ADHD og eldra fólk Sólveig Ásgrímsdóttir skrifar 9. október 2019 17:25 Er ADHD ekki bara til hjá börnum og ungu fólki? Er ekki þetta eitthvað sem eldist af fólki? Skiptir ADHD greining einhverju máli þegar fólk er hætt að vinna? Þótt mikið hafi verið fjallað um ADHD hjá börnum unglingum og ungu fólki hefur lítið farið fyrir umræðu um ADHD og eldri borgara. En ADHD batnar ekki þegar komið er á efri ár. Til er hollensk rannsókn sem sýndi að 2,8% fólks á sextugsaldri eða eldra var með ADHD. Einkennin minnka með aldrinum en þau breytast líka ekki síst hætta sum þeirra að vera eins íþyngjandi og þau voru áður. Hvort það er vegna þess að þau hafa dofnað eða vegna þess að sá eða sú sem í hlut á hættir að láta á þau reyna. Til dæmis með því að hætta að gera það sem krefst viðvarandi athygli t.d. að lesa bók. Sjaldan er litið til þess að ADHD geti verið vandi hjá t.d. 60 ára einstaklingi sem á við kvíða og þunglyndi að stríða og er oft eins og úti á þekju. Oft er litið á að um sé að ræða aldurstengd vandamál jafnvel sem byrjandi elliglöp. Þó það geti þetta verið rétt, er full ástæða til að meta hvort ADHD geti legið að baki og vinna út frá því.Aldrei of seint að greina ADHD. Hvers vegna að hafa áhyggjur af þessu svona seint þegar viðkomandi er hættur að vinna? Er hægt að greina ADHD frá ýmsum kvillum sem fylgja eldra fólki? Hvers vegna að fara að gera eitthvað nú þegar hann er búin að vera svona alla ævi. Það er rétt vegna þessa að sérhver á rétt á því að fá sem bestar og réttastar upplýsingar um heilsufar sitt að örðum kosti hefur hann ekki forsendur til að haga lífi sínu á sem heilbrigðastan hátt. Í öðru lagi þá gefur ADHD greining svör við áleitnum spurningum eins og: „hvers vegna hef ég alltaf átt erfitt með……“ „er það út af heimsku eða er ég svona kærulaus.“ „Af hverju hef ég aldri tollað lengi á sama vinnustað?“Gott og vont með ADHD Fólk með ADHD er ekki allt eins. Sumir hafa lifað ágætis lífi og náð árangri í störfum sínum. Þetta er oft hæfileikaríkt fólk sem hefur getað nýtt kosti þess að hafa ADHD , frumkvöðlar og hugrakkir einstaklingar. Samt hefur þetta fólk þurft að kljást við margskonar erfiðleika og komast yfir margar hindranir og flestir höfðu aldrei hugmynd um það hvers vegna þau þurftu að leggja miklu meira á sig en samferðafólkið. Svo eru aðrir sem ekki njóta sömu velgengni og hafa aldrei fundið sig alveg í lífinu. Þetta fólk hefur farið geng um lífið stundum vel og stundum ekki. Á eldri árum er þetta fólk oft þreytt og lasið. Margir hafa fengið ýmsar sjúkdómsgreiningar, en engin lækning hefur fylgt. Það hefur sætt við ástandið en án þess að vera í alvöru sátt við það. Þeir sem teljast til þriðja hópsins eru einstaklingar sem trúa því sjálfir að þeim hafi mistekist í lífinu og hafa dregið sig í hlé, bitrir og án vonar. Þeir hafa fyrir löngu slitið tengslum við aðra jafnvel fjölskyldu sína. Eru einfarar, komnir á örorkubætur, en hafna öllum tilboðum um frekari rannsóknir og vilja ekki heyra frá neinum nýjungum og síst af öllu um einhvern nýjan sjúkdóm sem þeir eiga að hafa. Þau hafa dregið sig í hlé og hafa yfirleitt engan félagsskap annan en sjónvarpið oft með einhvern fíknisjúkdóm.Líf í nýju ljósi Fólk með ógreint ADHD og sem komið er á efri ár, hefur þurft að lifa með þessari röskun og hefur komið sér upp aðferðum til þess. Til dæmis með því að nýta tengslin á vinnustað og skipulagið þar. Eldra fólk sem er að fá greiningu í fyrsta sinn segir t.d. „ég átti góða vinnufélaga og gat leitaði til þeirra því þeir þekktu mig og þetta var allt í föstum skorðum.“ Einnig kemur fram að þetta fólk skilaði alltaf, að eigin mati, afköstum undir getu. Góður starfsmaður vissi að, ef hann hefði getað einbeitt sér nægjanlega hefði hann getað verið frábær starfsmaður, „Bara ef ég hefði ekki alltaf verið svona latur“ eða „maður hefur alltaf verið óttalegur bjáni.“ Greining á vanda eldra fólks er vandasöm. Hugræn einkenni eins og gleymska, minnkandi snerpa í hugsun, að missa þráðinn í samræðum þetta getur allt verið merki um vitræna truflun eða glöp. En ef þessi einkenni hafa verið til staðar frá unga aldri eru líkur á því að hér sé um ADHD að ræða. Einnig þarf að hafa í huga að kvíðaeinkenni og þunglyndi geta birst á svipaðan hátt og oft eru þetta fylgikvillar ADHD.Betra líf með ADHD Hvað er þá hægt að gera. Stundum geta lyf hjálpað en lyfjameðferð eldra fólks er vandasöm og oft ekki æskileg. En það er hægt að beita sálfræðimeðferð og annarri meðferð t.d. markþjálfun til að auka lífsgæði og draga úr kvíða og þunglyndi. Mikilvægt er að þeir sem sinna eldri borgurum þekki ADHD og geri ráð fyrir að þeir sem eldri eru geti átt við þessa röskun að stríða eins og þeir yngri. Líklegar birtast þó ADHD einkenni á mismunandi hátt, hjá þessum aldurshópum. Það er mikil þörf á frekari rannsóknum á þessu sviði, en fáar rannsóknir eru til um ADHD hjá eldra fólki, hvernig einkenni þróast, hvaða fylgiraskanir eru líklegar og síðast en ekki síst hvað meðferðarleiðir gagnar eldra fólki best. Höfundur er sálfræðingur og höfundur bókarinnar Ferðalag í flughálku - Unglingar og ADHD Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Heilbrigðismál Sólveig Ásgrímsdóttir Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Er ADHD ekki bara til hjá börnum og ungu fólki? Er ekki þetta eitthvað sem eldist af fólki? Skiptir ADHD greining einhverju máli þegar fólk er hætt að vinna? Þótt mikið hafi verið fjallað um ADHD hjá börnum unglingum og ungu fólki hefur lítið farið fyrir umræðu um ADHD og eldri borgara. En ADHD batnar ekki þegar komið er á efri ár. Til er hollensk rannsókn sem sýndi að 2,8% fólks á sextugsaldri eða eldra var með ADHD. Einkennin minnka með aldrinum en þau breytast líka ekki síst hætta sum þeirra að vera eins íþyngjandi og þau voru áður. Hvort það er vegna þess að þau hafa dofnað eða vegna þess að sá eða sú sem í hlut á hættir að láta á þau reyna. Til dæmis með því að hætta að gera það sem krefst viðvarandi athygli t.d. að lesa bók. Sjaldan er litið til þess að ADHD geti verið vandi hjá t.d. 60 ára einstaklingi sem á við kvíða og þunglyndi að stríða og er oft eins og úti á þekju. Oft er litið á að um sé að ræða aldurstengd vandamál jafnvel sem byrjandi elliglöp. Þó það geti þetta verið rétt, er full ástæða til að meta hvort ADHD geti legið að baki og vinna út frá því.Aldrei of seint að greina ADHD. Hvers vegna að hafa áhyggjur af þessu svona seint þegar viðkomandi er hættur að vinna? Er hægt að greina ADHD frá ýmsum kvillum sem fylgja eldra fólki? Hvers vegna að fara að gera eitthvað nú þegar hann er búin að vera svona alla ævi. Það er rétt vegna þessa að sérhver á rétt á því að fá sem bestar og réttastar upplýsingar um heilsufar sitt að örðum kosti hefur hann ekki forsendur til að haga lífi sínu á sem heilbrigðastan hátt. Í öðru lagi þá gefur ADHD greining svör við áleitnum spurningum eins og: „hvers vegna hef ég alltaf átt erfitt með……“ „er það út af heimsku eða er ég svona kærulaus.“ „Af hverju hef ég aldri tollað lengi á sama vinnustað?“Gott og vont með ADHD Fólk með ADHD er ekki allt eins. Sumir hafa lifað ágætis lífi og náð árangri í störfum sínum. Þetta er oft hæfileikaríkt fólk sem hefur getað nýtt kosti þess að hafa ADHD , frumkvöðlar og hugrakkir einstaklingar. Samt hefur þetta fólk þurft að kljást við margskonar erfiðleika og komast yfir margar hindranir og flestir höfðu aldrei hugmynd um það hvers vegna þau þurftu að leggja miklu meira á sig en samferðafólkið. Svo eru aðrir sem ekki njóta sömu velgengni og hafa aldrei fundið sig alveg í lífinu. Þetta fólk hefur farið geng um lífið stundum vel og stundum ekki. Á eldri árum er þetta fólk oft þreytt og lasið. Margir hafa fengið ýmsar sjúkdómsgreiningar, en engin lækning hefur fylgt. Það hefur sætt við ástandið en án þess að vera í alvöru sátt við það. Þeir sem teljast til þriðja hópsins eru einstaklingar sem trúa því sjálfir að þeim hafi mistekist í lífinu og hafa dregið sig í hlé, bitrir og án vonar. Þeir hafa fyrir löngu slitið tengslum við aðra jafnvel fjölskyldu sína. Eru einfarar, komnir á örorkubætur, en hafna öllum tilboðum um frekari rannsóknir og vilja ekki heyra frá neinum nýjungum og síst af öllu um einhvern nýjan sjúkdóm sem þeir eiga að hafa. Þau hafa dregið sig í hlé og hafa yfirleitt engan félagsskap annan en sjónvarpið oft með einhvern fíknisjúkdóm.Líf í nýju ljósi Fólk með ógreint ADHD og sem komið er á efri ár, hefur þurft að lifa með þessari röskun og hefur komið sér upp aðferðum til þess. Til dæmis með því að nýta tengslin á vinnustað og skipulagið þar. Eldra fólk sem er að fá greiningu í fyrsta sinn segir t.d. „ég átti góða vinnufélaga og gat leitaði til þeirra því þeir þekktu mig og þetta var allt í föstum skorðum.“ Einnig kemur fram að þetta fólk skilaði alltaf, að eigin mati, afköstum undir getu. Góður starfsmaður vissi að, ef hann hefði getað einbeitt sér nægjanlega hefði hann getað verið frábær starfsmaður, „Bara ef ég hefði ekki alltaf verið svona latur“ eða „maður hefur alltaf verið óttalegur bjáni.“ Greining á vanda eldra fólks er vandasöm. Hugræn einkenni eins og gleymska, minnkandi snerpa í hugsun, að missa þráðinn í samræðum þetta getur allt verið merki um vitræna truflun eða glöp. En ef þessi einkenni hafa verið til staðar frá unga aldri eru líkur á því að hér sé um ADHD að ræða. Einnig þarf að hafa í huga að kvíðaeinkenni og þunglyndi geta birst á svipaðan hátt og oft eru þetta fylgikvillar ADHD.Betra líf með ADHD Hvað er þá hægt að gera. Stundum geta lyf hjálpað en lyfjameðferð eldra fólks er vandasöm og oft ekki æskileg. En það er hægt að beita sálfræðimeðferð og annarri meðferð t.d. markþjálfun til að auka lífsgæði og draga úr kvíða og þunglyndi. Mikilvægt er að þeir sem sinna eldri borgurum þekki ADHD og geri ráð fyrir að þeir sem eldri eru geti átt við þessa röskun að stríða eins og þeir yngri. Líklegar birtast þó ADHD einkenni á mismunandi hátt, hjá þessum aldurshópum. Það er mikil þörf á frekari rannsóknum á þessu sviði, en fáar rannsóknir eru til um ADHD hjá eldra fólki, hvernig einkenni þróast, hvaða fylgiraskanir eru líklegar og síðast en ekki síst hvað meðferðarleiðir gagnar eldra fólki best. Höfundur er sálfræðingur og höfundur bókarinnar Ferðalag í flughálku - Unglingar og ADHD
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun