Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, á 10 prósenta hlut í Loftleiðum Cabo Verde sem keyptu í febrúar 51 prósents hlut í ríkisflugfélaginu Cabo Verde Airlines á Grænhöfðaeyjum. Þetta kemur fram í ársreikningi.
Þá á eignarhaldsfélagið Kjálkanes, systurfélag útgerðarfyrirtækisins Gjögurs, sem á 34 prósenta hlut í Síldarvinnslunni, 20 prósenta hlut í Loftleiðum Cabo Verde. Systkinin Anna og Ingi Jóhann Guðmundsbörn eru stærstu eigendur Kjálkaness, en þau tóku sæti í stjórn Loftleiða Cabo Verde fyrr á árinu, auk þess sem Björgólfur er einnig á meðal hluthafa félagsins.
Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, fer með 70 prósenta hlut. Í ársreikningnum kemur fram að hlutafé félagsins skiptist í tvo flokka – A og B – og fylgir allur atkvæðisréttur hlutum í A-flokki. Kjálkanes og Björgólfur fara samanlagt með 60 prósenta hlut bréfa í A-flokki félagsins.
Stjórnvöld á Grænhöfðaeyjum samþykktu kauptilboð Loftleiða Cabo Verde upp á 175 milljónir króna auk þess sem félagið skuldbindur sig til að leggja ríkisflugfélaginu til um 800 milljónir í viðbót.
Á 10 prósent í Loftleiðum Cabo Verde
Hörður Ægisson skrifar

Mest lesið

Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt
Viðskipti innlent

Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný
Viðskipti innlent

Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Atvinnulíf

Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka
Viðskipti innlent


Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur
Viðskipti erlent


Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra
Viðskipti erlent

Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent
Viðskipti erlent

Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura
Viðskipti innlent