Í dag verður hiti 4 til 12 stig að deginum, hlýjast suðvestanlands. Hæð er yfir Grænlandi og hryggur frá henni liggur yfir landið. Henni fylgja hægir vindar og víða bjart veður, en smáskúrir austantil á landinu síðdegis og jafnvel stöku él á Austurlandi í nótt.
Veðurhorfur á landinu
Norðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og bjart með köflum. Smáskúrir á austanverðu landinu eftir hádegi og líkur á éljum austanlands í nótt. Skúrir sunnantil síðdegis á morgun, annars þurrt. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast suðvestanlands, en víða næturfrost, einkum inn til landsins.Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:Hæg breytileg átt og bjart með köflum, en stöku skúrir sunnantil á landinu, og smáskúrir eða él austanlands. Hiti 1 til 10 stig að deginum, hlýjast á suðvestanlands.
Á miðvikudag:
Suðaustan 8-13 m/s og dálítil væta, en hægari, þurrt og bjart norðan- og austantil. Hvessir talsvert á suðvestanverðu landinu um kvöldið. Hiti 4 til 9 stig.
Á fimmtudag:
Suðaustan 13-20 m/s og rigning, hvassast með suðurströndinni, en hægari og úrkomulítið norðanlands. Hiti 5 til 10 stig.
Á föstudag:
Hvöss suðaustanátt með rigningu í flestum landshlutum, en úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti 6 til 11 stig.
Á laugardag:
Útlit fyrir suðlægri átt með rigningu víða um land. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast norðanlands.
Á sunnudag:
Líkur á sunnanátt með skúrum, en þurru veðri á norðanverðu landinu. Hiti 7 til 12 stig.