Sakar Árna Gils um árás með hafnaboltakylfu: „Gaurinn bara snappaði“ Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2019 14:47 Árni Gils og faðir hans Hjalti Úrsus sem hefur staðið þétt við bak sonar síns í málinu. Vísir/Vilhelm Vitni sem gaf skýrslu í máli Árna Gils Hjaltasonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sakaði hann um að hafa ráðist á sig með hafnaboltakylfu þegar hann sneri baki í hann skömmu fyrir átök við Leifasjoppu þar sem Árni er sakaður um að hafa veitt öðrum manni stungusár á höfði. „Gaurinn bara snappaði,“ sagði vitnið um Árna. Árni er ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna átaka hans og annars manns við Leifasjoppu í Breiðholti í mars árið 2017. Maðurinn hlaut stungusár á höfði. Árni hefur neitað sök en var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur og dæmdur í fjögurra ára fangelsi vegna þess og fleiri brota árið 2017. Hæstiréttur vísaði máli hans aftur heim í hérað árið 2017. Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur fjallar nú um málið. Á þriðjudag viðurkenndi Árni í fyrsta skipti að hafa átt í átökum fyrr um kvöldið sem átökin við Leifasjoppu áttu sér stað. Bar hann vitni um að hafa lent í ágreining við mann í Breiðholti sem hann sakaði um að hafa stolið frá sér. Maðurinn hafi hins vegar gerst ógnandi með hníf og hafnaboltakylfu. Árni hafi þurft að verjast honum með kylfunni. Maðurinn gaf allt aðra lýsingu á atburðunum þegar hann gaf símaskýrslu fyrir héraðsdómi í dag. Sagðist hann hafa verið að aðstoða Árna við að verða sér út um mórfínlyf sem gefið er við heróínfíkn. Árni hafi verið töluvert ölvaður.Sagði Árna hafa hótað móður sinni Bar maðurinn vitni um að Árni hafi barið sig í hnakkann með hafnaboltakylfu þegar hann sneri í hann baki í íbúð í Breiðholti. Sagðist hann ekki hafa hugmynd um af hverju Árni hefði ráðist á sig þegar hann hefði verið að hjálpa honum. „Gaurinn snappaði bara. Hann gengur ekki alveg heill til skógar,“ sagði maðurinn sem er á fertugsaldri. Hélt maðurinn því jafnframt fram að Árni hefði hótað móður hans og svo reynt að keyra á hann þegar hann elti Árna út úr íbúðinni. Gaf hann einnig nokkra aðra lýsingu á atburðum í kringum átökin við Leifasjoppu en maðurinn sem varð fyrir stungusárinu og önnur vitni á þriðjudag. Sagðist hann hafa komið í íbúð þar sem fólkið var þegar átökin voru um garð gengin. Aðrir höfðu sagt hann hafa verið í íbúðinni þegar maðurinn sem varð fyrir áverkanum og þáverandi vinkona Árna fóru til móts við hann við Leifasjoppu. Sagði hann að maðurinn sem varð fyrir áverkanum hafi sagt honum að Árni hefði tekið hníf af honum og stungið í höfuðið. Mál Árna Gils Tengdar fréttir Þinghaldi lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni Dómari féllst á beiðni saksóknara sem sagði vitnið óttaslegið og telja viðvist fólks í dómsalnum geta haft áhrif á framburð sinn. 20. september 2019 13:46 Deilt um dagbókarfærslur lögreglu í stóra amfetamínmálinu Verjendur og saksóknari í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem þrír menn eru ákærðir fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði tókust á um það fyrir dómi í dag hvort ákæruvaldinu beri að leggja fram dagbókarfærslur lögreglu í málinu. 20. september 2019 12:30 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Sjá meira
Vitni sem gaf skýrslu í máli Árna Gils Hjaltasonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sakaði hann um að hafa ráðist á sig með hafnaboltakylfu þegar hann sneri baki í hann skömmu fyrir átök við Leifasjoppu þar sem Árni er sakaður um að hafa veitt öðrum manni stungusár á höfði. „Gaurinn bara snappaði,“ sagði vitnið um Árna. Árni er ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna átaka hans og annars manns við Leifasjoppu í Breiðholti í mars árið 2017. Maðurinn hlaut stungusár á höfði. Árni hefur neitað sök en var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur og dæmdur í fjögurra ára fangelsi vegna þess og fleiri brota árið 2017. Hæstiréttur vísaði máli hans aftur heim í hérað árið 2017. Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur fjallar nú um málið. Á þriðjudag viðurkenndi Árni í fyrsta skipti að hafa átt í átökum fyrr um kvöldið sem átökin við Leifasjoppu áttu sér stað. Bar hann vitni um að hafa lent í ágreining við mann í Breiðholti sem hann sakaði um að hafa stolið frá sér. Maðurinn hafi hins vegar gerst ógnandi með hníf og hafnaboltakylfu. Árni hafi þurft að verjast honum með kylfunni. Maðurinn gaf allt aðra lýsingu á atburðunum þegar hann gaf símaskýrslu fyrir héraðsdómi í dag. Sagðist hann hafa verið að aðstoða Árna við að verða sér út um mórfínlyf sem gefið er við heróínfíkn. Árni hafi verið töluvert ölvaður.Sagði Árna hafa hótað móður sinni Bar maðurinn vitni um að Árni hafi barið sig í hnakkann með hafnaboltakylfu þegar hann sneri í hann baki í íbúð í Breiðholti. Sagðist hann ekki hafa hugmynd um af hverju Árni hefði ráðist á sig þegar hann hefði verið að hjálpa honum. „Gaurinn snappaði bara. Hann gengur ekki alveg heill til skógar,“ sagði maðurinn sem er á fertugsaldri. Hélt maðurinn því jafnframt fram að Árni hefði hótað móður hans og svo reynt að keyra á hann þegar hann elti Árna út úr íbúðinni. Gaf hann einnig nokkra aðra lýsingu á atburðum í kringum átökin við Leifasjoppu en maðurinn sem varð fyrir stungusárinu og önnur vitni á þriðjudag. Sagðist hann hafa komið í íbúð þar sem fólkið var þegar átökin voru um garð gengin. Aðrir höfðu sagt hann hafa verið í íbúðinni þegar maðurinn sem varð fyrir áverkanum og þáverandi vinkona Árna fóru til móts við hann við Leifasjoppu. Sagði hann að maðurinn sem varð fyrir áverkanum hafi sagt honum að Árni hefði tekið hníf af honum og stungið í höfuðið.
Mál Árna Gils Tengdar fréttir Þinghaldi lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni Dómari féllst á beiðni saksóknara sem sagði vitnið óttaslegið og telja viðvist fólks í dómsalnum geta haft áhrif á framburð sinn. 20. september 2019 13:46 Deilt um dagbókarfærslur lögreglu í stóra amfetamínmálinu Verjendur og saksóknari í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem þrír menn eru ákærðir fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði tókust á um það fyrir dómi í dag hvort ákæruvaldinu beri að leggja fram dagbókarfærslur lögreglu í málinu. 20. september 2019 12:30 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Sjá meira
Þinghaldi lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni Dómari féllst á beiðni saksóknara sem sagði vitnið óttaslegið og telja viðvist fólks í dómsalnum geta haft áhrif á framburð sinn. 20. september 2019 13:46
Deilt um dagbókarfærslur lögreglu í stóra amfetamínmálinu Verjendur og saksóknari í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem þrír menn eru ákærðir fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði tókust á um það fyrir dómi í dag hvort ákæruvaldinu beri að leggja fram dagbókarfærslur lögreglu í málinu. 20. september 2019 12:30
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent