Erlent

Olía í hæstu hæðir sam­einist ríki heims ekki gegn Írönum

Atli Ísleifsson skrifar
Krónprinsinn var í viðtali hjá 60 Minutes á sjónvarpsstöðinni CBS.
Krónprinsinn var í viðtali hjá 60 Minutes á sjónvarpsstöðinni CBS. Getty
Krónprins Sádí-Arabíu, hinn valdamikli Mohammed Bin Salman, varar við því að olíuverð gæti farið í hæstu hæðir ef heimurinn sameinast ekki gegn Írönum.

Prinsinn segir að stríð á milli Írans og Sádí-Arabíu myndi rústa efnahag heimsins en Sádar saka Írani um að standa á bakvið árásir sem gerðar voru á olíuhreinsunarstöð í Sádí-Arabíu á dögunum. Íranir þvertaka fyrir að hafa átt þar hlut að máli.

Krónprinsinn var í viðtali hjá 60 Minutes á sjónvarpsstöðinni CBS og í viðtalinu segist hann einnig taka nokkra ábyrgð á morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi, sem myrtur var í sendiráði Sáda í tyrknesku stórborginni Istanbul í fyrra.

Prinsinn segir að hann hafi ekki fyrirskipað morðið, en í ljósi þess að það hafi verið framkvæmt af undirmönnum hans verði hann að taka nokkra ábyrgð á ódæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×