Netverslun með áfengi lýðheilsumál Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. september 2019 06:45 Arnar Sigurðsson vínkaupmaður í Sante. Arnar Sigurðsson, sem rekur fyrirtækið Sante sem flytur inn handverksvín frá Frakklandi, fagnar fyrirhuguðu frumvarpi dómsmálaráðherra um að opna fyrir innlenda netverslun með áfengi. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fram í mars. Er það í samræmi við nýjar Evróputilskipanir um jafnræði neytenda eftir búsetu. „Fáar vörur henta betur til netverslunar en áfengi,“ segir Arnar og segir jafnframt að þetta hljóti að vera lýðheilsumál, rétt eins og jafnréttismál. Nefnir hann að í Fríhöfninni sé áfengi vel sýnilegt í kringum sælgæti og leikföng. „Netverslun er ekki í andlitinu á neinum nema þeim sem þangað eru komnir til að versla,“ segir hann. Með netverslun sé hægt að koma mun meiri upplýsingum, um þrúgur, dóma sérfræðinga og fleira, til neytandans en hægt er að gera með límmiða á flösku. Nú þegar eru tvær netverslanir starfræktar, vinbudin.is og dutyfree.is, og telur Arnar engan skaða af því ef fleiri innlendir aðilar mættu opna slíkar síður og Íslendingum standi nú þegar til boða þúsundir erlendra netverslana. Hann segir netverslun umhverfisvæna, tímasparandi og henta sérstaklega vel fyrir fatlaða og aldraða. „Netverslun er ekki aðeins framtíðarformið heldur nútímans einnig.“ Aðspurður um hvort hið fyrirhugaða frumvarp sé vísbending um frekari frjálsræði á íslenskum áfengismarkaði segir Arnar það ekki endilega vera raunina. Fólk sé almennt íhaldssamt. „Þetta mál minnir mig á umræðuna um Hvalfjarðargöngin á sínum tíma. Rúmlega 60 prósent þjóðarinnar voru á móti Hvalfjarðargöngunum en af þeim sem voru á móti ætluðu 30 prósent að nota þau engu að síður,“ segir hann. Á sínum tíma stefndi Arnar ríkinu vegna einokunarverslunar með áfengi en hann selur ekki sínar vörur í verslunum ÁTVR. Samkvæmt þeim víninnflytjendum sem Fréttablaðið hefur rætt við getur það reynst erfitt fyrir smærri aðila að koma vörum sínum að hjá ÁTVR. „Það getur engin verslun með hillupláss boðið öllum upp á allt,“ segir Arnar. „Svo er hinu opinbera vorkunn að þurfa að velja vel. Þetta er nánast óendanlegt úrval og það krefst bæði sérfræðiþekkingar og reynslu.“ Arnar segir að opnun á netverslun með áfengi þýði ekki að loka þyrfti ÁTVR og vísar aftur í Hvalfjarðargöngin í því samhengi. „Eftir að göngin voru opnuð gat fólk samt sem áður eytt klukkutíma og bensíni í að keyra fyrir Hvalfjörðinn. Þetta snýst fyrst og fremst um að neytendur hafi valkost,“ segir hann.Brennivínið brennur á þingmönnum Auk fyrirhugaðs frumvarps dómsmálaráðherra um að heimila innlendum aðilum að selja áfengi í gegnum netverslanir liggja tvö önnur frumvörp um áfengismál fyrir á þinginu. Er það annars vegar frumvarp Bryndísar Haraldsdóttur, Ólafs Þór Gunnarssonar og Willums Þórs Þórssonar um að sveitarfélögin hafi aðkomu að staðarvali við opnun nýrra áfengisverslana. Er nefnt að ÁTVR hafi hingað til haft fullt frelsi til að ákveða staðarval og að ekki hafi ríkt sátt um það. Til dæmis í Garðabæ þar sem ÁTVR lokaði verslun í miðbænum og opnaði aðra í Kauptúni gegn vilja bæjarstjórnar. Hins vegar er það frumvarp Helga Hrafns Gunnarssonar og fleiri þingmanna Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins um afnám banns við heimabruggun til einkaneyslu. Er þar tíundað að heimabrugg sé rótgróinn hluti af íslenskri menningu og að lítill vilji sé til þess að tekið sé á brotum á þessari löggjöf. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Arnar Sigurðsson, sem rekur fyrirtækið Sante sem flytur inn handverksvín frá Frakklandi, fagnar fyrirhuguðu frumvarpi dómsmálaráðherra um að opna fyrir innlenda netverslun með áfengi. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fram í mars. Er það í samræmi við nýjar Evróputilskipanir um jafnræði neytenda eftir búsetu. „Fáar vörur henta betur til netverslunar en áfengi,“ segir Arnar og segir jafnframt að þetta hljóti að vera lýðheilsumál, rétt eins og jafnréttismál. Nefnir hann að í Fríhöfninni sé áfengi vel sýnilegt í kringum sælgæti og leikföng. „Netverslun er ekki í andlitinu á neinum nema þeim sem þangað eru komnir til að versla,“ segir hann. Með netverslun sé hægt að koma mun meiri upplýsingum, um þrúgur, dóma sérfræðinga og fleira, til neytandans en hægt er að gera með límmiða á flösku. Nú þegar eru tvær netverslanir starfræktar, vinbudin.is og dutyfree.is, og telur Arnar engan skaða af því ef fleiri innlendir aðilar mættu opna slíkar síður og Íslendingum standi nú þegar til boða þúsundir erlendra netverslana. Hann segir netverslun umhverfisvæna, tímasparandi og henta sérstaklega vel fyrir fatlaða og aldraða. „Netverslun er ekki aðeins framtíðarformið heldur nútímans einnig.“ Aðspurður um hvort hið fyrirhugaða frumvarp sé vísbending um frekari frjálsræði á íslenskum áfengismarkaði segir Arnar það ekki endilega vera raunina. Fólk sé almennt íhaldssamt. „Þetta mál minnir mig á umræðuna um Hvalfjarðargöngin á sínum tíma. Rúmlega 60 prósent þjóðarinnar voru á móti Hvalfjarðargöngunum en af þeim sem voru á móti ætluðu 30 prósent að nota þau engu að síður,“ segir hann. Á sínum tíma stefndi Arnar ríkinu vegna einokunarverslunar með áfengi en hann selur ekki sínar vörur í verslunum ÁTVR. Samkvæmt þeim víninnflytjendum sem Fréttablaðið hefur rætt við getur það reynst erfitt fyrir smærri aðila að koma vörum sínum að hjá ÁTVR. „Það getur engin verslun með hillupláss boðið öllum upp á allt,“ segir Arnar. „Svo er hinu opinbera vorkunn að þurfa að velja vel. Þetta er nánast óendanlegt úrval og það krefst bæði sérfræðiþekkingar og reynslu.“ Arnar segir að opnun á netverslun með áfengi þýði ekki að loka þyrfti ÁTVR og vísar aftur í Hvalfjarðargöngin í því samhengi. „Eftir að göngin voru opnuð gat fólk samt sem áður eytt klukkutíma og bensíni í að keyra fyrir Hvalfjörðinn. Þetta snýst fyrst og fremst um að neytendur hafi valkost,“ segir hann.Brennivínið brennur á þingmönnum Auk fyrirhugaðs frumvarps dómsmálaráðherra um að heimila innlendum aðilum að selja áfengi í gegnum netverslanir liggja tvö önnur frumvörp um áfengismál fyrir á þinginu. Er það annars vegar frumvarp Bryndísar Haraldsdóttur, Ólafs Þór Gunnarssonar og Willums Þórs Þórssonar um að sveitarfélögin hafi aðkomu að staðarvali við opnun nýrra áfengisverslana. Er nefnt að ÁTVR hafi hingað til haft fullt frelsi til að ákveða staðarval og að ekki hafi ríkt sátt um það. Til dæmis í Garðabæ þar sem ÁTVR lokaði verslun í miðbænum og opnaði aðra í Kauptúni gegn vilja bæjarstjórnar. Hins vegar er það frumvarp Helga Hrafns Gunnarssonar og fleiri þingmanna Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins um afnám banns við heimabruggun til einkaneyslu. Er þar tíundað að heimabrugg sé rótgróinn hluti af íslenskri menningu og að lítill vilji sé til þess að tekið sé á brotum á þessari löggjöf.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira