Magnúsi óvænt sagt upp eftir fjörutíu ára starf á Reykjalundi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2019 17:01 Magnús Ólason, sem er sjötugur, fékk óvænta uppsögn í gær þegar nokkrar vikur eru í að hann láti af störfum sökum aldurs eftir hátt í fjörutíu ár í starfi. Fréttablaðið/Valli Sveinn Guðmundsson, formaður Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS), hefur sagt Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, upp störfum eftir 35 ára vinnu á endurhæfingarstöðinni. Uppsögnin kemur í kjölfarið af því að Birgi Gunnarssyni var sagt upp störfum í upphafi vikunnar. Reyndur starfsmaður sem fréttastofa hefur rætt við segir ástandið óbærilegt.Hringbraut greindi frá því í gærkvöldi að Birgi hefði verið sagt upp fyrirvaralaust eftir tólf ár í starfi forstjóra. SÍBS sendi frá sér tilkynningu í morgun vegna fregnanna þar sem ástæða þótti til að skýra starfslok Birgis, reyndar mjög takmarkað þar sem tekið var fram að starfslokasamkomulag við Birgi væri trúnaðarmál. Hann mætti ekki ræða það. „Ef hann gerir það þá rífur hann samkomulagið og þá dettur niður starslokasamningurinn hjá honum, ef hann kýs að gera það,“ sagði Sveinn í samtali við Hringbraut í gær. Birgir hefur verið forstjóri undanfarin tólf ár og hafa þeir Magnús náð vel saman. Reykjalundur er stærsta endurhæfingarstöð landsins með í kringum 1200 sjúklinga á ári. Magnúsi Ólason staðfesti uppsögn sína í samtali við Vísi á fimmta tímanum í dag. Hann vildi þó ekki tjá sig frekar um hana að svo stöddu. Samkvæmt heimildum Vísis stóð til að Magnús hætti störfum sökum aldurs á næstum vikum eða mánuðum. Stjórn SÍBS þótti tilefni til að segja honum upp störfum í dag. Reykjalundur hefur haft leigutekjur af húsnæðinu undanfarin ár sem nema um 30 milljónum króna á ári. Barátta hefur verið á milli SÍBS og Reykjalundar um hvernig skuli nýta þá peninga en Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu SÍBS. Mun Birgir hafa barist mjög fyrir því að að peningarnir yrðu allir nýttir í rekstur Reykjalundar en stjórn SÍBS viljað nýta þá öðruvísi. Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Vistaskipti Tengdar fréttir Segja ekkert saknæmt hafa borið að við starfslok forstjórans Stjórn SÍBS hafnar því að nokkurt saknæmt hafi borið að af hálfu fyrrverandi forstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, í aðdraganda starfsloka hans þann 30. september síðastliðinn. 9. október 2019 08:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Sveinn Guðmundsson, formaður Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS), hefur sagt Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, upp störfum eftir 35 ára vinnu á endurhæfingarstöðinni. Uppsögnin kemur í kjölfarið af því að Birgi Gunnarssyni var sagt upp störfum í upphafi vikunnar. Reyndur starfsmaður sem fréttastofa hefur rætt við segir ástandið óbærilegt.Hringbraut greindi frá því í gærkvöldi að Birgi hefði verið sagt upp fyrirvaralaust eftir tólf ár í starfi forstjóra. SÍBS sendi frá sér tilkynningu í morgun vegna fregnanna þar sem ástæða þótti til að skýra starfslok Birgis, reyndar mjög takmarkað þar sem tekið var fram að starfslokasamkomulag við Birgi væri trúnaðarmál. Hann mætti ekki ræða það. „Ef hann gerir það þá rífur hann samkomulagið og þá dettur niður starslokasamningurinn hjá honum, ef hann kýs að gera það,“ sagði Sveinn í samtali við Hringbraut í gær. Birgir hefur verið forstjóri undanfarin tólf ár og hafa þeir Magnús náð vel saman. Reykjalundur er stærsta endurhæfingarstöð landsins með í kringum 1200 sjúklinga á ári. Magnúsi Ólason staðfesti uppsögn sína í samtali við Vísi á fimmta tímanum í dag. Hann vildi þó ekki tjá sig frekar um hana að svo stöddu. Samkvæmt heimildum Vísis stóð til að Magnús hætti störfum sökum aldurs á næstum vikum eða mánuðum. Stjórn SÍBS þótti tilefni til að segja honum upp störfum í dag. Reykjalundur hefur haft leigutekjur af húsnæðinu undanfarin ár sem nema um 30 milljónum króna á ári. Barátta hefur verið á milli SÍBS og Reykjalundar um hvernig skuli nýta þá peninga en Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu SÍBS. Mun Birgir hafa barist mjög fyrir því að að peningarnir yrðu allir nýttir í rekstur Reykjalundar en stjórn SÍBS viljað nýta þá öðruvísi.
Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Vistaskipti Tengdar fréttir Segja ekkert saknæmt hafa borið að við starfslok forstjórans Stjórn SÍBS hafnar því að nokkurt saknæmt hafi borið að af hálfu fyrrverandi forstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, í aðdraganda starfsloka hans þann 30. september síðastliðinn. 9. október 2019 08:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Segja ekkert saknæmt hafa borið að við starfslok forstjórans Stjórn SÍBS hafnar því að nokkurt saknæmt hafi borið að af hálfu fyrrverandi forstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, í aðdraganda starfsloka hans þann 30. september síðastliðinn. 9. október 2019 08:15