Hjónin Friðrik Dór Jónsson og Lísa Hafliðadóttir keyptu í sumar einbýlishús í Hafnarfirðinum en þau seldu fallega eign í Hafnarfirðinum fyrr á þessu ári. Mbl greinir frá.
Nýja húsið er við Álfaberg 8 og það 211 fermetrar að stærð.
Húsið var byggt árið 1987 en fasteignamat eignarinnar er 78,5 milljónir en gera má ráð fyrir því að hjónin hafi greitt töluvert hærri upphæð fyrir eignina.
Þau halda sig því í Hafnarfirðinum en Frikki Dór er sem kunnugt er mikill FH-ingur. Faðir hans Jón Rúnar Halldórsson, sem verið hefur í eldlínunni hjá knattspyrnudeild FH um árabil, býr á næstu grösum.
Bróðir Frikka Dór, tónlistarmaðurinn Jón Ragnar Jónsson, vatt aftur á móti kvæði sínu í kross og flutti á Seltjarnarnes sumarið 2018 eins og fjallað hefur verið um. Húsið er 232 fermetrar og var nýuppgert þegar þau fluttu inn.
Frikki Dór og Lísa fjárfestu í tvö hundruð fermetra einbýlishúsi

Tengdar fréttir

Friðrik Dór tók lagið í beinni hjá Gumma Ben
Nýi skemmtiþátturinn Föstudagskvöld með Gumma Ben hóf göngu sína á Stöð 2 í gærkvöldi.

Friðrik Dór mætti óvænt eftir að framkvæmdunum var lokið á Bræðraborgastígnum
Gulli Helga fór af stað með nýja þáttaröð af Gulli Byggir á Stöð 2 í síðustu viku. Í fyrsta þættinum var fylgst með framkvæmdum við Bræðraborgastíg og fór þáttur tvö í loftið í gær og var hægt að sjá lokaútkomuna.

Friðrik Dór og Lísa gengu í það heilaga á Ítalíu
Friðrik Dór Jónsson og Lísa Hafliðadóttir gengu í það heilaga í Toskana-héraðinu á Ítalíu í dag.

Friðrik Dór og Lísa selja einbýlishúsið: „Fáránlegt að við séum að selja“
„Ég og stelpurnar ætlum að færa okkur aðeins um set í Firðinum fagra og því er Hraunbrúnin okkar góða komin á sölu,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson í stöðufærslu á Facebook.