra. Við tökum þessu ekki lengur og við ætlum að berjast á móti. Við erum þreytt, við erum sár og við erum vonsvikin, en við ætlum samt að berjast.Höfundur er Kúrdi og ritari Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar