Satúrnus tekur fram úr Júpíter með tuttugu nýfundnum tunglum Gunnar Reynir Valþórsson og Kjartan Kjartansson skrifa 8. október 2019 09:02 Nýfundnu tungl Satúrnusar liggja utarlega og taka því á bilinu 2-3 ár að ganga um reikistjörnuna. AP/NASA/JPL/Space Science Institute Stjarnfræðingar hafa fundið tuttugu ný tungl á braut um Satúrnus, næststærstu reikistjörnu sólkerfisins. Satúrnus hefur þannig tekið fram úr stóra bróður sínum Júpiter þegar kemur að fjölda tungla. Þekkt fylgitungl Satúrnusar eru því í heildina áttatíu og tvö, en Júpiter er með sjötíu og níu. Nýju tunglin eru lítil, eða um fimm kílómetrar í þvermál. Sautján þeirra ganga í öfuga átt við snúning Satúrnusar og taka meira en þrjú ár að fara einn hring um reikistjörnuna. Þau fundust með því að beina Subaru-sjónaukanum á Havaí að Satúrnusi. Talið er að nýuppgötvuðu tunglin tilheyri áður þekktum hópum tungla á braut um Satúrnus. Allir eru þeir taldir leifar áreksturs sem splundraði stærra tungli reikistjörnunnar, að því er kemur fram í frétt Space.com. Enn er talið mögulegt að hundrað enn smærri tungl geti verið ófundin á braut um Satúrnus. „Svona hópar ytri tungla sjást líka í kringum Júpíter sem bendir til þess að ofsafengnir árekstrar hafi átt sér stað á milli tungla í Satúrnusarkerfinu eða við utankomandi fyrirbæri eins og smástirni eða halastjörnur,“ segir Scott Sheppard frá Carnegie-vísindastofnuninni í Washington-borg í Bandaríkjunum. Sheppard, sem fann tylft tungla á braut um Júpíter í fyrra, segir að tilvist tunglanna bendi til þess að þau hafi orðið til eftir að Satúrnus var fullmótaður. Þegar gasrisinn var enn í frumbernsku var hann umkringdur gas- og rykskífu. Hefðu tunglin verið til þá hefði allt það efni hægt á þeim með þeim afleiðingum að þau hefðu fallið inn í lofthjúp reikistjörnunnar. Auk þess að teljast nú formlega með flest tunglin í sólkerfinu státar Satúrnus af tveimur stærri tunglum sem vekja einn mestan áhuga vísindamanna. Títan er þannig eini hnötturinn utan jarðarinnar í sólkerfinu þar sem vitað er um fljótandi vökva á yfirborðinu. Undir þykkum lofthjúpi tunglsins er fjöldi stöðuvatna úr kolvetnum. Þá er mikið neðanjarðarhaf fljótandi vatns talið undir ísskorpu Enkeladusar. Það hefur vakið vonir um að frumstætt líf gæti þrifist við jarðhitastrýtur á hafbotninum líkt og þekkist á jörðinni. Geimurinn Júpíter Satúrnus Vísindi Tengdar fréttir Hringir Satúrnusar komnir á miðjan aldur Risaeðlur reikuðu enn um jörðina þegar hringir Satúrnusar mynduðust ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. 20. desember 2018 11:32 Fundu lífræn efnasambönd frá ístungli Satúrnusar Enkeladus hefur lengi vakið athygli vísindamanna vegna möguleikans á að neðanjarðarhaf undir yfirborðinu geti verið lífvænlegt. 3. október 2019 23:43 NASA ætlar að senda þyrludróna til Títans Næsti stóri könnunarleiðangur NASA er til stærsta tungls Satúrnusar. Geimskotið er áætlað árið 2026 og lending á Títan árið 2034. 28. júní 2019 14:15 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Stjarnfræðingar hafa fundið tuttugu ný tungl á braut um Satúrnus, næststærstu reikistjörnu sólkerfisins. Satúrnus hefur þannig tekið fram úr stóra bróður sínum Júpiter þegar kemur að fjölda tungla. Þekkt fylgitungl Satúrnusar eru því í heildina áttatíu og tvö, en Júpiter er með sjötíu og níu. Nýju tunglin eru lítil, eða um fimm kílómetrar í þvermál. Sautján þeirra ganga í öfuga átt við snúning Satúrnusar og taka meira en þrjú ár að fara einn hring um reikistjörnuna. Þau fundust með því að beina Subaru-sjónaukanum á Havaí að Satúrnusi. Talið er að nýuppgötvuðu tunglin tilheyri áður þekktum hópum tungla á braut um Satúrnus. Allir eru þeir taldir leifar áreksturs sem splundraði stærra tungli reikistjörnunnar, að því er kemur fram í frétt Space.com. Enn er talið mögulegt að hundrað enn smærri tungl geti verið ófundin á braut um Satúrnus. „Svona hópar ytri tungla sjást líka í kringum Júpíter sem bendir til þess að ofsafengnir árekstrar hafi átt sér stað á milli tungla í Satúrnusarkerfinu eða við utankomandi fyrirbæri eins og smástirni eða halastjörnur,“ segir Scott Sheppard frá Carnegie-vísindastofnuninni í Washington-borg í Bandaríkjunum. Sheppard, sem fann tylft tungla á braut um Júpíter í fyrra, segir að tilvist tunglanna bendi til þess að þau hafi orðið til eftir að Satúrnus var fullmótaður. Þegar gasrisinn var enn í frumbernsku var hann umkringdur gas- og rykskífu. Hefðu tunglin verið til þá hefði allt það efni hægt á þeim með þeim afleiðingum að þau hefðu fallið inn í lofthjúp reikistjörnunnar. Auk þess að teljast nú formlega með flest tunglin í sólkerfinu státar Satúrnus af tveimur stærri tunglum sem vekja einn mestan áhuga vísindamanna. Títan er þannig eini hnötturinn utan jarðarinnar í sólkerfinu þar sem vitað er um fljótandi vökva á yfirborðinu. Undir þykkum lofthjúpi tunglsins er fjöldi stöðuvatna úr kolvetnum. Þá er mikið neðanjarðarhaf fljótandi vatns talið undir ísskorpu Enkeladusar. Það hefur vakið vonir um að frumstætt líf gæti þrifist við jarðhitastrýtur á hafbotninum líkt og þekkist á jörðinni.
Geimurinn Júpíter Satúrnus Vísindi Tengdar fréttir Hringir Satúrnusar komnir á miðjan aldur Risaeðlur reikuðu enn um jörðina þegar hringir Satúrnusar mynduðust ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. 20. desember 2018 11:32 Fundu lífræn efnasambönd frá ístungli Satúrnusar Enkeladus hefur lengi vakið athygli vísindamanna vegna möguleikans á að neðanjarðarhaf undir yfirborðinu geti verið lífvænlegt. 3. október 2019 23:43 NASA ætlar að senda þyrludróna til Títans Næsti stóri könnunarleiðangur NASA er til stærsta tungls Satúrnusar. Geimskotið er áætlað árið 2026 og lending á Títan árið 2034. 28. júní 2019 14:15 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Hringir Satúrnusar komnir á miðjan aldur Risaeðlur reikuðu enn um jörðina þegar hringir Satúrnusar mynduðust ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. 20. desember 2018 11:32
Fundu lífræn efnasambönd frá ístungli Satúrnusar Enkeladus hefur lengi vakið athygli vísindamanna vegna möguleikans á að neðanjarðarhaf undir yfirborðinu geti verið lífvænlegt. 3. október 2019 23:43
NASA ætlar að senda þyrludróna til Títans Næsti stóri könnunarleiðangur NASA er til stærsta tungls Satúrnusar. Geimskotið er áætlað árið 2026 og lending á Títan árið 2034. 28. júní 2019 14:15