Stefna Reykjavíkurborg vegna innviðagjalda Hörður Ægisson skrifar 9. október 2019 06:15 Innviðagjaldið er sagt hafa mikil áhrif á byggingarkostnað og hækka mögulega söluverð íbúða. Fréttablaðið/ERNIR Verktakafyrirtæki, í samstarfi við Samtök iðnaðarins (SI), hafa stefnt Reykjavíkurborg vegna meintra ólögmætra innviðagjalda sem borgin hefur innheimt á undanförnum árum í tengslum við uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Fjárhæðirnar sem um ræðir nema mörgum milljörðum króna. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, segir í samtali við Markaðinn óásættanlegt að lagaleg óvissa sé til staðar um lögmætið. „Hagsmunirnir eru miklir enda hefur gjaldið áhrif á byggingarkostnað og hækkar mögulega söluverð nýbygginga. Það eru því ekki síst hagsmunir almennings að úr þessum ágreiningi verði skorið,“ segir Sigurður, en samkvæmt minnisblaði frá árinu 2017 leikur verulegur vafi á lögmæti gjaldheimtunnar. Hann segir hagsmunaaðila hafa kosið að láta reyna á rétt sinn með því að stefna borginni og undirbúningur vegna prófmálsins sem nú sé farið af stað hafi staðið yfir undanfarna mánuði. Það er verktakafyrirtækið Sérverk sem formlega stefnir en að málinu stendur hópur stórra verktakafyrirtækja innan vébanda SI. Óskað hefur verið eftir flýtimeðferð hjá dómstólum. Sigurður nefnir sem dæmi að innviðagjald á fermetra vegna uppbyggingar í Vogabyggð nemi 23 þúsundum króna sem gera 2,3 milljónir á hverja 100 fermetra íbúð á því svæði. „Í Vogabyggð einni nema innviðagjöld borgarinnar hvorki meira né minna en fimm milljörðum,“ segir Sigurður. Innviðagjaldið er enn lagt á uppbyggingarverkefni í borginni og á næstu árum eru miklar framkvæmdir fyrirhugaðar og gæti innheimta innviðagjalds numið milljörðum króna í tengslum við það. Þá bendir Sigurður á að ekki liggi fyrir hvaða forsendur eru að baki ákvörðun Reykjavíkurborgar á fermetraverði innviðagjaldsins hverju sinni og virðist það mjög ólíkt á milli svæða. „Gjaldið hefur líka verið innheimt við uppbyggingu á svokölluðum þéttingarreitum þar sem ekki er skortur á innviðum. Vekur það upp enn frekari spurningar um innheimtu gjaldsins og hvert þessir fjármunir renna,“ segir Sigurður. Einar Hugi Bjarnason, sem er lögmaður hagsmunaaðila í málinu, telur einsýnt að málið muni hafa víðtækt fordæmisgildi. „Það liggur fyrir – og er ágreiningslaust – að engin lagaheimild er til álagningar innviðagjaldsins en samt sem áður er farið af stað í milljarðaframkvæmdir með tilheyrandi réttaróvissu. Mér finnst þetta raunar með ólíkindum enda hafði borgin borð fyrir báru varðandi gatnagerðargjöldin. Hún hefði getað nýtt lagaheimildir til að leggja á viðbótargatnagerðargjald en kaus að gera það ekki og fara þess í stað þá áhættusömu leið að leggja innviðagjald á lóðarhafa með einkaréttarlegum samningum,“ segir Einar Hugi. Hann álítur ljóst, sé litið til fræðiskrifa á sviði sveitarstjórnarréttar, að slík gjaldtaka á einkaréttarlegum grundvelli geti aðeins komið til greina í undantekningartilvikum en ekki þegar um er að ræða lögbundin verkefni sveitarfélaga. „Þetta er kjarni málsins. Innviðagjaldinu er einmitt ætlað að standa undir lögbundnum verkefnum sveitarfélaga, eins og breytingu á deiliskipulagi og uppbyggingu skóla, gatna og annarra innviða sem teljast til lögbundinna verkefna borgarinnar. Þessi verkefni eru fjármögnuð með mörkuðum tekjustofnum, meðal annars gatnagerðargjaldi, og ekki getur komið til álita að viðbótarkostnaður vegna þessara verkefna verði lagður á með einkaréttarlegum samningi. Þá væri í raun um að ræða viðbótarskattlagningu án lagastoðar sem er andstætt stjórnarskrá,“ að mati Einars Huga. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Verktakafyrirtæki, í samstarfi við Samtök iðnaðarins (SI), hafa stefnt Reykjavíkurborg vegna meintra ólögmætra innviðagjalda sem borgin hefur innheimt á undanförnum árum í tengslum við uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Fjárhæðirnar sem um ræðir nema mörgum milljörðum króna. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, segir í samtali við Markaðinn óásættanlegt að lagaleg óvissa sé til staðar um lögmætið. „Hagsmunirnir eru miklir enda hefur gjaldið áhrif á byggingarkostnað og hækkar mögulega söluverð nýbygginga. Það eru því ekki síst hagsmunir almennings að úr þessum ágreiningi verði skorið,“ segir Sigurður, en samkvæmt minnisblaði frá árinu 2017 leikur verulegur vafi á lögmæti gjaldheimtunnar. Hann segir hagsmunaaðila hafa kosið að láta reyna á rétt sinn með því að stefna borginni og undirbúningur vegna prófmálsins sem nú sé farið af stað hafi staðið yfir undanfarna mánuði. Það er verktakafyrirtækið Sérverk sem formlega stefnir en að málinu stendur hópur stórra verktakafyrirtækja innan vébanda SI. Óskað hefur verið eftir flýtimeðferð hjá dómstólum. Sigurður nefnir sem dæmi að innviðagjald á fermetra vegna uppbyggingar í Vogabyggð nemi 23 þúsundum króna sem gera 2,3 milljónir á hverja 100 fermetra íbúð á því svæði. „Í Vogabyggð einni nema innviðagjöld borgarinnar hvorki meira né minna en fimm milljörðum,“ segir Sigurður. Innviðagjaldið er enn lagt á uppbyggingarverkefni í borginni og á næstu árum eru miklar framkvæmdir fyrirhugaðar og gæti innheimta innviðagjalds numið milljörðum króna í tengslum við það. Þá bendir Sigurður á að ekki liggi fyrir hvaða forsendur eru að baki ákvörðun Reykjavíkurborgar á fermetraverði innviðagjaldsins hverju sinni og virðist það mjög ólíkt á milli svæða. „Gjaldið hefur líka verið innheimt við uppbyggingu á svokölluðum þéttingarreitum þar sem ekki er skortur á innviðum. Vekur það upp enn frekari spurningar um innheimtu gjaldsins og hvert þessir fjármunir renna,“ segir Sigurður. Einar Hugi Bjarnason, sem er lögmaður hagsmunaaðila í málinu, telur einsýnt að málið muni hafa víðtækt fordæmisgildi. „Það liggur fyrir – og er ágreiningslaust – að engin lagaheimild er til álagningar innviðagjaldsins en samt sem áður er farið af stað í milljarðaframkvæmdir með tilheyrandi réttaróvissu. Mér finnst þetta raunar með ólíkindum enda hafði borgin borð fyrir báru varðandi gatnagerðargjöldin. Hún hefði getað nýtt lagaheimildir til að leggja á viðbótargatnagerðargjald en kaus að gera það ekki og fara þess í stað þá áhættusömu leið að leggja innviðagjald á lóðarhafa með einkaréttarlegum samningum,“ segir Einar Hugi. Hann álítur ljóst, sé litið til fræðiskrifa á sviði sveitarstjórnarréttar, að slík gjaldtaka á einkaréttarlegum grundvelli geti aðeins komið til greina í undantekningartilvikum en ekki þegar um er að ræða lögbundin verkefni sveitarfélaga. „Þetta er kjarni málsins. Innviðagjaldinu er einmitt ætlað að standa undir lögbundnum verkefnum sveitarfélaga, eins og breytingu á deiliskipulagi og uppbyggingu skóla, gatna og annarra innviða sem teljast til lögbundinna verkefna borgarinnar. Þessi verkefni eru fjármögnuð með mörkuðum tekjustofnum, meðal annars gatnagerðargjaldi, og ekki getur komið til álita að viðbótarkostnaður vegna þessara verkefna verði lagður á með einkaréttarlegum samningi. Þá væri í raun um að ræða viðbótarskattlagningu án lagastoðar sem er andstætt stjórnarskrá,“ að mati Einars Huga.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira