Ríkisútvarpið haldi stöðu sinni Kári Jónasson skrifar 8. október 2019 07:00 Það hefur oft gustað hressilega um Ríkisútvarpið síðan það hóf starfsemi sína árið 1930. Ýmis upphlaup hafa orðið í gegnum árin og menn hafa haft ýmsar skoðanir uppi varðandi starfsemi þess. Umræðan undanfarið hefur einkum beinst að fjármögnun stofnunarinnar og þá einkum hlutdeild hennar í auglýsingamarkaðinum hér á landi . Auglýsingar hafa verið fastur liður í dagskrá Ríkisútvarpsins frá stofnun og eru þess vegna hluti af daglegu lífi landsmanna. Mörgum íbúum nágrannalanda okkar kemur það stundum spánskt fyrir sjónir að hér séu auglýsingar í ríkisfjölmiðlinum, en svona er það nú samt, líkt og í flestum eða öllum öðrum löndum á meginlandi Evrópu. Þar eru stöðvarnar líka fjármagnaðar í flestum tilfellum með blöndu af afnotagjöldum og auglýsingum líkt og hér.Tryggur hópur að baki RÚV Það verður ekki annað sagt en að landsmenn standi þétt að baki Ríkisútvarpinu, ef marka má fjölmargar kannanir á undanförnum árum. Þrátt fyrir tilkomu heimsmiðla sem hafa haft mikil áhrif á fjölmiðlun – ekki aðeins hér á landi heldur um allan heim – á Ríkisútvarpið sinn trygga hóp hlustenda og áhorfenda. Stofnunin hefur líka lagt sig fram um að fylgja þróun í miðlun efnis, og sinna öllum aldurshópum, ekki síst ungu kynslóðinni. Má þar bæði nefna KrakkaRÚV og Rúv Núll, sem segja má að hafi valdið byltingu í notkun þessara hópa á fjölmiðlum og haft veruleg áhrif á menningarlegt uppeldi þeirra.Meiri og meiri samkeppni Samkeppni við erlendar efnisveitur verður sífellt harðari, en til að keppa við þær hefur RÚV stóraukið áherslu á innlent efni. Á undanförnum fimm árum hefur það aukist um 23% og á sama tíma hefur verið dregið úr framboði af bandarísku afþreyingarefni um 45%. Þetta eru tölur sem tala sínu máli og landinn hefur vel kunnað að meta. Sumt af því efni sem stofnunin hefur átt þátt í að framleiða hefur svo ratað í erlendar stöðvar og aukið hróður Íslands á sviði kvikmyndagerðar. Við í Ríkisútvarpinu erum ákaflega stolt af útvarpsrásunum okkar tveimur og Sjónvarpinu. Hin gamla og virðulega Rás 1 hefur haldið sínu striki og blómstrað, þrátt fyrir mikla samkeppni á ljósvakarásunum.Löggjafinn ákveður fjármögnun En allt kostar þetta peninga, og til að standa undir hinni metnaðarfullu dagskrá eru auglýsingar og útvarpsgjaldið svokallað. Menn geta haft mismunandi skoðanir á því hvernig hlutfallið varðandi fjármögnunina á að vera, en það er löggjafans að ákveða það. Við vonum bara og treystum því að verði hlutfall auglýsinga minnkað, fáum við það bætt með útvarpsgjaldinu. Ef til vill verða hugsanlegar breytingar á þessu hlutfalli til þess að styrkja einkarekna fjölmiðla og það er ekki nema gott um það að segja, því sannleikurinn er sá að löggjafinn hefði átt fyrir löngu að vera búinn að búa þannig um hnútana að hér á landi geti þróast lýðræðisleg og menningarleg umræða um hvaðeina sem mönnum liggur á hjarta. Framtak mennta- og menningarmálaráðherra á þessu sviði lofar góðu.Stöndum vörð um tunguna Ríkisútvarpið vill hér eftir sem hingað til leggja sitt af mörkum til íslenskrar menningar og lýðræðislegrar umræðu. Það hefur kannski aldrei verið nauðsynlegra en nú á tímum, þegar við verðum að slá skjaldborg um tungumálið okkar íslenskuna, sem á í sífellt meiri vök að verjast vegna erlendra áhrifa.Höfundur er formaður stjórnar Ríkisútvarpsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Kári Jónasson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur oft gustað hressilega um Ríkisútvarpið síðan það hóf starfsemi sína árið 1930. Ýmis upphlaup hafa orðið í gegnum árin og menn hafa haft ýmsar skoðanir uppi varðandi starfsemi þess. Umræðan undanfarið hefur einkum beinst að fjármögnun stofnunarinnar og þá einkum hlutdeild hennar í auglýsingamarkaðinum hér á landi . Auglýsingar hafa verið fastur liður í dagskrá Ríkisútvarpsins frá stofnun og eru þess vegna hluti af daglegu lífi landsmanna. Mörgum íbúum nágrannalanda okkar kemur það stundum spánskt fyrir sjónir að hér séu auglýsingar í ríkisfjölmiðlinum, en svona er það nú samt, líkt og í flestum eða öllum öðrum löndum á meginlandi Evrópu. Þar eru stöðvarnar líka fjármagnaðar í flestum tilfellum með blöndu af afnotagjöldum og auglýsingum líkt og hér.Tryggur hópur að baki RÚV Það verður ekki annað sagt en að landsmenn standi þétt að baki Ríkisútvarpinu, ef marka má fjölmargar kannanir á undanförnum árum. Þrátt fyrir tilkomu heimsmiðla sem hafa haft mikil áhrif á fjölmiðlun – ekki aðeins hér á landi heldur um allan heim – á Ríkisútvarpið sinn trygga hóp hlustenda og áhorfenda. Stofnunin hefur líka lagt sig fram um að fylgja þróun í miðlun efnis, og sinna öllum aldurshópum, ekki síst ungu kynslóðinni. Má þar bæði nefna KrakkaRÚV og Rúv Núll, sem segja má að hafi valdið byltingu í notkun þessara hópa á fjölmiðlum og haft veruleg áhrif á menningarlegt uppeldi þeirra.Meiri og meiri samkeppni Samkeppni við erlendar efnisveitur verður sífellt harðari, en til að keppa við þær hefur RÚV stóraukið áherslu á innlent efni. Á undanförnum fimm árum hefur það aukist um 23% og á sama tíma hefur verið dregið úr framboði af bandarísku afþreyingarefni um 45%. Þetta eru tölur sem tala sínu máli og landinn hefur vel kunnað að meta. Sumt af því efni sem stofnunin hefur átt þátt í að framleiða hefur svo ratað í erlendar stöðvar og aukið hróður Íslands á sviði kvikmyndagerðar. Við í Ríkisútvarpinu erum ákaflega stolt af útvarpsrásunum okkar tveimur og Sjónvarpinu. Hin gamla og virðulega Rás 1 hefur haldið sínu striki og blómstrað, þrátt fyrir mikla samkeppni á ljósvakarásunum.Löggjafinn ákveður fjármögnun En allt kostar þetta peninga, og til að standa undir hinni metnaðarfullu dagskrá eru auglýsingar og útvarpsgjaldið svokallað. Menn geta haft mismunandi skoðanir á því hvernig hlutfallið varðandi fjármögnunina á að vera, en það er löggjafans að ákveða það. Við vonum bara og treystum því að verði hlutfall auglýsinga minnkað, fáum við það bætt með útvarpsgjaldinu. Ef til vill verða hugsanlegar breytingar á þessu hlutfalli til þess að styrkja einkarekna fjölmiðla og það er ekki nema gott um það að segja, því sannleikurinn er sá að löggjafinn hefði átt fyrir löngu að vera búinn að búa þannig um hnútana að hér á landi geti þróast lýðræðisleg og menningarleg umræða um hvaðeina sem mönnum liggur á hjarta. Framtak mennta- og menningarmálaráðherra á þessu sviði lofar góðu.Stöndum vörð um tunguna Ríkisútvarpið vill hér eftir sem hingað til leggja sitt af mörkum til íslenskrar menningar og lýðræðislegrar umræðu. Það hefur kannski aldrei verið nauðsynlegra en nú á tímum, þegar við verðum að slá skjaldborg um tungumálið okkar íslenskuna, sem á í sífellt meiri vök að verjast vegna erlendra áhrifa.Höfundur er formaður stjórnar Ríkisútvarpsins.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun